Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 Mörkinni 6 - Sími 568 7090 - veidivon@veidivon.is - veidivon.is Scierra vöðlur og vaðskór Pakkatilboð 29.990.- Vatnsfyrirtækið Icelandic Glacial hefur samið um að minnka kolefna- fótspor komandi tónleikaraðar bresku rokksveitarinnar The Roll- ing Stone. Tónleikarnir ganga undir heitinu „No Filter“ en þeir fyrstu fóru fram í Dublin sl. fimmtudag. Alls verða þeir 14 í ýmsum höfuðborgum Evr- ópu, þar á meðal í London, Berlín og Prag en síðan lýkur tónleikaröð- inni í Varsjá 8. júlí. Auk þess að sjá liðsmönnum The Rolling Stones og aðstoðarmönnum sveitarinnar fyrir kolefnasnauðu ís- lensku vatni á öllum viðkomustöð- um tónleikanna mun Icelandic Glacial sjá til þess að tómar flöskur fari í endurvinnslu á hverjum stað. Með þessu telur hljómsveitin sig sýna umhverfinu tilhlýðilega virð- ingu alla leið. Í tilkynningu kveðst Jón Ólafs- son, stofnandi og stjórnandi Ice- landic Glacial, afar ánægður með samstarfið við The Rolling Stones. Með því styðji fyrirtækið viðleitni rokksveitarinnar til að gera tón- leikana vistvænni. Vatnið sem The Rolling Stones mun njóta á tónleikaferðalaginu er sótt í lindir í Ölfusi og segir að við framleiðsluna og átöppun þess sé eingöngu notuð hrein græn orka. agas@mbl.is Ljósmynd/Icelandic Glacial Rokkvænt Icelandic Glacial Water mun lækka kolefnafótspor nýjustu tónleikaraðar The Rolling Stones. Íslenskt vatn minnkar kolefnaspor VIÐTAL Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Ný tækni, breyttar kröfur neytenda og hert regluverk er að breyta lands- lagi fjármálafyrirtækja og banka, að sögn Michals Gromek, rannsókna- prófessors við Stockholm School of Economics. Um þessa þróun og fram- tíð fjármálaþjónustu munu hann og fleiri fyrirlesarar fjalla í erindi á opn- um fundi fjártæknifyrirtækisins Framtíðin í Fosshóteli næstkomandi föstudag, 25. maí. Þar verður staða fjártækni á Norðurlöndum skoðuð og skoðað hvort Ísland standist saman- burð. Michal Gromek hefur leitt árlega úttekt á stöðu fjártækni í Svíþjóð og er einn af höfundum bókarinnar „The Rise and Development of FinTech“, sem lýsir breytingum í fjármálaþjón- ustunni í Svíþjóð. Auk hans heldur er- indi Johan Lorenzen framkvæmda- stjóri fjártæknifyrirtækisins Holvi 2013-2017, en hann starfar nú sem fjárfestir í fjártæknifyrirtækjum og situr í stjórn nokkurra slíkra. Svíþjóð og Danmörk hafa verið leiðandi á sviði fjártækni í heiminum þar sem farið hefur saman framsækin tækni, regluverk hins opinbera, gott aðgengi að fjármagni og hæft starfs- fólk. Hvergi í heiminum er minna magn reiðufjár í umferð en þar. Í dag- legu lífi reiða um 94% Svía sig á nýjar fjártæknilausnir og fjölmörg stór fjártæknifyrirtæki hafa rutt sér rúms í báðum löndum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Michal Gromek starfsemi fjártækni- fyrirtækja og hefðbundinna banka mjög ólíka í sjálfu sér og þjónusta fyrrnefndu fyrirtækjanna væri ein- staklingsmiðaðri. „Fintech-fyrirtæk- in eru ekki keppinautar bankanna heldur vilja þau geta átt og notið sam- eiginlegrar tilvistar. Hingað til hefur það ekki tekist sem best og mikil fyr- irstaða verið í hefðbundna bankakerf- inu gegn fjártæknifyrirtækjum, en þau hafi síðan viljað líta á bankana sem vonda manninn. Þetta hefur að- eins verið að breytast og ég mun ræða í erindi mínu á föstudag um hvernig nálgast megi það. Kjarni málsins er að fjármálatæknifyrirtækin og bank- arnir setjist niður saman og ræði sín á milli hvernig þeir geta lifað í sátt og samlyndi. Ég kýs að kalla það sam- starf um samkeppni. Og sem betur fer sjást þess aukin og vaxandi merki að menn viðurkenni tilverurétt hver annars,“ sagði Gromek. Hann sagði reglur fjármálamark- aðarins yfirleitt kveða á um hvað mætti og hvað ekki. Í þær skorti yf- irleitt sveigjanleika til þróunarstarfs. Læra mætti af fjármálastarfseminni í Kuala Lumpur í Malasíu en þar væri mikill sveigjanleiki í regluverkinu er leyfði þróunarstarf og fleiri form fjár- málaþjónustu sem lifað gætu af