Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 16
MOSFELLSBÆR S VEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Í Mosfellsbæ búa 10.550 manns, þar af um 7.500 á kjörskrá. Íbúum hefur fjölgað um 16,9% á kjörtímabilinu, hraðast allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélagið er það næststærsta á höfuðborgarsvæðinu að flatarmáli, og það dreifbýlasta. Átta framboð eru í bænum og bítast þau um níu sæti í bæjarstjórn. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Mikill uppgangur hefur verið í Mosfellsbæ síðustu árin. Þar búa nú rúmlega 10.500 manns, en íbú- um hefur fjölgað um 16,9 prósent á kjörtímabilinu, hraðar en í nokkru öðru sveitarfélagi á höfuðborgar- svæðinu. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi vexti og að í lok árs 2024 búi 13.500 í bænum Átta framboð eru til bæjar- stjórnar í Mosfellsbæ þetta árið. Sjálfstæðismenn hafa ráðið lögum og lofum í bænum frá árinu 2002 og átt bæjarstjórann síðan. Þrátt fyrir að vera með hreinan meiri- hluta í bæjarstjórn, fimm menn af níu, er flokkurinn í meirihluta- samstarfi með Vinstri grænum sem eiga einn fulltrúa. Flokkarnir átta sem bjóða fram nú eru Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, fram- boð Íbúahreyfingarinnar og Pír- ata, Vinir Mosfellsbæjar, Mið- flokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn. Þó bæjarbúum hafi fjölgað mikið að undanförnu er nægt rými til áframhaldandi uppbyggingar. Mosfellsbær er næststærsta sveit- arfélag höfuðborgarsvæðisins að flatarmáli, um 194 ferkílómetrar, og þeirra dreifbýlast. Skipulag í sérflokki Bærinn býr að miklu bygging- arlandi. Samkvæmt aðalskipulagi bæjarins, sem gildir til ársins 2030, eru þéttbýlismörk skilgreind frá Leirvogsá að bæjarmörkunum við Reykjavík, en landsvæðið þar á milli er að miklu leyti óbyggt. Í aðalskipulaginu segir að lögð skuli áhersla á sérstöðu og sjálf- stæði Mosfellsbæjar með góðum tengslum við aðliggjandi útivist- arsvæði og náttúru. Bærinn verði áfram útivistarbær þar sem íbúar eru í snertingu við náttúruna á auðveldan og fjölbreyttan hátt. Ný hverfi hafa sprottið upp í útjaðri bæjarins. Leirvogstunga og Helgafellsland eru meðal þeirra nýjustu og teygja þau sig enn lengra frá höfuðborginni en bæj- arkjarninn. Segja má að stefna bæjaryfirvalda í skipulagsmálum gangi að einhverju leyti þvert á ríkjandi strauma í skipulags- málum nágrannasveitarfélaga þar sem áhersla er á þéttari byggð með þjónustu í göngufæri. Leikskólamál eru fyrirferðar- mikil í sveitarstjórnarkosningum og þar er Mosfellsbær engin und- antekning. Í bænum eru sjö leik- skólar, sá nýjasti Leirvogstungu- skóli en hann var opnaður árið 2011 og eru 70 börn í skólanum. Líney Pálsdóttir er aðstoðarleik- skólastjóri Leirvogstunguskóla. Hún segir það sína tilfinningu að skólamál hafi aldrei verið jafnfyr- irferðarmikil í umræðunni og um þessar mundir. Helstu áskoranir sem leikskólinn stendur frammi fyrir séu þær sömu og víðast ann- ars staðar. „Það er engin launung að það er erfitt að fá leikskólakennara til starfa,“ segir Líney. Sex útskrif- aðir leikskólakennarar vinna í skólanum en flestir starfsmenn eru ófaglærðir. Líney segir skóla- stjórnendur þó meta starfsmenn mikils. „Fólk sem ræður sig til starfa á leikskóla ræður sig af ein- skærum áhuga og hugsjón. Það er ekki gróðavonin sem heldur í það.“ Hún segir mestu skipta að laun kennara séu hækkuð. „Þann- ig löðum við að starfsfólk.