Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 35
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir og Egil Ferkingstad. Grínmeistari John Cleese fór á kostum í Eldborgarsal Hörpu og var með tuskudýr sér til aðstoðar. Steinunn Björnsdóttir og Valdís Sigurþórsdóttir. MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 Kvikmyndin Shoplifters, í leikstjórn hins japanska Hirokazu Kore-Eda, vann Gullpálmann, æðstu verðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes á laugardaginn var. Myndin fjallar um glæpamenn sem taka inn í fjölskyldu sína barn sem þeir fundu úti á götu. Kore-Eda sagðist þegar hann tók við verðlaununum úr hendi for- manns dómnefndarinnar, Cate Blanchett, vonast til að kvikmynda- listin gæti hjálpað þeim þjóðum sem eiga í stríði við að ná sáttum. Spike Lee lenti í öðru sæti með mynd sína BlacKkKlansman þar sem hart er deilt á kynþáttahatur. Leikstjórinn Nadine Labaki frá Líbanon hlaut þriðju verðlaun fyrir myndina Capernaum. Samal Yeslyamova var kjörin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Ayka og Marcello Fonte var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Dogman. Þá var Pólverjinn Pawel Pawli- kowski verðlaunaður sem leikstjóri ársins fyrir Cold War. freyr@mbl.is Gullpálminn Japanski kvikmyndaleikstjórinn Hirokazu Kore-Eda fékk 1. verðlaun fyrir kvikmyndina Búðaþjófar (Shoplifters). Shoplifters fékk Gull- pálmann í Cannes AFP 2. verðlaun Spike Lee fékk verð- laun fyrir BlacKkKlansman. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fös 25/5 kl. 20:00 34. s Fös 1/6 kl. 20:00 36. s Sun 27/5 kl. 20:00 35. s Lau 2/6 kl. 20:00 37. s Allra síðustu sýningar! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fim 24/5 kl. 20:30 aukas. Lau 26/5 kl. 20:30 aukas. Fös 1/6 kl. 20:30 aukas. Fös 25/5 kl. 20:30 aukas. Fim 31/5 kl. 20:30 aukas. Lau 2/6 kl. 20:30 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Mystery boy (Stóra sviðið) Fim 24/5 kl. 19:30 MYSTERY BOY (Yfirnáttúruleg ástarsaga) Aðfaranótt (Kassinn) Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Byrjaði að syngja fimm ára Af Andra er það annars að frétta að hann hefur haft í nógu að snúast . Hann fór nýlega með hlutverk Basilíó í Rakaranum frá Sevilla, söng rullu Lord Krishna í Satyagraha eftir Phil- ip Glass, og var Þeseus í Draumi á Jónsmessunótt hjá Ensku þjóð- aróperunni, English National Opera. Að auki kemur hann reglulega fram á tónleikum hér og þar, og reynir að syngja af og til á Íslandi. Andri segir að þrátt fyrir að hann hafi hreppt skemmtilegt hlutverk í merkilegu nýju verki hjá Konunglega óperuhús- inu þá sé samkeppnin hörð í óp- eruheiminum og ekkert fast í hendi með framtíðina. Andri segir það geta skrifast að töluverðu leyti á heppni að hann skyldi komast á þann stað þar sem hann er staddur í dag: „Ég byrj- aði fimm ára að syngja í kór og var í söngsmiðju hjá Margréti Pálmadótt- ur, og níu ára fór ég inn í Langholts- kirkju í Kórskólann hjá Jóni Stef- ánssyni. Tíu ára byrjaði ég síðan í söngtímum hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, og 16 ára hef ég nám hjá Söngskólanum í Reykjavík,“ seg- ir Andri söguna. Vildi þannig til að lafði Kiri Te Kanawa hélt námskeið á vegum Söngskólans og vakti Andri athygli hennar, þá rétt orðinn tvítug- ur. „Hún bauð mér á námskeið úti á Ítalíu en þar var skólastjóri Kon- unglegu tónlistarakademíunnar í London viðstaddur og bauð mér pláss við skólann og vildi fá mig strax þá um haustið. Ég sagði samt nei við því að færa mig til svona fljótt og kláraði fyrst námið í Söngskólanum.“ Andri játar að það hafi verið draumi líkast að syngja á sviði Kon- unglega óperuhússins. „Þegar ég fór að sinna sönglistinni af einhverri al- vöru þá var þetta einn af þeim stöð- um sem mig langaði mest að koma fram og ég var skjótari að komast þangað en ég hafði leyft mér að vona. Á meðan á æfingunum stóð komst ég ekki hjá því að minnast þess að í þess- ari sömu byggingu var Handel upp á sitt besta, og frumsýndi sínar óperur. Er óhætt að segja að ég hafi verið orðinn æði spenntur þegar kom að frumsýningu, og það var tilfinn- ingarík stund fyrir mig að sjá hvert öll þessi vinna og erfiði í gegnum árin höfðu fleytt mér.“ Margt gott við að vera bassi Vonandi er Andri bara rétt að byrja enda er hann bassi og yfirleitt að þeir blómstra ekki fyrr en töluvert seinna á lífsleiðinni. „Bassar þykja oft orðnir bestir í kringum fimmtugt, og ég á ennþá um tuttugu ár í það,“ segir hann og tekur undir það með blaðamanni að bassasöngvarar eigi líka því láni að fagna að hafa til- tölulega góða atvinnumöguleika. „Bassar eru sjaldgæfasta raddteg- undin og þegar kemur að prufum fyr- ir óperur er ekki óvenjulegt ef hundr- að sópransöngkonur eru fyrir hvern bassa sem vill komast að. Það er líka mikið af aukahlutverkum í óperum fyrir karlsöngvara, svo maður getur dýft tánni aðeins í laugina í minni hlutverkum á meðan sópransöngkon- unum standa varla annað til boða en aðalhlutverk og þurfa því að vera til- búnar í krefjandi rullur snemma á ferlinum.“ Á móti kemur að bassasöngvar- arnir fá sjaldan að vera í aðalhlut- verki: „Bassarnir fá að vera feður að- alsöguhetjanna, prestar, munkar, kóngar og þessháttar, og afar sjaldan að þeir eru valdir í rómantísk aðal- hlutverk nema þá helst í stöku verki eftir Mozart. Á móti kemur að það er ágætt að eldast í þessu starfi og ég held það væri bölvað stress að vera tenór.“ Ljósmynd / ROH Snar Andri í hlutverki sínu sem óður maður í Lessons in Love and Violence. Ekki fer vel fyrir söguhetju hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.