Morgunblaðið - 22.05.2018, Side 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28
220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500
www.isfell.is, isfell@isfell.is
Höfum á lager mikið úrval af alskyns vinnufatnaði, hífi- og festingabúnaði, krönum og talíum, snjókeðjum,
pökkunarlausnum og fallvarnarbúnaði. Í vörulistanum á www.isfell.is er að
finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur.
Vinnufatnaður Hífilausnir Kranar og talíur Snjókeðjur Pökkunarlausnir Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna!
Sjúkdómasögur eru
vinsælt fjölmiðlaefni,
á hvaða formi sem
það er, og er þá bæði
átt við langvinna sjúk-
dóma og jafnvel
óvenjulega eða sjald-
gæfa sjúkdóma, sjúk-
dóma sem hrjá frægt
fólk, eða fötlun fólks.
Sá langveiki eða fatl-
aði tekur oft á sig
form hetjunnar, (sbr.
rannsóknir í fötl-
unarfræðum á staðal-
ímyndum fatlaðs fólks
í fjölmiðlaefni, aðrar
má nefna hinn hættu-
lega og ofbeldisfulla
og snillinginn) sá sem
yfirstígur erfiðleikana
og stendur uppi sem
sigurvegari – eða lýt-
ur í lægra haldi – en
er samt sigurvegari.
Dæmi: „...hafði verið
mikill sjúklingur í mörg ár en stóð
ávallt uppi sem sigurvegari.“ Annað
dæmi um frekar hlutlausa nálgun
blaðamanns: „...ræðir um veikindin
á yfirvegaðan hátt og það er ekki
að heyra á X vorkunnsemi eða upp-
gjöf. X talar um þessar staðreyndir
sem ekki verða umflúnar og segir
hlutina umbúðalaust.“
Um viljastyrkinn
og jákvæðnina
Erum við að þagga niður þján-
inguna? Dæmi: „...alltaf varstu kát/
ur og hress þó að í enda dagsins
hafirðu aldrei bugast...“ Við-
urkennum við ekki lengur þján-
inguna sem fylgir erfiðum sjúk-
dómum eða fötlun. Erum við að
normalisera hana? Dæmi: „...fékk
erfiða sjúkdóma til að sigrast á.“
Annað dæmi: „... en alltaf fór X í
gegnum í gegnum þá með jákvætt
hugarfar og sannaði það svo sann-
arlega að með viljastyrk og já-
kvæðni er hægt að komast í gegn-
um allt.“ Má ekki kvarta og
kveina? Það er eins og samfélagið
hafi ákveðið óþol fyrir þjáningum
þótt þar sé vissulega einnig sam-
kennd að finna. Hverjum gæti hin
veiki eða fatlaði verið að hlífa, sjálf-
um sér eða nákomnum og þeim
sem sjá um umönnun hans? Má
ekki fá útrás fyrir neikvæðar til-
finningar, tjá sig á neikvæðan hátt
án þess að upphefja þjáninguna. Er
synd að orða þjáninguna? Það er
eins og þjáningin hafi gildi í sjálfu
sér, samanber íslenska orðtakið „að
bera harm sinn í hljóði“. Þurfum
við sem erum langveik eða fötluð
að taka lífinu með æðruleysi og
reisn. Megum við ekki
leggja annað á aðra,
hvort sem þeir eru ná-
komnir eða sjá um
umönnun?
Um kæruleysið
og kímnigáfuna
Megum við ekki vera
memm nema setja upp
andlit jákvæðni, æðru-
leysis, jafnvel kæru-
leysis og kímnigáfu.
Eigum við að hugga
hina heilbrigðu? Það er
nefnilega það sem
langveikir og fatlað
fólk gera alltof oft,
þagga sjálfir niður
þjáningarnar, því við
við viljum ekki leggja
þær á aðra. Þunginn af
veikindum eða fötl-
uninni verður því tvö-
faldur. Hið fornkveðna
gildir nefnilega – ef við
skoðum það ofan í kjöl-
inn – „Vertu sæt/ur og
góð/ur“. vegna þess að
við, nákomnir og aðrir nálægir, þol-
um ekki þjáningarstunur. Dæmi:
„...var töluverður sjúklingur hin
seinni ár en bar veikindi sín með
reisn og kvartaði helst aldrei.“ Það
er nefnilega það. Var það óþægilegt
– fyrir aðra? Er það manndóms-
vígsla að fara í gegnum veikindi
þannig að maður kvarti sjaldan eða
aldrei?