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mosfellsbær Þar búa nú rúmlega 10.500 manns. Íbúum fjölgaði um 16,9% á kjörtímabilinu. Gert er ráð fyrir að í lok 2024 búi 13.500 íbúar í bænum. Mosfellsbær vex í allar áttir  Íbúum fjölgar hratt og byggð blæs út  Nokkur ný hverfi í byggingu  Skólamál fyrirferðarmikil í umræðunni  Búist við 13.500 íbúum árið 2024 Ljósmynd/Aðsend Líney Pálsdóttir, aðstoðarleik- skólastjóri Leirvogstunguskóla. Morgunblaðið/Ómar Gljúfrasteinn Hús Laxness er eitt helsta kennileiti bæjarins.  „Ætli það sé ekki helst ástandið á íþróttavöllum og íþróttahúsinu. Það er enn spilað á dúkum í handbolt- anum og blakinu meðan flest önnur félög hafa fært sig yfir á parketið,“ segir Ragnar Bjarni Hreiðarsson, ungur Mosfellingur, spurður hvað mætti helst gera fyrir ungt fólk í bænum. Hann er annars hæstánægður með bæinn sinn og segir gott að vera ungur í Mosfellsbæ. „Þetta er æðislegur staður, flottur bær og ég gæti ekki hugsað mér að búa ann- ars staðar.“ Rólegt og rómantískt Helstu kostir bæjarins eru, í aug- um Ragnars, hve allt er rólegt og afslappað. „Ef þú vilt gera eitthvað, þá gerirðu það. Maður er frjáls í Mosó,“ segir hann. Aðspurður segist Ragnar telja al- menningssamgöngur á svæðinu ágætar en segir skort á ódýru hús- næði vandamál fyrir ungt fólk. „En það er verið að byggja á fullu hér í bænum, til dæmis í Leirvogs- tungu.“ Ragnar hefur síðasta árið verið formaður Nemendafélags Fjöl- brautaskólans í Mosfellsbæ og læt- ur vel af skólahaldinu. Prófum er lokið í FMos og nemendur komnir í sumarfrí, en Ragnar var kominn til vinnu við malbikun hjá Loftorku þegar blaðamaður náði tali af hon- um „Stemmingin í skólanum er mjög góð. Það sem stóð upp úr var klárlega nýnemaballið. Það var fjöl- mennt og skemmtilegt.“ Ljósmynd/Aðsend Ragnar Bjarni Hreiðarsson. „Maður er frjáls í Mosó“ Salome Þorkelsdóttir man tímana tvenna úr Mosfellsdalnum. Hún er meðal frumbyggja bæjarins. Fædd í Reykjavík en fluttist í Mosfellsdal- inn árið 1948, þá 21 árs og nýgift. Á þeim tíma bjuggu um 600 manns í Mosfellssveit. Sveit í bæ „Þetta var dreifbýlisbær og hér þekktu allir alla,“ segir Salome. Helstu atvinnuvegir bæjarins hafi verið búskapur og garðyrkja. Eig- inmaður hennar, Jóel Kristinn, var einmitt garðyrkjumaður og rak garðyrkjustöð. Hún segir breytingarnar á bæn- um þessa áratugi miklar og að- allega til góðs. „Já, mikil ósköp. Hann hefur breyst og þróast eins og samfélagið.“ Salome segir bæinn afar fal- legan. „Hann býr að því að vera sambland af sveit og bæ, sér- staklega Reykjahlíðin. Bærinn er gróðursæll og hefur mörg útivist- arsvæði.“ Spurð hvort hún sakni einhvers úr gamla bænum, segist hún helst sakna Reykjahlíðarinnar, þar sem hún bjó til sextíu ára eða þar til eig- inmaðurinn lést 2007. Hún uni sér þó vel í þjónustuíbúðinni sem hún býr í að Eiðhömrum í miðbæ Mos- fellsbæjar. Aðspurð segist hún trúa því að bærinn geti haldið sérkennum sín- um þrátt fyrir áframhaldandi fjölg- un íbúa. Nóg sé af landrými og bær- inn hafi næg útivistarsvæði. Salome var sæmd titilinum heið- ursborgari Mosfellsbæjar árið 2007 og deilir þeim titli með Jóni M. Guð- mundssyni og Halldóri Laxness. Hún segir útnefninguna hafa komið flatt upp á sig. „Ég tók á móti þeim heiðri með hrærðum hug og þakk- látum. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í því að byggja upp þenn- an bæ,“ segir Salome en hún sat í hreppsnefnd fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í 16 ár áður en hún fór á þing. alexander@mbl.is Mosfellsbær hefur haldið sér- kennum sínum sem sveit í borg  Salóme Þorkelsdóttir hefur búið í Mosfellsbæ í 70 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.