Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018
✝ Ólafur ÁsbjörnJónsson fædd-
ist í Keflavík 4.
janúar 1937. Hann
lést þann 9. maí
2018 á Landspít-
alanum við Hring-
braut.
Foreldrar hans
voru þau Jón Guð-
mundsson, fæddur
2. febrúar 1912,
látinn 5. maí 1970
og Rebekka Friðbjarnardóttir,
fædd 17. júlí 1911, látin 3. mars
1995.
Ólafur átti sex systkini.
Guðný og Erna eru nú látnar
en eftirlifandi eru Sigurður,
Ragnar, Sólveig og Gunnar.
Þann 31. desember 1958
kvæntist Ólafur eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Emmu Hönnu
Einarsdóttur frá Krosshúsum í
Grindavík, fædd 30. september
1939. Foreldrar hennar voru
Einar Einarsson, fæddur 24.
maí 1903, látinn 12. júlí 1962
og Ellen Einarson (Poulsen),
fædd 2. febrúar 1905, látin 9.
september 1988.
Börn Ólafs og
Emmu eru:
a) Einar Ásbjörn,
fæddur 7. júní
1959, maki Elfa
Hrund Guttorms-
dóttir. Börn: Emma
Hanna, Harpa
Hrund, Eva Sól og
Ólafur Hrafn. Eiga
þau eitt barnabarn.
b) Ólafía, fædd
14. nóvember 1960,
maki Gísli Matthías Eyjólfsson.
Börn: Eyjólfur, Rebekka og
Harpa Rós. Eiga þau 5 barna-
börn.
c) Jón Sigurbjörn, fæddur
22. desember 1964, maki Jón-
ína Steinunn Helgadóttir. Börn:
Ellen Agata, Helga Rún og Ólöf
Birna. Eiga þau eitt barnabarn.
Mestan part ævi sinnar
stundaði Ólafur verslunarstörf,
rúm 20 ár í Fríhöfninni, rak
verslunina Búbest en síðustu á
starfsævinnar vann hann hjá
Icelandair.
Útför Ólafs fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, þriðju-
daginn 22. maí 2018, kl. 13.
Elsku pabbi,
í upphafi þessa árs hefði ég
ekki getað ímyndað mér að ég
þyrfti að skrifa minningargrein
um þig. Áfallið er mikið og ég veit
ekki hvernig ég á að byrja. Í byrj-
un apríl, saman í Orlando, óraði
mig ekki fyrir að við ættum bara
þrjár vikur eftir saman í þessu lífi.
Við vissum ekki hversu veikur þú
varst orðinn en innst inni er ég
viss um að þig hafi grunað það þó
svo að staðfestingin á því hafi ekki
komið fyrr en fyrir stuttu síðan.
Elsku pabbi, það er svo sárt að
geta ekki komið til þín og talað við
þig. Þú varst ekki bara pabbi
minn, þú varst mér allt. Ég, ásamt
öllum öðrum, gat komið og fengið
ráð frá þér eða ómetanlega hjálp.
Pabbi, mig langar til þess að
þakka þér fyrir hvernig þú dekr-
aðir alltaf við börnin mín og gafst
þér alltaf tíma til að hjálpa þeim.
Ég er þakklát og glöð í hjarta
mínu að hafa fengið að eyða síð-
ustu nóttinni með þér á spítalan-
um, bara við tvö og þeirri stund
mun ég aldrei gleyma, elsku pabbi
minn.
Ég gæti talið upp endalaust af
fallegum minningum um þig en ég
mun geyma þær í mínu hjarta. Ég
hefði ekki getað fengið betri
pabba en þig, þú varst einfaldlega
bestur. Ég mun passa upp á
mömmu fyrir þig. Líf okkar verð-
ur ekki eins án þín. Ég elska þig
og sakna meira en orð fá lýst. Þín
dóttir,
Ólafía Ólafsdóttir
Elsku pabbi.
