Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil as ér ré ttt ill eið ré ttin aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 28. maí í 11 nætur GRIKKLAND Tolo & