Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi HÁGÆÐA BLÖNDUNARTÆKI Þýska fyrirtækið Hansa hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 100 ár. Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Hansa. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skrifaðu niður allt sem þú þarft að gera og raðaðu svo verkefnunum eftir mik- ilvægi þeirra. Reyndu að sýna samstarfs- mönnum þínum þolinmæði þó þeir vinni allt of hægt fyrir þinn smekk. 20. apríl - 20. maí  Naut Í lok dagsins sérðu fólk í nýju ljósi. Gefðu þér því tíma til að kryfja málin til mergjar. Þú reynir að lægja öldurnar á vinnustað þínum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að horfast í augu við vandamál liðins tíma. Það kastast í kekki í vinahópnum en það angrar þig ekki, þú veist sem er að vinskapurinn er traustur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér sárna ummæli sem falla í sam- tali innan fjölskyldunnar. Þú leitar logandi ljósi að nýjum bíl, sá rétti er handan við hornið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Velgengni í fjármálum og ástamálum kemur og fer. Þú sleppir tökum á því sem þú hefur ekki stjórn á lengur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fjármálin þarfnast yfirlegu. Þó þú hafir grætt á tá og fingri þá þarftu að sýna aðhald svo ekki fari illa. Ástamálin eru ekki upp á marga fiska þessar vikurnar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Partur af því að vera dugnaðarforkur er að mistakast stundum. Þú átt fullt í fangi með að fara eftir ráðum næring- arfræðings. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Oft er það svo að þér finnst þú vera eina manneskjan sem getur gert hlut- ina rétt. Einhver lofar þér gulli og grænum skógi en hafðu varann á. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vinir þínir skipta þig miklu og þú tekur alltaf upp hanskann fyrir þá. Þú lætur hart mæta hörðu í deilu við ná- granna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það gæti verið rétt að fresta öll- um framkvæmdum meðan þú ert að gera þínum nánustu grein fyrir því hvað það sem þú raunverulega vilt. Heppnin eltir þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er hætt við að þú bíðir lægri hlut ef þú reynir að standa uppi í hárinu á þeim sem eru ofar settir. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur aflar þér virðingar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er góður dagur til að endur- skoða hversdagslega hluti í lífi þínu. Settu þig ekki upp á móti hugmyndum fjölskyld- unnar. Sigurlín Hermannsdóttir yrkirum „Gvend á Eyrinni“: Með gamalær hokraði Gvendur af Gammel Dansk oftast var kenndur. Var gamalær sjálfur og gekk eins og kálfur en aldrei við kvenmann var kenndur. Páll Imsland heilsaði leirliði í vorrigningunni: Á Fjöllum bjó Finnur með rollur, ferhyrndar, tví- og svo kollur. Á höfði bar skalla sem hendir oft kalla og notaði flekkóttar frollur. Ólafur Stefánsson skrifar að fyrst sé ein vitlaus limra, eins og þær tíðkast á Leir og sjást líka í Vísnahorni: „Hann kenndi sér klárlega meins, kvalinn, - var ekki til neins. Konan var farin, kúguð og barin, svona líkt var það liðið hans Sveins. Síðan setur hann sig í spor Fjalla- Eyvindar, ef svo ólíklega vildi til að einhvern tíma skyldi hlýna á Hveravöllum á þessu kalda vori. – Þau eru þar áreiðanlega ennþá!: Það hlýnar og blæs og hriktir í öllu, Hlöðufell blánar og sólin skín. Sælt er þá að sjá’ana Höllu, syngjandi ljóðið um gullin þín. Hún er nefnilega sterk útlagaást- in til fjalla, og Halla sagði sjálf, að hún gæti þolað að Eyvindur hætti að elska hana,en alls ekki að hún hætti að elska hann. Comprendo !