Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður áHótelÖrk ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum. Nú nýlega kom út skýrsla frá Íslands- banka um hlut gist- ingar sem kennd er við AirBnB í heildarsölu gistingar á Íslandi. Þar kom m.a. fram að áætlað er að heildar- velta í gistingu AirBnB nemi um 20 milljörðum árlega. Einnig kom fram að af rúmlega 3 þúsund aðilum sem bjóða gistingu í gegnum AirBnB eru um 300 skráðir á lögformlegan hátt. Gefi maður sér þær forsendur að mikil- virkustu gistiseljendur á AirBnB séu skráðir má samt ætla að seljendur 75% þjónustunnar eða sem nemur um 15 milljörðum séu óskráðir og greiði því ekki skatta eða önnur gjöld. Þarna er því líklega að finna allstóran hluta svarta hagkerfisins í landinu. Með lagabreytingu sem gerð var árið 2016 var sýslumanni falið eftirlit með skráningu gistingar sem kenndar eru við AirBnB. Sá sem hér ritar varaði við því og taldi vænlegra til árangurs að skráning og eftirlit yrði í höndum lögreglu. Hvað sem því líður er óskiljanlegt að þeir aðilar sem eiga að hafa eftirlit að lög- um eða eiga hagsmuna að gæta skuli ekki hafa tekið höndum saman til að koma böndum á ástandið. Hér á ég við ríki, borgaryfirvöld, löggæslu og Samtök ferðaþjónustunnar. Skeyt- ingarleysið er kannski skiljanlegt þegar horft er til þess að á fimm ár- um hefur sá sem hér ritar rætt þessi mál ítrekað við þá ráðherra sem ábyrgð eiga að bera á ferðamálum og framfylgd laga sem þar um gilda án nokkurra viðbragða. Ég hef hvatt til þess að lögreglu verði falið að leita uppi óskráðar gistieiningar þannig að hægt sé að skrá þær með lögform- legum hætti. Þessi tillaga hefur fallið í grýtta jörð og ráðherrunum hefur fundist mikil skelfing að lögreglu sé beitt með þessum hætti gagnvart borgurunum. Lögreglan heldur uppi sem betur fer eftirliti með umferð- arlagabrotum, ölvunarakstri og fleiru og þykir flestum gott og eðli- legt. Eru þá skattalagabrot eitthvað ómerkilegri en önnur brot? verður manni að spurn. Er mönnum líka sama um ójafna stöðu þeirra sem fara að lögum gagnvart þeim sem ekki standa skil á lög- bundnum gjöldum? Núverandi borgaryf- irvöld hafa verið jafn áhuga- og skeyting- arlaus og þeir ráð- herrar sem um hafa vél- að undanfarin ár. Áhuga-, skeytingar- og þekkingarleysið krist- allaðist nýlega í máli borgarfulltrúa VG og eins af forsetum borg- arstjórnar. Í máli henn- ar á fundi nýlega kom fram skiln- ingur á því að sýslumaður „nennti ekki“ að framfylgja eftirliti með skráningum gistieininga því þar væri ekki eftir miklu að slægjast. Upp- hæðirnar sem um ræðir (sjá m.a. hér að ofan) væru hreinasta smotterí. Viðkomandi borgarfulltrúi virtist kæra sig kollótta um að með skrán- ingu gistieininga sem atvinnu- húsnæði er greitt af húsnæðinu mun hærra fasteignagjald sem höfuð- borgin gæti örugglega notað í tómar fjárhirslur sínar. Ég man þá tíð að fulltrúar VG á þingi héldu langar ræður um tekjur sem ríkið afsalaði sér ef skattar lækkuðu. Í borginni virðist VG hins vegar vera alveg sama um innheimtu gjalda sem Reykjavíkurborg á fullan rétt á að lögum. Kannski er hér kom- in ein skýring á slæmri fjárhags- stöðu borgarinnar í miðju góðærinu. Menn nenna ekki að teygja sig eftir þeim krónum sem liggja beinlínis fyrir fótum þeirra þó um ærið fé sé að ræða. Er ekki rétt að gefa van- hæfninni og getuleysinu frí með því að skipta um meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur í komandi kosn- ingum? Af tittlingaskít og öðru smotteríi Eftir Þorstein Sæmundsson Þorsteinn Sæmundsson »Kannski er hér kom- in ein skýring á slæmri fjárhagsstöðu borgarinnar í miðju góð- ærinu. Menn nenna ekki að teygja sig eftir þeim krónum sem liggja bein- línis fyrir fótum þeirra. