Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018
Rauðager
ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Allt fyrir
kæli- & frystiklefa
HurðirHillur
Strimlahurðir
Kæli- & frysti-
kerfi
Blásarar &
eimsvalar
Læsingar, lamir,
öryggiskerfi ofl.
Áratuga reynsla og þekking
U
Fallegar útskriftargjafir
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
Einu sinni var ég að spjalla við vin
minn og nýafstaðin heimsókn mín til
kvensjúkdómalæknis vegna túr-
verkja barst í tal. Vinur minn þessi
varð hálfvandræðalegur og í fyrstu
hélt ég að ég væri að ganga fram af
honum, en hann lækkaði róminn
bara og spurði hvort hann mætti
spyrja mig að svolitlu. Upphófst þá
eitt af þessum samtölum sem ég mun
seint gleyma og mér þykir hvað
vænst um. Hann útskýrði fyrir mér
að þegar hann var lítill hafi eldri
systir hans og móðir verið að pískra
inn í stofu, hann hefði heyrt hluta af
samtalinu og náð því að systir hans
væri byrjuð á blæðingum og móðir
þeirra væri að gefa henni leiðbein-
ingar. Hann hafði töluverðar áhyggj-
ur af velferð systur sinnar og ákvað
að lokum að spyrja móður sína út í
þetta dularfulla fyrirbæri sem blæð-
ingar væru og bara konur upplifðu.
En honum var sagt að þetta kæmi
honum ekki við. Móðir hans hefur ef-
laust ekki reiknað með því að þetta
málefni myndi nokkurn tíma á lífs-
leiðinni snerta hann og hann þyrfti
þess vegna ekki upplýs-
ingar um þetta háleyni-
lega konutengda dót.
Svo þarna sátum við á
kaffihúsi, ég og vinur
minn, bæði um þrítugt
og hann spurði mig
spjörunum úr, blæðir
mikið? Hve lengi? Hvar
er það vont? Hefurðu
farið í sund með túr-
tappa? Er satt að lyftu-
senan úr The Shining
eigi sér stað þegar þú
hnerrar á túr?
Árið 2016 komst hinn þá 19 ára
Ryan Williams í heimsfréttirnar eftir
að hafa farið mikinn á samfélags-
miðlum um þá skoðun sína að túr-
tappar ættu að sjálfsögðu að vera
skattlagðir eins og
önnur lúxusvara, og
konur ættu bara að
halda í sér túrblóðinu
þar til þær kæmust á
klósett, rétt eins og
hann gerði þegar hann
þyrfti að pissa. Int-
ernetið hló góðlátlega
að þessum unga manni
og benti honum á að
kynna sér líffræði. En
síðan fóru konur að
deila sögum af mönn-
um, alvöru mönnum
(sumir voru meira að segja íslensk-
ir!) sem höfðu staðið í þeirri mein-
ingu að konur væru fullfærar um að
halda bara í sér þegar þær væru á
túr. Hér hefur augljóslega eitthvað
farið gríðarlega úrskeiðis í kyn-
fræðslunni og það er ekki hægt að
klína því öllu á mömmur sem segja
við unga stráka að þeim komi þetta
ekki við.
Ég man eftir að hafa setið undir
fyrirlestri um ótímabært sáðlát og
fengið allskyns upplýsingar um
punginn, morgunbóner og hversu
mikilvægt sé að halda forhúðinni
hreinni. Síðan var okkur sýnd teikn-
uð mynd af innri kynfærum kvenna
og bent á hvaðan eggin og blóðið
kæmi. Búið.
Ég fór í sónarskoðun fyrir fjórum
árum síðan og fékk áfall yfir því hvað
eggjastokkarnir í mér væru litlir,
hélt þeir væru gallaðir. Kven-
sjúkdómalæknirinn skildi ekki neitt
og sagði að þeir væru voða venjulegir
bara. Ég hélt þeir ættu að vera á
stærð við nýru, þannig eru þeir alltaf
á teikningum. Vandræðalegt.
Það eru heilu kynslóðirnar sem
skilja ekki hvernig kvenlíkaminn
virkar og þessar sömu kynslóðir hafa
í fáfræði sinni ákveðið að nauðsynja-
vörur tengdar þessum leyndardóms-
fulla líkama sem stundum vessar
blóði frá stöðum sem bannað er að
nefna því þá reiðist guð, skuli skatt-
lagðar sem lúxusvara. Konur skuli
greiða samfélaginu fyrir þessa ónátt-
úru sem á sér mánaðarlega stað, allt
annað væri fásinna. Margur karlinn
hefur jafnan gripið til þess að ráðs að
nefna það að rakvélar hans séu líka
skattlagðar, dirfist einhver konan að
mótmæla.
Ef karl sleppir því að raka sig vex
honum skegg.
