Morgunblaðið - 16.05.2018, Page 16

Morgunblaðið - 16.05.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stór hluti tekna vefmiðilsins Kjarnans er fólginn í styrktarfé sem aflað er meðal almennings. Upplýs- ingar sem Morgunblaðið hefur undir höndum, og hafa að geyma rekstrarniðurstöðu Kjarnans á fyrstu fimm mánuðum síðasta árs, sýna að styrk- irnir eru um 46% af heildartekjum fyrirtækisins. Þannig námu styrkir þessir ríflega 7 milljónum frá janúar og út maí í fyrra en á sama tímabili námu aðrar tekjur 8,3 milljónum króna. Í apríl í fyrra reyndust styrkirnir reyndar hærri en aðrar tekjur fyrirtækisins. Þá voru þeir 1,6 milljónir króna, sam- anborið við tæplega 1,4 milljónir í aðrar tekjur. Sömu tölur varpa ljósi á linnluausan taprekstur fyrirtækisins. Þannig tapaði Kjarnainn 1,4 milljón- um í janúar 2017, 1,1 milljón í febrúar, 1,8 milljónum í mars, 1,9 milljónum í apríl og 1,5 milljónum í maí. Tugmilljóna tap Ársreikningur Kjarnans fyrir árið 2017 hefur ekki verið birtur. Í upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað og hafa að geyma rekstraráætlun fyrir- tækisins fyrir síðastliðið ár, áætlun sem gerð var um mitt ár í fyrra, kemur í ljós að gert var ráð fyrir áframhaldandi tapi af rekstrinum út árið. Þannig gerðu stjórnendur þess ráð fyrir að heildartapið yrði rétt tæpar 14 milljónir króna. Heildartekjur myndu nema 45,7 milljónum en rekstrarkostnaður- inn myndi nema 59,7 milljónum. Hafi áætlanir Kjarnans gengið eftir og tapið reynst um 14 milljónir hefur það dregist nokkuð saman frá fyrra ári þegar það reyndist 18,6 millj- ónir króna, áður en tekið er tillit til 3,7 milljóna króna yfirfæranlegs taps. Vegna þess varð bókfært tap 2016 hins vegar 14,9 milljónir. Svipaða sögu má segja af rekstrarárinu 2015. Þá var tapið 20,8 millj- ónir króna fyrir skatta en 4,2 milljóna króna yfir- færanlegt tap dró úr endanlegu tapi það ár. Keyptu útgáfuna af Heimi Þann 1. júlí í fyrra tók Kjarninn við rekstri viku- ritsins Vísbendingar sem áður var í eigu útgáfu- félagsins Heims, sem m.a. gaf út Frjálsa verslun og var í eigu Bendikts Jóhannessonar, fyrrverandi for- manns Viðreisnar. Ekki hefur áður verið greint frá kaupverðinu en það reyndist 5 milljónir króna. Var greitt fyrir það í þremur greiðslum, tveimur á árinu 2017 og einni árið 2018. Gera áætlanir Kjarnans ráð fyrir að tekjur af vikuritinu verði um 830 þúsund krónur á mánuði en að kostnaður vegna prentunar og dreifingar nemi um 350 þúsund krónum. Hafi þessar áætlanir forsvarsmanna fyrirtækisins geng- ið eftir má gera ráð fyrir að þeim takist að greiða upp kaupverðið á tæpum 11 mánuðum. Eigendurnir tólf Stærsti eigandi Kjarnans er félagið HG80 ehf. sem er í eigu Hjálmars Gíslasonar, sem oft er kenndur við Datamarket. Félagið heldur á 18,28% hlut. Næststærsti eigandinn er Miðeind ehf. sem er í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar. Birna Anna Björnsdóttir rithöfundur á 12,2%. Þá á Magnús Halldórsson, ritstjóri Vísbendingar, 10,36%, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, 10,36%. Minni eignarhlutir eru svo á höndum Hjalta Harð- arsonar, framkvæmdastjóra Kjarnans, Birgis Þórs Harðarsonar, Jónasar Reynis Gunnarssonar, Kjarnans sjálfs, Fanneyjar Birnu Jónsdóttur að- stoðarritstjóra, Fagaskógar ehf. í eigu Stefáns Hrafnkelssonar og Milo ehf. í eigu Gumma Haf- steinssonar og Eddu Hafsteinsdóttur. Styrkir stór hluti teknanna  Kjarninn tapaði 7,7 milljónum króna fyrstu fimm mánuði ársins 2017  46% tekna fyrirtækisins eru svokallaðir styrkir  Keypti Vísbendingu á 5 milljónir Þungur rekstur » Kjarninn var stofnaður árið 2013. » Miðillinn hefur ekki skilað hagnaði að undanskildu stofnárinu. Þá nam hagnaður- inn 261 þúsund krónum. » Áætlanir fyrir árið 2017 gerðu ráð fyrir að auglýsingatekjur miðilsins næmu 1,4 millj- ónum á mánuði að meðaltali það ár. Breytingar Kjarninn hóf göngu sína sem vikurit á netinu. Síðan þá hefur útgáfan breyst mikið. MSCI hefur verið fumkvöðull í þróun á vísitölum fyrir hlutabréfa- markaði og hefur gefið út vörur