Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 31
Huld sjómennsku á árunum 1986- 1992 á Höfrungi AK og einnig á Svani RE. „Ég sóttist mikið eftir því að komast á sjóinn og hætti ekki fyrr en ég fékk hásetapláss um borð hjá pabba á Höfrungnum sumarið sem ég varð 18. Þar var ég svo í nokkur ár í hléum frá námi og síðar á Svani RE líka. Ég hefði ekki viljað missa af tímanum á sjónum, þessi tími mótaði mig bara á jákvæðan hátt.“ Lára Huld var fulltrúi hjá Sýslumanninum á Sauðárkróki 1997-1998, lögfræðingur á inn- heimtusviði Íbúðalánasjóðs 1999- 2002, á tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins 2003-2004, fulltrúi hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði 2004-2007, sýslumaður á Hólmavík 2007-2014 og hefur verið sýslumaður í Vestmanna- eyjum frá 1. janúar 2015. Þetta er fjölmennara embætti í Eyjum en Hólmavík, sem er gamla Strandasýslan, og í raun öðruvísi starf. Það er mikið um að vera í alls konar málum hérna í bænum, en við erum tveir lög- fræðingar hér á skrifstofunni.“ Lára Huld er í Oddfellow- reglunni í Eyjum, en hún gekk í hana fyrir ári. „Áhugamálin eru fyrst og fremst fótboltinn og við Guðjón Alex sonur minn deilum Man- chester United-áhuganum. Við höfum verið að fara út á Old Traf- ford í nokkuð mörg ár núna, að lágmarki einu sinni á tímabili. Þarna líður mér svakalega vel og næ að kúpla mig alveg frá öllu amstri dagsins. Síðan les ég mikið, fyrst og fremst nútímasögu ýmiss konar og ævisögur um áhugavert fólk eru líka í uppáhaldi. Þessa dagana er ég að lesa hnausþykka ævisögu um Winston Churchill. Svo hlusta ég mikið á tónlist, alls konar músík. Ég er síðan búin að vera að taka MPA-nám í stjórn- sýslufræðum við HÍ undanfarin ár í fjarnámi og á núna bara loka- ritgerðina eftir.“ Starfs síns vegna hefur Lára Huld búið víða um landið og einn- ig bjó hún eitt ár í Hollandi, þar sem hún var í framhaldsnámi. „Mér finnst það jákvætt og allt- af gaman að kynnast nýju fólki. Okkur líður mjög vel hér í Eyjum, þar sem við erum búin að búa í rúm þrjú ár. Ég ætla að njóta af- mælisdagsins með syni mínum og móður minni, en hún er í heim- sókn hjá okkur, og borða góðan mat.“ Fjölskylda Sonur Láru Huldar og Flosa Arnórssonar skipstjóra er Guðjón Alex, f. 8.12. 1999, nýstúdent frá Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum, útskrifaðist sl. laugardag, og er starfsmaður á flugvellinum í Eyjum. Foreldrar Láru Huldar: Guðjón Bergþórsson, f. 21.3. 1944, d. 2.3. 1994, skipstjóri á Akranesi, og Salóme Guðmundsdóttir, f. 17.9. 1946, veflistakona á Akranesi og síðar í Reykjavík og Kópavogi. Úr frændgarði Láru Huldar Guðjónsdóttur Lára Huld Guðjónsdóttir Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja, frá Súgandafirði Veturliði Guðbjartsson bæjarverkstjóri á Ísafirði Lára Hulda Veturliðadóttir húsfreyja á Ísafirði Salóme Guðmundsdóttir veflistakona á Akranesi og síðar í Reykjavík og Kópavogi Guðmundur Markús Ólafsson matsveinn á Ísafirði Jóhanna Kristjánsdóttir húsfreyja, frá Grunnavík Ólafur Ólafsson sjómaður í Bolungarvík Ósk Bergþórsdóttir úsmóðir áAkranesih Bergþór Ólason alþingismaður Þórður Guðjónsson skipstj. á Akranesi Inga Jóna Þórðardóttir sendiherrafrú í Washington Borgar Þór Einarsson lögmaður í Rvík Guðjón Þórðarson fv. landsliðsþjálfari Bjarni Guðjónsson fv. knattspyrnum. og viðskiptastj. hjá