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. thorsteinns@althingi.is Á dögunum kallaði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir tillögum frá ráðu- neytinu um betri sam- setningar á biðlistum. Biðlistar eftir mjaðma- og hnjáskiptaliðaað- gerðum er nefnilega meira en tvöfaldur á við það sem hann á að vera og kostaði sam- félagið árið 2016 um 40 milljónir á viku fyrir utan þann sársauka sem sjúklingar upplifa með bein við bein mánuð eftir mánuð. Í dag geta þeir sjúklingar sem fara yfir þriggja mánaða biðtíma farið til útlanda og íslenska ríkið borgar og þeir sjúk- lingar sem eiga nægan pening geta oftast komist að á einkastofnunum. Þetta er ekki ásættanlegt ástand í landi sem lofar öllum viðunandi heil- brigðisþjónustu. Nú veit ég að Svandís bað bara um tillögur frá ráðuneytinu og um sam- setningar á listum og samvinnu en ég svara samt kalli þegar ég tel mig hafa eitthvað uppbyggilegt að segja. Árið 2016 vann ég í samvinnu við lokaverk- efnahóp minn í MBA- námi við Háskóla Reykjavíkur verkefni sem laut að því að út- rýma því vandamáli sem biðlistarnir eru. Við gerðum spálíkan sem spáir fyrir nauðsyn þessara aðgerða og bið- listinn mun margfaldast verði ekki gripið inn í með alvöru aðgerðum, fyrir utan allan þann gríðarlega kostnað sem er að hljót- ast vegna þeirra. Við spáðum þó ekki bara hörm- ungum, það hefði verið lítið verkefni í því. Við komum líka með lausn. Á Íslandi er ein aðalástæða þess að það gengur svona hægt á biðlistann sú að sjúklingum er fyrirfram gefinn tími en svo er raunin að oft þarf að fresta af því að aðstaðan sem er ætluð í að- gerðirnar er sama aðstaða og er fyr- ir bráðaaðgerðir. Í hópnum okkar var læknir sem í Svíþjóð hafði stýrt heilbrigðisein- ingu, en þar brjóta þeir upp heil- brigðiseiningar eftir sérhæfingu og hann benti okkur á að þar hefði til dæmis verið eining sem var tileinkuð þessum liðskiptaaðgerðum. Í Sví- þjóð eru biðlistar í eðlilegu horfi og þessar einingar bjóða heilbrigðis- starfsfólki upp á venjulegan níu til fimm vinnudag sem margir horfa til. Við erum með sjúkrahús með að- stöðu til að verða sérhæfð eining í þessum aðgerðum, eitt á Akranesi, eitt í Reykjanesbæ og það er meira að segja ónotuð aðstaða á Akureyri. Kostnaður við að breyta fyrirkomu- laginu er nokkur í byrjun en jafnar sig hratt og eftir fimm ár væri bið- listinn búinn að jafna sig og start- kostnaður búinn að borgast niður. Við höfum kynnt þetta tvisvar fyr- ir ráðuneytinu. Þeir vita um þennan möguleika og við höfum aldrei fengið önnur rök fyrir því að þetta sé ekki gert annað en að mögulega gæti orð- ið erfitt að manna ef þetta er ekki í Reykjavík. Það er ekki vandamál, það er hindrun sem er hægt að leysa sérstaklega ef við horfum til þess að mikið af heilbrigðisfólki vill losna af vöktum og þá er kannski hálftíma akstur í vinnu ekki óyfirstíganlegt eða þá að flytjast í þau ágætu bæjar- félög sem fyrir eru. Nú er tími aðgerða, hættið að koma með afsakanir, lagið þessa bið- lista einn, tveir og tíu! Eftir Silju Jóhannesdóttur Silja Jóhannesdóttir »Heilbrigðisráðherra leitar lausna varðandi biðlista. Hér er svarið. Höfundur er stjórnmálafræðingur og atvinnuþróunarráðgjafi. Skipar 1. sæti á S-lista Samfylkingar og annars félagshyggjufólks í Norðurþingi. Tími aðgerða er kominn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.