Ekki átti ég von á því að þrem-
ur vikum eftir að ég aðstoðaði þig
heim frá Florída yrðir þú farinn
frá okkur. Á svona stundum rifj-
ast upp gamlar og góðar minning-
ar. Gaman var að koma heim á
Baugholtið að horfa á eða ræða
um íþróttir hverjar sem þær voru.
Þú hafðir gaman af flestum íþrótt-
um, þó sérstaklega fótbolta,
körfubolta og handbolta. Við fór-
um á óteljandi fótboltaleiki saman
bæði hér heima og erlendis og
stendur hún upp úr ferðin sem við
fórum í núna í mars s.l. þar sem
við fórum að horfa á uppáhalds-
liðið þitt, Manchester United, á
Old Trafford. Það verður skrítið
að fara á Nettóvöllinn og horfa
okkar lið, Keflavík, og sjá þig ekki
á þínum stað í stúkunni. Margar
skemmtilegar stundir áttum við
saman á golfvellinum bæði í Leir-
unni og í Ventura. Þú varst góður
golfari og sást alltaf eftir því að
hafa ekki byrjað fyrr því þér þótti
þetta svo gaman. Hjálpsemi var
þér í blóð borinn. Það var alltaf
hægt að biðja þig um aðstoð með
hvað sem var. Þú varst alltaf
reiðubúinn hvort sem það var fyr-
ir mig, stelpurnar mínar eða bara
fólkið í kring um þig, þetta var
aldrei neitt mál. Nei var ekki til í
þinni orðabók. Ég þakklátur fyrir
að þú hafir kennt mér að bera
virðingu fyrir fólki. Það gerðir þú
svo sannarlega.
Lífið verður fátæklegra án þín
en minning þín lifir og ég skal
gera allt sem ég get til að hugsa
um hana mömmu. Ég skal meira
segja taka í spil með henni en ég
veit ekki hvort spilareglurnar
verða þar sömu.
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Þinn sonur,
Jón Sigurbjörn
Elskulegur tengdafaðir minn
lést eftir stutt en erfið veikindi á
Landspítalanum þann 9. maí s.l.
Ólafur Ásbjörn var einstakur
maður sem okkur fjölskyldunni
þótti afar vænt um. Í 24 ár hef ég
þekkt þennan sómamann. Ég
fann strax hversu velkomin ég var
inn á heimili tengdaforeldra
minna og þau hjónin voru alltaf til
í gott spjall við eldhúsborðið á
Baugholtinu. Emma og Óli voru
dugleg að passa barnabörnin og
þau voru ætíð velkomin til afa og
ömmu þar sem dekrað var við þau
í hvívetna. Þessar minningar sem
þau eiga um afa sinn eru dýrmæt-
ar. Samvera fjölskyldunnar skipti
þau hjónin miklu máli og nánari
fjölskyldu er erfitt að finna.
Söknuðurinn er mikill en minn-
ing um góðan mann lifir í hjörtum
okkar um ókomna tíð.
Elsku Óli minn, hafðu þökk fyr-
ir allt.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þín tengdadóttir
Elfa Hrund Guttormsdóttir
Hann afi okkar var einstakur
maður, tók ávallt á móti okkur
með opinn faðminn og bros á vör.
Afi vildi allt fyrir alla gera og ætl-
aðist aldrei til neins til baka. Hann
kenndi okkur að kærleikurinn er
sterkasta aflið hér á jörðu og er
það heilræði sem við systkinin
tökum með okkur inn í komandi
tíð. Þeir eru ófáir bíltúrarnir sem
afi tók þegar barnabörnin þurftu
að komast á milli staða, það var
undantekningarlaust alltaf hægt
að stóla á hann afa okkar. Sam-
band þeirra ömmu og afa var ein-
stakt og fallegt, í öll þau rúm sex-
tíu ár sem þau voru saman. Amma
og afi voru alltaf með allskonar
gúmmelaði í boði, hvort sem það
var bakkelsi úr bakaríinu, smurt
brauð eða jólakaka. Ristað brauð
með marmelaði var í miklu uppá-
haldi og það var alltaf mikil eft-
irvænting í lofti þegar við systk-
inin fórum í pössun hjá ömmu og
afa því þar gilda allt aðrar reglur.
