Morgunblaðið - 22.05.2018, Page 2

Morgunblaðið - 22.05.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 RAFVÖRUR Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Sorpkvarnir í vaska Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Byggja íþróttahús fyrir 4,2 milljarða  Áætla að fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri í Garðabæ verði tilbúið undir lok árs 2020  Fjármagna bygginguna m.a. með sölu lóða á svæðinu við Vífilsstaði  Framkvæmdir vegna verksins hefjast í haust Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ráðgert er að framkvæmdir vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í Vetr- armýri í Garðabæ hefjist í haust. Áætlaður kostnaður við verkið er um 4,2 milljarðar króna, en Gunnar Ein- arsson, bæjarstjóri Garðabæjar, seg- ir að bygging hússins sé hluti af mik- illi uppbyggingu á svæðinu við Vífilsstaði. „Við erum að gera ráð fyrir um 1.500 íbúðum á svæðinu þannig að bygging íþróttahússins er hluti af þessari miklu uppbyggingu og þróun á svæðinu. Við vonum að húsið muni nýtast íþróttafélögum í Garðabæ jafnt sem einstaklingum þegar bygg- ingu þess er lokið,“ segir Gunnar, en áætluð verklok eru undir lok árs 2020. Hugmynd ÍAV talin best Fyrr á þessu ári efndi Garðabær til hugmyndasamkeppni um hönnun íþróttahússins, en tilboðin voru opnuð sl. laugardag. Þar bar tillaga verk- takafyrirtækisins ÍAV sigur úr být- um, en í henni er gert ráð fyrir yfir- byggðum knattspyrnuvelli auk aðstöðu fyrir aðra íþróttastarfsemi. „Sigurtillagan er yfirbyggður knattspyrnuvöllur sem er lengdur um tuttugu metra. Það gefur möguleika á ýmiskonar starfsemi á þremur hæð- um í þeirri lengingu. Þar væri t.d. hægt að setja líkamsræktarstöð, skrifstofur íþróttafélaga eða annars- konar starfsemi,“ segir Gunnar og bætir við að enn eigi eftir að skipu- leggja þann hluta hússins sem ekki verður nýttur undir knattspyrnuvöll. „Endanleg hönnun hluta hússins hefur ekki verið ákveðin en við vonum að húsið muni nýtast öllum bæjar- búum og öllum aldurshópum,“ segir Gunnar. Fjármögnun með sölu lóða Spurður um fjármögnun íþrótta- hússins auk annarra bygginga segir Gunnar að Garðabær muni selja hluta lóðanna á svæðinu. „Þetta svæði sem við keyptum í kringum Vífilsstaði er afar verðmætt byggingarland. Við sjáum fram á að selja hluta af því til að standa m.a. straum af kostnaði við byggingar á svæðinu,“ segir Gunnar sem vonar að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Íþróttahúsið Ráðgert er að fram- kvæmdum muni ljúka árið 2020. Tveir erlendir ferðamenn, banda- rísk hjón, voru úrskurðaðir látnir í fyrrakvöld eftir slys í Þingvalla- vatni, fyrir landi Villingavatns, laust eftir hádegi sl. sunnudag. Ferða- mennirnir voru karl og kona á fimm- tugsaldri en þau höfðu verið við veiðar í vatninu. Svo virðist sem annað þeirra hafi hrasað og rekið út á vatnið og í kjöl- farið hafi hitt farið á eftir og reynt að koma til bjargar. Sumarbústaða- eigendur á svæðinu komu fólkinu til bjargar og var það flutt þaðan á sjúkrahús í Reykjavík. Þar voru hjónin úrskurðuð látin en aðstand- endur þeirra óskuðu eftir því að nöfn þeirra yrðu ekki gefin upp. Ferðamennirnir voru frá La Cres- cent í Minnesota-ríki í Bandaríkj- unum þar sem hún starfaði sem dýralæknir en hann sem tæknifræð- ingur. Þyrlan sinnti ekki útkallinu Í kjölfar slyssins óskaði Neyðar- línan eftir aðstoð þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Þyrlan kom hins vegar aldrei. Ásgeir Erlendsson, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöld að ekki hefði verið hægt að sinna út- kallinu. „Þyrla Landhelgisgæslunn- ar gat ekki sinnt útkallinu vegna þess að vakthafandi þyrlusveit upp- fyllti ekki kröfur um lágmarkshvíld og því var ekki hægt að kalla þyrl- una út,“ sagði Ásgeir og bætti við að miklar annir hefðu verið hjá þyrlu- sveitinni undanfarna daga. Þyrlu- sveitin hafði verið virkjuð þrívegis dagana fyrir fyrrgreint slys. Í framhaldinu var reynt að manna aðra vakt með því að kalla fólk úr fríi en það tókst ekki fyrr en klukk- an 16 síðdegis. Ferðamenn létust í slysi  Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki sinnt útkalli Neyðar- línunnar vegna slyss erlendra ferðamanna í Þingvallavatni Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrlan Ekki var hægt að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fjölmenni mætti í árlega Mótorhjólamessu sem haldin var í Digraneskirkju að kvöldi annars í hvítasunnu. Hún var nú haldin í 12. sinn. Messan er hugsuð sem vettvangur fyrir mótorhjólamenn til að stilla saman strengi, sýna samhug, virðingu og láta gott af sér leiða, sem flestir hjólaklúbbarn- ir gera. Boðið er upp á öll atriði hefðbundinnar messu á óhefðbundinn hátt í umsjón sr. Gunnars Sigurjónssonar kraftaklerks. Axel Ómarsson og Gospelkór Smárakirkju, undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar, og hljómsveit sáu um tónlist í messunni og á tónleikum á undan. Mótorhjólamenn sameinast og láta gott af sér leiða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mótorhjólamessa á annan í hvítasunnu Icelandic online er íslensku- námskeið sem nýst hefur og nýt- ast mun íslensku- nemendum út um allan heim. Á árs- fundi stofnunar Árna Magn- ússonar opnaði Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, vefgátt sem hýsir nýjustu gerð námskeiðsins. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórn- arráðs Íslands. Frá árinu 2004 hafa yfir 200.000 notendur skráð sig á námskeiðið. Úlfar Bragason rannsóknar- prófessor sagði, þegar hann kynnti vefgáttina, að aldrei hefðu fleiri tal- að né lært íslensku en nú. Auk þeirra sem læra málið með hjálp Ice- landic online fjölgar þeim sem stunda íslenskunám við erlenda há- skóla, við Háskóla Íslands (HÍ), Há- skólasetrið á Vestfjörðum og í náms- flokkum víða um land. Námsbraut í íslensku sem annað mál við HÍ nýtur vinsælda og stunduðu 380 nemendur nám þar á síðasta ári en það er rúm- lega tvöföldun á nemendum á 10 ár- um. Lilja Alfreðsdóttir, sagði það gleðilegt að fá góðar fréttir af ís- lenskunni, og Íslendingar ættu að þróa og nýta tækni til hagsbóta fyrir íslenskt málsamfélag. ge@mbl.is Lilja Alfreðsdóttir Íslenskan breiðist út  Yfir 200.000 læra íslensku á netinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.