VÍS Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA Þórður Guðjónsson fv. knattspyrnum. og frkvstj. hjá Skeljungi ngibjörg Veturliðadóttir húsfr. í Reykjavík IRagna Róbertsdóttir myndlistarmaður í Rvík uðmunda Veturliðadóttir húsfr. á Miðhrauni á Snæfellsnesi GÞórður Kristjánsson fv. skólastjóri Seljaskóla Guðrún Jónsdóttir húsfr., frá Vindási á Akranesi Axel Nikulásson fv. körfu­ bolta­ maður Nikulás Brynjólfsson sjóm. á Akranesi og í Keflavík Brynjólfur Nikulásson skipstjóri á Akranesi Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja á Akranesi Bergþór Guðjónsson skipstjóri á Akranesi Ingiríður Bergþórsdóttir húsfreyja á Ökrum Ragnheiður Þórðardóttir húsfr. á Akranesi Ríkharður Jónsson knattspyrnum. og málarameistari Ragnheiður Ríkharðsdóttir fv. alþingismaður Ríkharður Daðason fv. knattspyrnu­ maður Guðjón Þórðarson sjómaður á Ökrum á Akranesi Guðjón Bergþórsson skipstjóri á Akranesi ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 22. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105, kata@mbl.is Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar- húsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. Garðar &grill fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 25. maí SÉRBLAÐ Sæmundur fróði Sigfússonfæddist árið 1056. Faðir Sæ-mundar var Sigfús Loðmund- arson, prestur í Odda, Loðmunds- sonar, Svartssonar, Úlfssonar aurgoða. Móðir hans var Þórey dótt- ir Eyjólfs halta, sonar Guðmundar ríka Eyjólfssonar. Sæmundur fór ungur utan til náms. Ekki er vitað nákvæmlega hvar það var, en enginn eiginlegur háskóli var til í Evrópu á þessum tíma. Sæmundur hefur því stundað nám við klausturskóla eða á ein- hverju biskups- eða fræðasetri. Hann kom líklega heim einhvern tíma á árunum 1076-1078. Sæmundur settist að í Odda eftir heimkomuna, vígðist til prests og lét reisa kirkju helgaða heilögum Niku- lási. Hann hélt skóla í Odda og var talinn einn lærðasti maður síns tíma. Hann skrifaði um söguleg efni, svo sem Noregskonunga. Rit hans eru öll glötuð en líklega voru þau rituð á latínu. Þá var hann einnig einn rit- beiðenda að Íslendingabók Ara fróða og Ari bar bókina undir hann þegar hann var búinn að skrifa hana. Oddur Snorrason munkur vitnar einnig til rita Sæmundar í Ólafs sögu Tryggvasonar og einnig er vitnað í hann í Landnámabók. Sæmundur stóð að lögtöku tíund- ar á Íslandi á árunum 1096 til 1097 ásamt Gissuri Ísleifssyni biskupi og Markúsi Skeggjasyni lögsögumanni og að hans ráði settu biskuparnir Þorlákur Runólfsson og Ketill Þor- steinsson kristnirétt hinn eldri 1123. Það orð fór af Sæmundi að hann væri fjölkunnugur. Ýmsar þjóðsögur eru til um galdrakunnáttu hans og viðskipti við Kölska, eins og sagan af því þegar Sæmundur kom heim úr námi og fór yfir hafið á baki Kölska, sem var í selslíki. Kona Sæmundar var Guðrún Kol- beinsdóttir. Börn þeirra voru Eyjólf- ur prestur í Odda, Loðmundur, Þór- ey og Loftur, prestur í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum og í Odda. Sonur Lofts var Jón Loftsson, höfðingi í Odda og fóstri Snorra Sturlusonar. Sæmundur fróði lést 22. maí 1133. Merkir Íslendingar Sæmundur fróði Sæmundur á selnum Höggmynd Ásmundar Sveinssonar við HÍ. Annar í hvítasunnu 90 ára Manfreð Vilhjálmsson 80 ára Ingrid Guðmundsson Lóa Guðjónsdóttir Ólína Guðmundsdóttir 75 ára Guðrún Jónsdóttir Jón Ragnar Björnsson