Ís og Hershey’s súkkulaði var í
miklu eftirlæti hjá afa okkar og
það leið ekki kvöldstund án þess
að hann fengi sér sætindi. Við
barnabörnin vorum dugleg að
læðast í nammiskápinn þegar
enginn sá til og smakka á sælgæt-
inu. Það er okkur ofarlega í huga
þegar amma og afi komu heim frá
Flórída þar sem þau dvöldu lengi í
senn, það var svo gott að fá þau
heim og þau bæði svo glöð með líf-
ið og tilveruna.
Það er sárt að sjá afa fara en
gott er að vita að hann þjáist ekki
meir. Við vorum einstaklega
heppin með afa og minning hans
mun lifa í hjörtum okkar alla tíð.
Við elskum þig.
Þó ég sé látinn,
harmið mig ekki með tárum.
Hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta.
Ég er svo nærri
að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur,
þó látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið
og syngið með glöðum hug
sál mín lyftist upp í mót
til ljóssins.
Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur.
Og ég, þó látinn sé
tek þátt í gleði ykkar í lífinu.
(Kahlil Gibran)
Þín barnabörn,
Harpa Hrund, Eva Sól og
Ólafur Hrafn Einarsbörn.
Elsku besti afi minn.
Það var enginn betri en þú, ein-
faldlega með hjarta úr gulli og
með fallegustu sál sem hugsast
getur. Allar þær stundir sem við
áttum saman í gegnum árin okkar
er ég ævinlega þakklát fyrir. Ég
elskaði að eiga samræður við þig
um körfuboltann, þar sem þú
hélst með Keflavík og ég með
Njarðvík. Sannari Keflvíking er
erfitt að finna. Við áttum oftar en
ekki miklar rökræður um liðin
okkar og þú æstir oftar en ekki
upp mitt græna hjarta. Ég náði
líka að æsa þitt bláa hjarta, við
elskuðum bæði þessar rökræður
sem endaði oftast með hlátri.
Þú varst fyrsti maðurinn sem
ég hringdi í ef mig vantaði hjálp.
Traustari mann var vart hægt að
finna og ég gat treyst þér fyrir
öllu. Þú gerðir allt sem í þínu valdi
stóð til þess að láta mér líða vel.
Þú hugsaðir um hag fjölskyldunn-
ar umfram allt annað.
Ég er ótrúlega þakklát að
Leonard Aron hafi fengið að
kynnast langafa sínum og ég mun
á hverjum degi halda minning-
unni um þig á lofti við hann. Þú
varst fyrstur manna tilbúinn til að
leika við hann í bílaleik tímunum
saman og varst barn inni í þér. Öll
barnabörnin elskuðu þig meira en
allt því þú gafst þeim tíma þinn
skilyrðislaust. Minningarnar sem
ég á um þig og Leonard munu
sitja fast í huga mínum og hjarta.
Mér finnst um leið ótrúlega erfitt
að hugsa til þess að væntanlegt
barn sem er að koma í heiminn fái
ekki að njóta samveru þinnar í líf-
inu.
Elsku afi, ég kveð þig með
miklum söknuði en minningar lifa
að eilífu í hjarta mínu. Ég mun
passa nöfnu mína, hana Emmu
Hönnu, þína.
Elska þig.
Þín,
Emma Hanna yngri
Elsku afi okkar.
Nú þegar þú ert farinn frá okk-
ur sitjum við systur hér saman og
rifjum upp allar þær minningar
sem við geymum í hjarta okkar.
Þú varst okkar besti vinur og
gátum við alltaf leitað til þín sama
hvað bjátaði á, hvort sem það var
að skutla okkur í vinnu eða að lána
okkur nokkra aura.
