Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Ég hef aldrei verið sprækari á ævinni, er á fullu í ræktinni ogskil ekki þessa tölu sem er verið að setja á mig,“ segir ArnarBjörnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, en hann á 60 ára af- mæli í dag. Arnar skrapp til Kaupmannahafnar um helgina ásamt konu sinni og dóttur til að heimsækja barnabörnin sín og verður þar eitthvað fram yfir afmælisdaginn. „Ég ætla ekki að gera neitt meira en það í tilefni dagsins. Ég er ákaflega lítillátur maður og vil helst vera með bók í hendi, þá líður mér best.“ Arnar datt í mikinn lestrargír fyrir nokkrum misserum og hefur verið duglegur að lesa síðan. „Maður var búinn að vera fastur í tölv- unni og ákvað að breyta til. Núna vakna ég eldsnemma á morgnana áður en ég fer í vinnuna og les. Ég var að klára að lesa tvær bækur eftir Halldór Armand, Drón og Aftur og aftur, en ég á að það til að taka verk höfunda í kippum. Las allan Jón Kalman í einu fyrir utan nýjustu bókina, og fílaði það í ræmur.“ Arnar hefur verið íþróttafréttamaður á Stöð 2 í rúm 20 ár en var þar áður hjá sjónvarpinu, en Arnar er kennari að mennt. „Það er allt- af sama baslið í þessu fréttamannastarfi, ný verkefni á hverjum degi. En það er það sem gerir starfið spennandi og maður tollir í þessu að það eru ný viðfangsefni á hverjum degi.“ Eiginkona Arnars er Kristjana Helgadóttir, lífeindafræðngur á LSH, og börn þeirra eru Egill, markaðsstjóri og býr í Danmörku, og Kristjana, íþróttafréttamaður á Rúv, og stjúpbörn Arnars eru Unnar Friðrik, löggiltur endurskoðandi og kennari við HR, og Jóhanna kennari. „Svo á ég geggjuð sjö barnabörn.“ Ljósmynd/Vilhelm Gunnarsson Íþróttafréttamaðurinn Arnar sextugur og í fínu formi. Vaknar eldsnemma á morgnana til að lesa Arnar Björnsson er sextugur í dag L ára Huld Guðrjóns- dóttir fæddist 21. maí 1968 á Akranesi og ólst þar upp. Lára Huld stundaði tónlistarnám og lærði á gítar og píanó og æfði handbolta á Skag- anum sem unglingur. Lára Huld gekk í barnaskóla á Akranesi, stundaði nám við Hús- stjórnarskóla Suðurlands 1985, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi 1989 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1996. Hún stundaði framhaldsnám í lögfræði við háskólann í Leiden í Hollandi 2002-2003, lauk LL.M. í alþjóðlegum viðskiptarétti þaðan 2003 og mun bráðlega ljúka við MPA-námi við HÍ. Hún öðlaðist hdl.-réttindi 2001. Í hléum frá námi stundaði Lára Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum – 50 ára Mæðginin Lára Huld og Guðjón Alex á góðri stundu á Old Trafford, heimavelli Manchester United, í fyrra. Hefur búið víða um landið starfsins vegna Stúdent Lára Huld ásamt foreldrum sínum, Guðjóni Bergþórssyni og Salóme Guðmundsdóttur, þegar hún útskrifaðist úr Fjölbraut á Akranesi. Kópavogur Sævar Svan fæddist 26. maí 2017 kl. 10.58. Hann vó 2.046 g og var 44 cm langur. Foreldrar hans eru Sandra Andradóttir og Valdimar Svan Valdimarsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.