“ Páll Imsland gerðir þessa at- hugasemd: „Auðvitað er það rétt hjá Ólafi að limrur séu bara vit- leysa en einmitt þess vegna hélt ég þær ættu heima á leir, jafnvel öðru fremur. Það er hins vegar algjör óþarfi hjá þér Ólafur að vera að skensa Moggann. Hann hefur aldrei ort og jafnvel ekki einu sinni verið litterer. Mér verður þó reyndar á, að reyna að yrkja annað en limrur (og þar af leiðandi ekki vitleysu) og þessi varð útkoman í dag: Engan hef ég eðalsmekk og yrki rakið bull. Aðrir komi upp á dekk sem yrkja skíragull.“ Ármann Þorgrímsson ber fram ósk til þjóðskrár. Eftir mikla íhugun og allskyns grúsk í fornum blöðum er mín staðföst ákvörðun að eiga heima á Bessastöðum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gvendur á Eyrinni, Eyvindur og Halla „FRAUÐIÐ MITT ER GÓMSÆTT. HVERNIG ER SÆNGIN ÞÍN?“ „ÞAÐ ER EKKI MÉR AÐ KENNA AÐ OKKUR VANTAR FLEIRI RÚM.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skera lauk fyrir hana. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VAKNAÐUR LOKSINS ENGIN SKRÚÐ- GANGA? LÆKNIR, FYRST VIL ÉG ÞAKKA ÞÉR FYRIR AÐ SAUMA SAMAN SÁRIN MÍN EFTIR ORRUSTUNA Í SÍÐASTA MÁNUÐI! EKKERT AÐ ÞAKKA! NÚ ÞEGAR KONAN MÍN ER AÐ HEIMSÆKJA MÓÐUR SÍNA VAR ÉG AÐ VELTA FYRIR MÉR… HVORT ÞÚ GÆTIR SAUMAÐ SAMAN NOKKRAR RIFUR Í SKYRTUNNI MINNI OG SOKKUNUM? Sumir eru þeirri náttúru gæddir aðþeir vita allt. Að minnsta kosti nóg til að láta svo út líta að þeir viti allt. Víkverji er ekki svo heppinn og stendur sig iðulega að því að stara tómlega út í loftið þegar hann er spurður um eitthvað og ætti að vera að bauna frá sér fróðleik. Þetta á sér- staklega við um ýmsa praktíska hluti, eins og hvað gerðist á hvaða stórhá- tíð. x x x Nú er hvítasunnuhelgin nýafstaðin.Hún var einstaklega ljúf og Vík- verji naut frídagsins í gær vel, þrátt fyrir að hafa ekkert til hans unnið. Víkverji sækir ekki kirkjur nema hann neyðist til þess vegna jarð- arfara, ferminga eða hjónavígslna. Það þarf því ekki að koma lesendum á óvart að Víkverji var rekinn á gat þegar einn af afkomendunum spurði af hverju það væri frí og hvað hefði gerst á hvítasunnunni. x x x Til að reyna að bjarga andlitinu varleitað á náðir Vísindavefsins: „Á hvítasunnudag tóku postularnir á móti heilögum anda. Þeir töluðu tungum - það er mæltu þannig að hver og einn nærstaddur skildi þá líkt og þeir töluðu á hans móðurmáli, en þar voru menn af mörgum þjóð- ernum. 3000 manns létust skírast til kristni þann daginn. Þessi þrjú þús- und voru fyrsti kristni söfnuðurinn.“ Unga fólkið starði í forundran á Vík- verja eftir lesturinn og sneri sér svo að einhverju skemmtilegra. x x x Að fenginni reynslu þykist Víkverjivita að svipað verði uppi á ten- ingnum að ári og aftur þurfi að rifja upp. Honum hefur lærst það á nokk- uð langri ævi, í það minnsta lengri en hann kærir sig stundum um, að sá fróðleikur sem maður hefur engan áhuga á festist sjaldnast í kollinum á manni. Hins vegar gat Víkverji slegið um sig í samræðum um daginn og upplýst hver myrti Abraham Lin- coln. Það var John Wilkes Booth. Þetta hefur Víkverji vitað síðan þess var getið í Simpson-þætti fyrir um aldarfjórðungi síðan. vikverji@mbl.is Víkverji Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. (Sálm: 100.3)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.