tengdar vísitölum hlutabréfamark- aða allt frá árinu 1969. „Við erum búnir að vinna í því að komast með einhverju móti inn í þeirra vísitölur, alveg frá því að gjaldeyrishöftunum var aflétt hér í mars á síðasta ári,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar- innar. Hann segir þetta jákvætt fyrsta skref. „Þetta er merki um áhuga og getur stuðlað að frekari áhuga seinna meir. Þarna er búin til ís- lensk MSCI-vísitala, ellefu félaga, og auk þess erum við á athugunar- lista hjá FTSE og vonumst til þess að komast inn í vísitölumengi þeirra í haust ef allt fer eins og stefnir í,“ segir Páll. Hann segir Kauphöllina gjarnan vilja komast í fleiri vísitölur hjá MSCI. „Við erum búnir að dýfa tánni í vatnið og viljum síðan byggja ofan á þetta. Ég tel að þetta hafi verið gríðalega mikilvægt fyrsta skref, en í framhaldinu vilj- um við komast í fleiri vístölur og fara upp um flokka.“ steingrimur@mbl.is Alþjóðlega vísitölufyrirtækið MSCI, sem áður var hluti af fjár- festingabankanum Morgan Stanl- ey, hefur tilkynnt áform sín um að taka inn ellefu félög úr íslensku kauphöllinni inn í vísitölur sínar. Breytingin mun eiga sér stað 31. maí næstkomandi. Vísitalan „MSCI Iceland Inves- table Market Index“ mun til að byrja með ná yfir eitt meðalstórt fyrirtæki, samkvæmt skilgreiningu MSCI, Marel, og tíu minni fyrirtæki en þau eru Eik, Eimskip, HB Grandi, Hagar, Icelandair Group, N1, Reginn, Reitir, Síminn og VÍS. Íslensk félög í alþjóðlega vísitölu  Ellefu kauphallarfélög verða tekin inn í MSCI-vísitölur Morgunblaðið/Þórður MSCI Forstjóri Kauphallar telur þetta gríðarlega mikilvægt skref. ● Fiskafli íslenskra skipa í apríl síðast- liðnum var 30% meiri en í apríl í fyrra og nam hann 147 þúsund tonnum. Aukning í botnfiskafla var 23% frá apríl í fyrra og nam botnfiskafli rúmum 49 þúsund tonnum í síðasta mánuði. Þar af nam þorskaflinn rúmum 23 þúsund tonnum sem er 30% meiri afli en í apríl 2017. Þetta kemur fram í nýjum tölum á vef Hagstofu Íslands. Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni, en af honum veiddust tæp 94 þúsund tonn, sem er 33% meira en í apríl í fyrra. Skel- og krabbadýraafli nam 1.607 tonnum sam- anborið við 824 tonn í apríl 2017. Heildarafli á undanförnum tólf mán- uðum, frá maí 2017 til apríl 2018, var rúmlega 1.265 þúsund tonn. Það er 17% aukning miðað við tólf mánuði þar á undan. Mun meiri afli í apríl í ár 16. maí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 102.61 103.09 102.85 Sterlingspund 138.94 139.62 139.28 Kanadadalur 80.07 80.53 80.3 Dönsk króna 16.41 16.506 16.458 Norsk króna 12.768 12.844 12.806 Sænsk króna 11.857 11.927 11.892 Svissn. franki 102.51 103.09 102.8 Japanskt jen 0.933 0.9384 0.9357 SDR 146.45 147.33 146.89 Evra 122.26 122.94 122.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.6711 Hrávöruverð Gull 1320.7 ($/únsa) Ál 2285.0 ($/tonn) LME Hráolía 77.05 ($/fatið) Brent ● Samtök atvinnulífsins gera alvar- legar athugsemdir við drög að frum- varpi um húsnæðismál sem nú liggur fyrir Alþingi. Telja þau engar haldbærar ástæður fyrir því að Íbúðalánasjóður fái aukið hlutverk á sviði greininga og stefnumörkunar. Fjölmargir aðilar gefi reglulega út greiningar á húsnæðis- markaði og sinni því hlutverki vel. Samtökin segja það draga úr trú- verðugleika Íbúðalánasjóðs sé honum ætlað að vera ráðherra til ráðgjafar um mótun húsnæðisstefnu og stunda lánaviðskipti í samkeppni við banka og lífeyrissjóði. Víðtækar heimildir stofn- unarinnar til að afla ýmiss konar upp- lýsinga og gagna frá öðrum stofnunum standist auk þess vart lög. SA telja útvíkkun á hlut- verki ÍLS óæskilega STUTT Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500 www.isfell.is, isfell@isfell.is Höfum á lager mikið úrval af alskyns vinnufatnaði, hífi- og festingabúnaði, krönum og talíum, snjókeðjum, pökkunarlausnum og fallvarnarbúnaði. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur. Vinnufatnaður Hífilausnir Kranar og talíur Snjókeðjur Pökkunarlausnir Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.