sam- hliða. Væri fjártækniþjónusta þar vel á veg komin. Spurður hvort Íslendingar væru eftirbátar annarra hvað fjártækni- þjónustu varðar, t.d. Svía og Dana þar sem þróun þjónustunnar væri komin hvað lengst svaraði Gromek, að ekki væri rétt að tala um eftirbáta, heldur hefði þróunin verið nokkuð ólík þar og hér. „Hér í Svíþjóð hafa tvö til þrjú fyr- irtæki hlotið mikla athygli, Klarna og iZettle sem fjárfest var stórum í á ár- unum 2014 til 2015. Vegna uppgangs þeirra hafa fleiri en smærri fyrirtæki komið til skjalanna í kjölfarið og flýtt fyrir þróuninni og eflt hana. Klarna var stofnað sem greiðslumiðlun, en það er sú leið sem mörg fyrirtækj- anna hafa farið af stað á því hún hefur verið auðveldust til þess. Síðan hafa umsvifin orðið meiri og flóknari með tímanum. Þess má svo geta að greiðslumiðlunin PayPal tilkynnti sl. föstudag að það mundi kaupa iZettle fyrir 2,2 milljarða dollara, sem er glórulaus upphæð,“ segir Gromek. Michal Gromek nefnir einkum tvennt þegar hann er spurður um helsta muninn á hefðbundnum banka og fjártæknifyrirtæki. „Starfsemi banka takmarkast venjulega af landa- mærum, hvort sem hann er sænskur, íslenskur eða pólskur. Á hinn bóginn höfum við til dæmis fyrirtæki eins og PayPal, TransferWise, sem býður upp á millifærslur yfir landamæri ódýrar og hraðar en bankar og svo debitkortafyrirtækið Revolut með hagstæðara greiðslugengi en hjá bönkum. Meginmunurinn er að starf- semi fjártæknifyrirtækja hættir ekki við þjóðarlandamæri, heldur teygir sig um allar jarðir. Þjónusta þeirra er og aðgengileg allar 24 stundir sólar- hringsins og biðtími fyrir viðskipta- vininn því enginn. Og vegna nýtækni- nnar sem fjártæknifyrirtækin nýta sér er starfsemi þeirra sveigjanlegri en bankanna. Styrkur fjártæknifyrir- tækja liggur í kröftugri einstaklings- miðaðri þjónustu, þau leggja sig fram um að svara þörfum viðskiptavinarins betur.“ Róttækar breytingar í fjármálaumhverfinu Fjártækni Bönkum stendur helst ógn af fjártæknifyrirtækjum á sviði ein- staklingslána. Talið er að fjármálaþjónusta muni taka miklum breytingum á næstu misserum með tilkomu snjalltækninnar. Fyrirlesari Michal Gromek segir starfsemi fjártæknifyrirtækja og hefðbundinna banka mjög ólíka.  Hefðbundnir bankar og fjártæknifyrirtæki þurfa að koma sér saman um sam- starf um samkeppni og viðurkenna tilverurétt hvert annars, segir Michal Gromek Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Ice- landair Group, er á leiðinni að tryggja sér kauprétt að 49% hlutafjár í portú- galska flugfélaginu SATA Internacio- nal, öðru nafni Azores Airlines. Þetta staðfestir talsmaður SATA við tímaritið Air Transport World. Félagið var hið eina sem sendi inn viljayfirlýsingu um kaup á hlutafénu sem SATA Group tilkynnti fyrr á árinu að það hygðist losa sig við. Fyrsta þætti söluferlisins er lokið en bréfin eru Loftleiðum föl fyrir að lág- marki 3,7 milljónir evra, um 450 millj- ónir króna. Óljóst er af fréttum hvort fleiri fyr- irtæki séu enn í söluferlinu, en til að fá aðild að því þurftu Loftleiðir að sýna fram á að félagið hefði fjárhagslega burði og rekstrarreynslu til að verða hluthafi í SATA. „Í framhaldi af greiningu viljayfir- lýsingar Loftleiða Icelandic var nið- urstaðan sú, að hinn mögulegi kaup- andi uppfyllti allar kröfur,“ segir talsmaður félagsins. Í næstu lotu söluferilsins þurfa bjóðendur að leggja fram rekstrar- áætlun fyrir félagið sem byggist á áframhaldandi flugi í Portúgal, Evr- ópu og til Bandaríkjanna ásamt sókn inn á fleiri markaðssvæði undir merkjum SAPA sem áætlunarfélags. Kveða verði á um endurnýjun í flug- flota félagsins. Væntanlegur kaupandi þarf að vera viljugur að leggja félaginu til 10 milljóna evra rekstrarlán er endur- greiðist á fimm árum. SATA Group rekur tvö flugfélög, SATA Internacional og svæðisfélagið SATA Air Açores. agas@mbl.is Með kauprétt á 49% í SATA Ljósmynd/Wikimedia Commons C.C. Airbus A320 Þota úr flugflota portúgalska flugfélagsins SATA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.