Það var alltaf gott að koma í
heimsókn á Baugholtið til þín og
ömmu, koma í morgunkaffi og fá
ristað brauð og svart vatn, eins og
þú kallaðir það því mamma og
pabbi máttu ekki vita að við hefð-
um fengið gos með morgunmatn-
um.
Það var heldur betur hægt að
hlæja að þér þegar þú varst tólfti
leikmaðurinn í liði Manchester
United eða Keflavík og spilaðir
með þeim í gegnum sjónvarps-
skjáinn.
Þú varst með hjarta úr gulli og
vildir engum illt. Það kemur ber-
sýnilega í ljós eftir að þú kvaddir
okkur og fólkið í kringum okkur
rifjar upp fallegar, fyndnar og
skemmtilegar sögur um þig.
Við lofum að passa vel uppá
ömmu.
Tárin eru dýrmætar daggir,
perlur úr lind minninganna.
Minninga sem tjá kærleika og ást,
væntumþykju og þakklæti
fyrir liðna tíma.
Minninga sem þú einn átt
og enginn getur afmáð
eða frá þér tekið.
Tárin mýkja og tárin styrkja.
Í þeim speglast fegurð minninganna.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þínar,
Ellen Agata, Helga Rún
og Ólöf Birna
Elsku afi minn.
Einstakur eiginleiki þinn til
þess að vera án aldurs hefur ein-
kennt þig í gegnum lífið. Þú gast
verið jafnaldri tveggja ára barns
þegar þess þurfti, unglingur eins
og hinir og fullorðinn eins og ég
við kaffiborðið. Þú varst allra og
aðdáun okkar á þér er mikil. Í dag
þegar ég skrifa þessi orð til þín er
ég viðkvæmur maður með brostið
hjarta sem saknar þín afar mikið.
Hetjulega barðist þú mun leng-
ur en greiningartími veikinda
þinna sagði til um. Fram hefur
komið innan fjölskyldunnar að þú
hafir verið hörkutól, að berjast við
krabbamein án þess að vita af því.
Áfallið dundi svo yfir og á tæpum
þremur vikum varstu tekinn frá
okkur öllum. Afi, hver á að sækja
mig í vinnuna núna?
Þú birtir til í mínu lífi. Óeig-
ingirni þín í minn garð var ótak-
mörkuð og þú vildir allt fyrir mig
gera. Saman höfum við átt marg-
ar innihaldsríkar samræður um
lífið, tilveruna, pólitíkina og jafn-
vel fótboltann svona í seinni tíð.
Þú hafðir áhuga á því hvað ég
hafði að segja. Þú æstir mig oft
upp og ég varð pirraður við mat-
arboðið en svo brostir þú út í ann-
að. Afi, við hvern á ég að rökræða
núna í morgunkaffinu um málefni
líðandi stundar?
Með greiðuna að vopni hélstu
út í daginn, alltaf vel til hafður þó
leiðin hafi einungis legið í mat-
vörubúðina. Þú varst þér alltaf til
sóma, líka þegar þú varst í heim-
sóknum hjá öðrum að horfa á fót-
boltaleiki og tókst sjálfur þátt upp
í sófa. Sparkandi út í loftið og með
orðbragð sem við barnabörnin
urðum agndofa yfir. Þú ert okkar
eigin Sir Alex Ferguson, jafn-
dýrkaður af okkur eins og hann af
stuðningsmönnum Manchester
United.
Afi sem sögumaður var hlið af
þér sem við barnabörnin fengum
að kynnast. Það var eftirsótt að fá
að sofa heima á Baugholti hjá
ykkur ömmu, meðal annars vegna
þeirrar staðreyndar að þú myndir
segja okkur söguna af Búkollu,
rétt fyrir svefninn. Það sem þótti
mest spennandi við þessa sögu
var að hún breyttist á hverju
kvöldi og var aldrei sögð með
handriti heldur hugarflugi þínu að
vopni.
