Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 12
Bókin sem er á náttborðinumínu núna heitir „f**k it –Do What You Love“. Ég rakst á hana í bókabúð í Nott- ingham í vetur. Hún var innarlega í búðinni, í neðsta rekka, nánast falin bak við aðrar bækur. En hún kallaði á mig einhverra hluta vegna og ég keypti hana. Ég keypti líka í sömu búð „Leading“ eftir Alex Ferguson sem ég las áð- ur en ég gaf góðum manni hana í afmælisgjöf. Það var áhugavert að lesa bók- ina eftir Ferguson, manninn sem gerði magnaða hluti með Man- chester United. Og það er líka áhugavert að bera þessar tvær bækur saman. Eða öllu heldur Hugleiðingar um heilsu og hamingju Eltu hjartað Morgunblaðið/Golli Njóttu ferðalagsins Guðjón Svansson gudjon@njottuferdalagsins.is Gaman Það er gefandi og skemmtilegt að taka þátt í leik og starfi barna sinna. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 danska markaðnum, erum við líka með nokkrar uppskriftir á ensku. Það er rosalega mikil prjónamenning í Dan- mörku og Noregi og reyndar í Fær- eyjum líka. Þegar ég var unglingur var ekki mjög vinsælt að prjóna, en svo kom hálfgerð prjónasprengja kringum 2010, sem kann að helgast af hruninu tveimur árum áður, og núna eru rosa- lega margar ungar konur sem prjóna á börnin sín.“ Sjálf lærði Sjöfn að prjóna þeg- ar hún var 13 ára og var það ekki al- veg átakalaust. „Ég var örvhent þannig að mamma gafst upp á að kenna mér. Þess vegna er ég gamla handavinnukennaranum mínum í grunnskóla ævarandi þakklát fyrir að hafa ekki gefist upp á mér og kennt mér að prjóna rétthent, enda getur flækt málin að þurfa að prjóna í öfuga átt,“ segir Sjöfn og bætir við að hún hafi einnig lært töluvert í prjónaskap og handmennt þegar hún stundað nám á hönnunar- og text- ílbraut Fjölbrautaskólans í Breið- holti forðum daga. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Hún hannar og prjónar.Hann sér um tæknina ogfjármálin. Hún er fiðrildi.Hann er excelmaður. Hennar orð. Hún heitir Sjöfn Krist- jánsdóttir og er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði og for- stöðumaður dægradvalar við Vatns- endaskóla. Hann heitir Grétar Karl Arason og er viðskiptastjóri hjá Sím- anum. Þau eru teymið á bak við Petit Knitting, netverslun sem þau settu á laggirnar í fyrra, og selja stakar prjónauppskriftir að barnafatnaði. „Pínu bylting frá því að fólk þurfi að kaupa blað eða bók þótt það ætli bara að prjóna eina flík,“ segir Sjöfn. Þrátt fyrir að búa sjálf til uppskrift- irnar á vefsíðunni, petitknitting.is, og prjóna hverja einustu flík, kveðst hún aldrei hafa kunnað að fara almennilega eftir uppskriftum. Nema sínum eigin eins og gefur auga leið. Þær prjónar hún af fingrum fram. „Ég geri mér far um að hafa uppskriftirnar svo ítarleg- ar að ekki einu sinni byrjendur ættu að fipast. Til vara bendi ég kaupendum stundum á myndbönd þar sem hægt er að sjá hvernig flókin mynstur, úr- tökur og aðrar prjónakúnstir eru gerð- ar, lykkju fyrir lykkju.“ Fyrirsæta og tilvonandi fyrirsæta Hugmyndin að Petit Knitting fæddist fyrir rúmu ári í fæðingarorlofi Sjafnar með son þeirra, Ara Sjafnar, og fór vefsíðan í loftið í mars í fyrra. „Ég var alltaf að hanna og prjóna ung- barnafatnað, bæði á meðgöngunni og eftir fæðinguna. Flíkurnar vöktu mikla athygli og þegar Grétar varpaði því fram að gera eitthvað úr öllum þessum prjónaskap, kviknaði hugmyndin að netverslunni. Ari, sem er að verða tveggja ára, hefur frá upphafi gegnt mjög þýðingarmiklu hlutverki í fyrir- tækinu því hann hefur verið aðal- fyrirsætan hjá okkur. Núna er hann að komast á þann aldur að geta sjaldan verið kyrr þegar ég er að taka af hon- um myndir.“ Á Sjöfn má sjá að ekki er langt að bíða þess að önnur fyrirsæta líti dags- ins ljós. Þau Grétar vita ekki enn hvort kynið er, en segja hana eða hann ætti að geta hafið störf í október. Hins veg- ar er Saga Sjafnar, tólf ára dóttir þeirra, orðin of gömul í fyrirsætustörf- in því fatnaðurinn er oftast fyrir 0 til 10 ára. Sumar flíkurnar, til dæmis djöfla- húfan, henta þó bara börnum yngri en 3ja ára. „Ég prjónaði á Sögu þegar hún var lítil, en nenni því ekki lengur því hún er orðin svo stór. Ég bæti henni það upp þegar fyrirtækjarekst- urinn verður okkar aðalstarf,“ segir Sjöfn. Prjónamenning hér og þar Upp úr dúrnum kemur að það er einmitt markmiðið þegar fram líða stundir. Að færa út kvíarnar og fara í útrás. Þess vegna völdu þau fyrirtæk- inu stutt og þjált ensk nafn, en ekki ís- lenskt. „Við bjóðum upp á 62 upp- skriftir í íslensku netversluninni og þeim fjölgar stöðugt. Í haust opnuðum við danska vefsíðu í samstarfi við vin- konu okkar, Ólöfu Ingu Stefánsdóttur, sem býr í Danmörku og er þegar búin að þýða 46 uppskriftir á dönsku. Þótt við einbeitum okkur að íslenska og Prjónauppskrift er stærðfræðikúnst Styrkleikar þeirra Sjafnar Kristjánsdóttur og Grétars Karls Arasonar eru sinn á hvoru sviðinu og því var augljóst hvernig verkaskiptingin yrði þegar þau stofn- uðu netverslun með prjónauppskriftir fyrir rúmu ári. Þótt Grétar kunni ekkert að prjóna er hann orðinn vel viðræðuhæfur um flest sem lýtur að prjónaskap og eru þau Sjöfn með ýmsar hugmyndir á prjónunum, t.d. að færa út kvíarnar og fara í útrás. Morgunblaðið/Hari Fjölskyldan Sjöfn og Grétar Karl ásamt Ara Sjafnar, sem hefur stundað fyrirsætustörf nánast frá fæðingu. Fínn Ari Sjafnar tekur sig vel út í prjónaföt- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.