Ef kona sleppir því að vera með
dömubindi eða túrtappa blæðir henni
gegnum buxurnar. Blóðið smitast þá
í öll þau húsgögn sem hún kemst í
færi við og ef við gefum okkur það að
ef allar konur myndu sleppa töppum
og bindum liði ekki á löngu þar til
flest almenningssæti væru orðin
blóði drifin. Konum finnst „nebb-
lega“ ágætt að sitja. Öll sæti á kaffi-
húsum, börum, fundarsölum og í
strætóum, útötuð í túrblóði. Blóði
drifin slóð myndi liggja í gegnum
mjólkurkælinn í Bónus, upp allan
Laugaveginn og inn um dyrnar á
Hallgrímskirkju. Enginn staður væri
öruggur. Ekki einu sinni Alþingi.
Eftir langan vinnudag er vel hugs-
anlegt að konur væru farnar að lykta
nokkuð óánægjulega, en þá myndu
þær bara skella sér á uppáhalds bar-
inn með kallinum sínum, hann er
hvort sem er kominn með svo þykkt
og fínt skegg á þessum tímapunkti að
hann finnur ekki lyktina af henni.
Skeggvöxtur ... ojj
Eftir Bylgju Babýlons
Bylgja Babýlons
»Ef allar konur
myndu sleppa töpp-
um og bindum liði ekki
á löngu þar til flest
almenningssæti væru
orðin blóði drifin.
Höfundur er í 12 sæti á lista
Kvennahreyfingarinnar.
bylgjagg@gmail.com
Í samfélaginu hefur
skapast mikil umræða
um kvíða og þunglyndi
barna og unglinga og
nauðsyn þess að tekið
sé á málum og aðstoð
við þennan hóp aukin.
Ákveðin skref hafa
verið stigin í þá átt en
þau eru meðal annars
fólgin í því að öll börn í
5. bekk í grunnskólum
á Akureyri eru skimuð
fyrir kvíða og depurð
og þeim börnum sem
skimast boðin viðeig-
andi úrræði.
Sálfræðingur
í skóla
Eitt af markmiðum
okkar sjálfstæðis-
manna fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar er að auka
sálfræðiþjónustu innan skólanna. Sú
sálfræðiþjónusta sem í boði er á
fræðslusviði Akureyrarbæjar fer að
mestu leyti fram utan skólanna
sjálfra. Mestur tími sálfræðinganna
fer í greiningavinnu og teymisfundi.
Við teljum rétt að stuðla að breyt-
ingum á þessu kerfi með það að
markmiði að breyta þjónustunni og
færa hana nær börnunum eða inn í
skólana.
Sjálf hef ég undirrituð reynslu af
því að vinna til fimm ára í teymi með
sálfræðingi sem gegndi 50% starfi
innan skólans. Mikill ávinningur var
að því fyrir nemendur, starfsfólk og
foreldra/forráðamenn og mikið var
leitað til viðkomandi. Sálfræðing-
urinn sat alla nemendaverndar-
ráðsfundi og var því vel inni í öllum
málum. Hann var ráðgefandi við
starfsfólk og þá sér í lagi kennara
varðandi vinnu með nemendur með
ADHD, einhverfu,
þroskafrávik, kvíða og
aðrar sérþarfir eða þá
sem glímdu við vanlíð-
an. Þar sem sálfræð-
ingurinn vann í skól-
anum sjálfum átti hann
hægt um vik með að
fylgjast með börnum í
kennslustundum og
öðrum skólaaðstæðum
og aðstoða við að finna
leiðir til að mæta þörf-
um þeirra. Hann sá
einnig um ákveðna
handleiðslu til kennara
sem þeir voru mjög
ánægðir með.
Góð líðan nemenda
Áföll eru hluti af líf-
inu sem allir þurfa að
takast á við á hvaða
aldursskeiði sem er,
börn eru þar ekki und-
anskilin. Skilnaður for-
eldra, veikindi og andlát nákominna
ættingja hafa eðlilega mikil áhrif á
líðan barna og unglinga. Þegar slík
áföll dynja yfir er ómetanlegt að
hafa sálfræðing innan skólans sem
fljótur er að fara inn í aðstæður og
veita viðeigandi stuðning. Það veitir
foreldrum/forráðamönnum einnig
öryggi að vita af því að barnið fær
aðstoð innan skólans. Að sjálfsögðu
leysir skólasálfræðingur ekki allan
vanda og þegar hann telur þörf á þá
vísar hann málinu í réttar hendur út
fyrir skólann.
Ég hef fulla trú á því, og hef reynt,
að við getum bætt líðan barnanna
okkar með því að færa aðstoð sál-
fræðinga nær þeim. Þannig getum
við tekið á vanda fljótt og örugglega.
Því viljum við ná fram.
Sálfræðiþjónusta
í skólum
Eftir Láru Halldóru
Eiríksdóttur
» Við getum
bætt líðan
barnanna okkar
með því að færa
aðstoð sálfræð-
inga nær þeim.
Lára Halldóra
Eiríksdóttir
Höfundur skipar 4. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.