Um þessa hugleiðingu
Ástæða þess að ég set þessar
hugleiðingar á blað er sú að ég hef
glímt við tvenns konar sjúkdóma í
nær 30 ár og mikið ég hef ég oft
kvartað og kveinað yfir löskuðum
lífsgæðum (takk, mamma). Ég ætla
að vona að enginn geri mig að
hetju, einfaldlega vegna þess að ég
lifi með þjáninginum, þjáningum
sem eru hluti af lífi mínu og ég
mun halda áfram að kvarta og
kveina yfir því sem ég get ekki
gert þeirra vegna, verkjum, flogum,
uppsveiflum, niðursveiflum – þetta
eru mínir fjandar. En ég fagna
vissulega góðu tímunum og finn þá
fyrir þakklæti fyrir lífið. Það sem
ég vil í raun og veru segja er:
Leyfum langveikum og fötluðu fólki
að tjá sig, spyrjum, hlustum. Þetta
er okkar veruleiki og það á ekki að
afneita honum. Allra síst við sjálf.
Opnum okkur öll og hættum að
leika og leita að hetjum. Mætum
einfaldlega raunveruleikanum eins
og hann er. Það hjálpar. Eða eins
og gott slagorð segir: „Útmeð́a“.
Þöggun
þjáninganna?
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur
Unnur H. Jóhannsdóttir
» Opnum okk-
ur og hætt-
um að leika
og leita að
hetjum. Það
hjálpar. Eða
eins og gott
slagorð segir:
„Útmeð́a“.
Höfundur er kennari, blaðamaður og
með diploma í fötlunarfræði.
uhj@simnet.is
Fjármálastjórn og
rekstur Reykjavík-
urborgar þarfnast taf-
arlausra endurbóta.
Íbúar borgarinnar
kosta rekstur hennar
og hljóta að gera þá
kröfu að vel sé farið
með fé. Ef borgin væri
hlutafélag, nú eða
jafnvel húsfélag, væri
löngu búið að skipta
um stjórn og framkvæmdastjóra :
Í Ársreikningi Reykjavíkur-
borgar kemur fram að veltufé frá
rekstri 2017 var einungis 7,9% af
heildartekjum, en til samanburðar
var það í Hafnarfirði 11,5%, og á Ak-
ureyri og í Mosfellsbæ var það
10,6%. Sambærilegur rekstur
Reykjavíkurborgar hefði skilað
þremur til fjórum milljörðum meira í
kassann til að greiða niður skuldir
(eða auka þjónustuna).
Reykjavíkurborg er
að auka við skuldir í góð-
ærinu.
Reykjavíkurborg er
með alla álagningarstofna í
hámarki, svo ekki er
ástæða lélegs rekstrar að
verið sé að létta álögur á
borgarbúa.
Þjónustukannanir
sýna óánægju íbúa, svo
ekki er ástæða lélegs
rekstrar að verið sé að
auka þjónustuna með
auknum útgjöldum.
Ástæðan er ómarkviss stjórnun
sem ekki hefur íbúana í forgrunni.
Báknið er að éta sig innanfrá. Alltof
margar nefndir og mikill stjórnunar-
kostnaður, langar boðlínur og hátt
flækjustig. Dæmigert Parkinson-
lögmál í gangi.
Ef ofangreint er ekki falleinkunn
þá veit ég ekki hver hún ætti að vera.
Loforð, sem mörg hver eru skýja-
borgir, breyta því ekki. Það þarf nýja
forystu í borgarstjórn til að koma
fjármálum og stjórnun borgarinnar í
gott lag. Við þá vinnu þarf að hafa
hagsmuni allra íbúa í forgrunni, en
ekki bara hagsmuni þeirra sem til-
heyra bákninu.
Svo sé ég ekki hvernig hægt er
segja að borgin stefni í græna átt
þegar verið er að þrengja að og jafn-
vel taka græn svæði borgarinnar
undir steinsteypu.
Dæma skal menn eftir verk-
um þeirra en ekki loforðum
Eftir Ólaf Helga
Ólafsson » Sambærilegur rekst-ur Reykjavíkurborg-
ar hefði skilað þremur til
fjórum milljörðum meira
í kassann til að greiða
niður skuldir.
Ólafur Helgi Ólafsson
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri,
cand.oecon. olafur@marcus.is