Þóranna Róshildur Eyjólfsdóttir 70 ára Birgir Guðjónsson Haraldur Þór Halldórsson Ingibjörg Stefánsdóttir Ingunn Ingimundardóttir Kristján Guðmundsson Kristján Sveinbjörnsson Ólöf Sigríður Guðmundsdóttir Sólrún Helga Hjálmarsdóttir 60 ára Anna Magnea Hreinsdóttir Arnþór Þórðarson Arnþrúður G. Björnsdóttir Halldór Svavarsson Heimir Guðmundsson Inga Louise Stefánsdóttir Kristín Þorfinnsdóttir Ottó Leifsson Steingrímur Snorrason Þórey Marta Vilhelmsdóttir 50 ára Edda Björk Jónsdóttir Guðmundur Ásgeirsson Gunnlaugur Ólafsson Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir Helgi Ólafsson Indriði Helgi Einarsson Lára Huld Guðjónsdóttir Malgorzata Trzcianowska Maríanna Brynhildardóttir Marta Kristjánsdóttir Rita Guðlaug Llido Ranara Roman Jan Miszewski Sigrún Þorleifsdóttir 40 ára Agnar Bjarnason Berta María Hreinsdóttir Bryndís Kristjánsdóttir Emilio Jose Gascon Garvi Guðrún Björk Elísdóttir Jóhanna Bára Haraldsd. Katarzyna Maria Narloch Linda Ukadóttir Malgorzata A. Dabrowska Matej Murin Michal Stanislaw Kurzawa Ragnar Vilhjálmsson Sigríður Ósk Kristjánsdóttir Steinar Grétarsson Sverrir H. Sverrisson 30 ára Albert Brynjar Magnússon Arnar Logi Björnsson Birgir Hannes Rypkema Daníel Grétarsson Einar Már Ríkarðsson Gáspár Szabó Guðjón Björgvinsson Guðmundur Steinn Steinss. Halldór Freyr Ásgrímsson Jakob Már Snævarsson Jóna Kristín Friðriksdóttir Jón Steinar Ágústsson Lára Sigurðardóttir Sandra Dís Leifsdóttir Sigríður Sæunn Sigurðard. Siguróli Ólafsson Wojciech Krzysztof Blonski Þriðjudagur 95 ára Jytte Inge Árnason 85 ára María Björk Þórsdóttir 80 ára Emil Vilmundarson Jósefína Friðriksdóttir Magnús Vilmundarson Ólöf Hulda Karlsdóttir Þóra Minerva Hreiðarsdóttir 75 ára Atli Ásmundsson Áslaug Þorleifsdóttir Jónína Davíðsdóttir Karólína Þorgrímsdóttir Kristín R. H Benediktsdóttir Kristján Þórarinsson 70 ára Ásdís Þorsteinsdóttir Einar Stígsson Guðrún Helga Kristinsdóttir Hólmfríður Árnadóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Jóna Kristjana M. Björnsdóttir Lilja Dóra Gunnarsdóttir Margrét Aðalsteinsdóttir Ólafur Árnason Ragnheiður Aðalgeirsdóttir Sigfús Jóhannesson Stefán Gunnar Hjálmarsson Svava Árnadóttir Sverrir Jakobsson Vilborg Gautadóttir Þórður Vilhelm Steindórsson 60 ára Anna Guðmundsdóttir Arnar Björnsson Dagbjört Sigríður Bjarnadóttir Helgi Sigurðsson Jóhann Jónsson Jón Ólafsson Margarita Kosarenoka Ólafur Geir Emilsson Ólafur Njáll Sigurðsson Steinunn Ósk Guðmundsdóttir Svetlana V.Kabalina Vilhjálmur S. Reynisson 50 ára Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Jakob Yngvason Jónas Yngvason Rúnar Kristinsson Stefán Hlynur Steingrímsson 40 ára Ása Björg Freysdóttir Birgitta Björnsdóttir Guðmundur H. Sigurlaugss. Ísólfur Líndal Þórisson María Ósk Albertsdóttir Tinna Pétursdóttir Þórdís Björg Vöggsdóttir Þrándur Sigurjón Ólafsson Örlygur Þór Örlygsson 30 ára Alexander Már Einarsson Arkadiusz Jacek Pustul Bjarni Sigurður Andrésson Dimitar K. Dimitrov Eiríkur Knudsson Guðmundur Kristján Guðmundsson Hafþór Magnús Kristinsson Halldóra Hallgrímsdóttir Halldór Rafn Halldórsson Helgi Páll Gunnlaugsson Kamil Biegel Katarzyna Anna Wyczling Lukasz R.Szczesnowicz Malin Maria Ingvarsson Sigurður Gísli Gunnlaugss. Stefanía Inga Sigurðard. Stefán Pétur B. Bjarnason Sunna Dís Klemensdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.