Morgunblaðið - 22.05.2018, Page 13

Morgunblaðið - 22.05.2018, Page 13
höfundana og þeirra sýn á lífið. Það kem- ur mjög skýrt fram í Leading að Fergu- son setti fótboltann í fyrsta sæti. Lang- fyrsta. Eigin heilsa og fjölskyldan kom langt á eftir. Hann segir meðal annars í bókinni að hann hafi aldrei náð að sjá syni sína spila fót- bolta þegar þeir voru strákar af því að hann var annars staðar að horfa á andstæðinga liðsins sem hann var að stýra á þeim tíma. Gaf sér hreinlega ekki tíma til þess að fylgjast með gutt- unum sínum. Vinnudagurinn hjá Ferguson var þannig að hann mætti fyrstur manna á svæðið, vann fyrst á skrif- stofunni og sinnti svo leikmönnum og því sem snéri að fót- boltanum sjálfum fram á kvöld. Horfði síðan á æfingar eða leiki á kvöldin. Helgarnar fóru líka í að fylgjast með fótbolta. Fótboltinn var lífið. Hann liggur núna, 76 ára, á spítala eftir að hafa fengið lífshættulegt heila- blóðfall fyrr í þessum mánuði. Höfundur f**k it bókarinnar, John Parkin, er minna frægur og hefur ekki unnið neina meist- aratitla en boðskapur hans er samt sem áð- ur ferskur og áhuga- verður. Eins og Ferguson hvetur hann lesendur til þess að gera það sem þeir virkilega brenna fyrir, en ólíkt Fergu- son leggur hann mikla áherslu á að við pössum vel upp á okkur sjálf og sinnum okkar nánustu vel á sama tíma og við vinnum í því sem gef- ur okkur mest. Sú nálgun höfðar mikið til mín. Skilaboð beggja höfunda um að maður eigi ekki að láta aðra draga sig niður með því að segja manni hvað maður geti og geti ekki gert, höfðar líka sterkt til mín. Við getum það sem við viljum gera. Gaui. Guðjón Svansson er Íslendingur, ferðalangur, eiginmaður, fjögurra stráka faðir, rithöfundur, fyrirles- ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og nemandi, sem heldur úti bloggsíð- unni: njottuferdalagsins.is Áhugaverður saman- burður Höfundar þessara bóka hafa ólíka sýn á lífið. Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Stýrðu birtunni heima hjá þér MYRKVA GLUGGATJÖLD Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.iskomið með góða punkta, en annarsfinnst honum konan hans bara vera ægilega smekkleg og góð í því sem hún er að gera,“ segir Sjöfn og kímir. Styrkleikarnir sinn á hvoru sviðinu „Æðislega skemmtilegt og eflir líka sambandið,“ svarar hún einfald- lega spurð hvernig sé fyrir par að vinna svona náið saman. „Styrkleikar okkar eru sinn á hvoru sviðinu og þeg- ar þeir koma saman verður til flott heild. Við erum með fullt af skemmtilegum hugmyndum á prjónunum, til dæmis höfum við verið að skoða að flytja inn ítalskt garn í samstarfi við Ólöfu Ingu og selja undir merk- inu okkar í netversluninni og hugsanlega litlum prjóna- verslunum, bæði hér og í Danmörku. Okkur finnst skipta máli að garnið sé framleitt á vistvænan hátt og að börnum sé ekki þrælað út við framleiðsluna. Þessa dagana er ég að prjóna úr garninu, en síðan þarf ég að prófa hvernig það fer í þvotti, hvort það hnökri, hlaupi og þar fram eftir götunum.“ Draumur beggja er að opna lítið prjónakaffihús/garnbúð, sannkallaða gæðaverslun þar sem fólk gæti sest niður með prjónana sína og fengið sér gott kaffi og heimabakað. Og þar sem á boðstólum væri einnig prjónafatn- aður á börn og jafnvel aðrar barnavör- ur, til dæmis náttúruleg þroska- leikföng. Prjónað heima í stofu Sjöfn prjónar yfirleitt fjórar flíkur eða prjónasett á mánuði, lengst til hægri er svokallað heimfararsett , sem hefur verið mjög vinsælt í netversluninni. Með hausinn fullan af hugmyndum Yfirleitt prjónar Sjöfn fjórar flík- ur eða prjónasett á mánuði, en segist vera með hausinn fullan af miklu fleiri hugmyndum en hún afkasti. Þar sem hún er í fullri vinnu í dægradvölinni eru kvöldin eini tíminn sem hún hefur til að hanna, búa til uppskriftir og prjóna flíkurnar. „Uppskriftirnar eru ekki síður tímafrekar en prjónaskap- urinn. Maður þarf að vera nokkuð góð- ur í stærðfræði til að geta til dæmis stækkað uppskrift fyrir 2ja ára í nokkrar stærðir þar fyrir ofan. Þess vegna skiptir prjónafestan miklu máli,“ segir hún. Allir prjónarar skilja ábyggilega hvað hún á við. Svarið er nei þegar hún er spurð hvort Grétar taki sér stund- um prjóna í hönd. Hann kann ekki að prjóna og Sjöfn sér ekki fyrir sér að þau muni í nánustu fram- tíð sitja saman á síð- kvöldum og prjóna. „Hann er samt orðinn býsna góður í alls konar „lingó- um“ sem tengjast prjónaskap, prjón- ísku, getum við kallað það. Orð eins og prjónafesta vefst ekki fyrir honum og hann er vel samræðuhæfur við hvaða prjónara sem er, enda aðalumræðu- efnið á heimilinu. Hann sér alfarið um fjármálin, heimasíðuna og facebook- síðuna okkar og býr til auglýsinga- pósta og þess háttar. Ég spyr hann stundum álits og hann hefur alveg DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRAKvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Vinnupallar margar stærðir og gerðir VIÐ leigjum út palla og kerrur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.