Einstakt samband ykkar
ömmu var eftirtektarvert. Þið
hafið verið gift í 60 ár upp á dag
næstkomandi gamlársdag sem er
ótrúlegt afrek. Þegar ég eignast
mann þá ætla ég að reyna að
vinna eftir ykkar uppskrift að far-
sælu hjónabandi. Þið voruð eitt og
þú hugsaðir um ömmu eins og
kóngurinn sér um drottninguna
sína í ævintýrunum. Þú varst fjöl-
skyldumaðurinn sem vildir að öll-
um liði vel.
Afi minn, þú varst ótrúlegur
maður og ég get ekki lýst því
nægilega með orðum hversu
þakklátur ég er fyrir að eiga þig
sem fyrirmynd mína. Takk fyrir
það. Hjartað mitt er fullt þakk-
lætis til þín. Sonur minn fékk að
kynnast þér og upplifa í tæp ellefu
ár. Þú varst í hans augum magn-
aður, eins og í augum okkar allra.
Elsku afi, það er komið að
kveðjustund. Það eru þung skref
sem við stígum í dag og lífið verð-
ur ekki eins án þín. Ég lofa þér því
að halda vel utan um ömmu fyrir
þig. Elsku afi, takk fyrir að vera
stoð mín og stytta. Ég elska þig
óendanlega mikið og sakna þín
enn meira.
Þitt barnabarn,
Eyjólfur Gíslason
Elsku besti afi minn,
frá því að ég var lítið manna-
fæluóargadýr vorum við bestu
vinir.
Þessi 28 ár upp á dag eru mér
ómetanleg. Ég er svo þakklát fyr-
ir að eiga þig sem fyrirmynd í líf-
inu. Góðhjartaðri mann er ekki
hægt að finna, blíður, bóngóður og
vinur allra. Stríðnispúki með
húmorinn í lagi, já, það var alltaf
líf og fjör í kringum þig.
Fjölskyldumaður mikill og í
gegnum súrt og sætt varst þú allt-
af til staðar fyrir mig og okkur öll
barnabörnin. Þvílíkur lúxus að
eiga einkabílstjóra sem ekki ein-
ungis keyrði okkur bæinn endi-
langan heldur skrifaði uppá ávís-
anir svo við gætum farið í bíó eða
keypt nammi.
Ólafur Ásbjörn
Jónsson
Ástkær eiginkona mín, systir, mágkona og
frænka,
HILDUR EÐVARÐSDÓTTIR
frá Brautartungu,
Skagabraut 48,
Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi 13. maí.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
29. maí klukkan 13.
Eiríkur Sveinsson
Margrét Kristjánsdóttir Helgi Hannesson
Sveinn Gunnar Eðvarðsson Anna E. Rafnsdóttir
Guðni Eðvarðsson Halldóra Ingimundardóttir
og systkinabörn
Okkar ástkæri,
REYNIR JÓNASSON,
fv. aðst.bankastjóri,
Birkihæð 12,
Garðabæ,
sem lést mánudaginn 14. maí, verður jarðsunginn í
Kópavogskirkju fimmtudaginn 24. maí klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Elín Þórhallsdóttir
Gunnar Ólafur Bjarnason Sigrún Sigfúsdóttir
Jónas Reynisson Hanna Lára Helgadóttir
Þórhallur Haukur Reynisson Kristín Jónasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir samhug og hlýju við
andlát og útför
JÓHÖNNU KARLSDÓTTUR,
Víðihlíð 15, Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkra-
húsanna á Sauðárkróki og Akureyri.
Karl Bjarnason
Grétar, Annika, Hanna Maja
Reynhildur
og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN KRISTÍN SIGURJÓNSDÓTTIR,
Dídí,
Gnoðarvogi 28,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 5.
maí.
Útför hennar fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins við
Háteigsveg í Reykjavík miðvikudaginn 23. maí klukkan 14.
Hólmfríður Þórarinsdóttir Jón Þórir Jóhannesson
Valdimar Ingi Þórarinsson
Elísabet Guðrún Þórarinsdóttir
og fjölskyldur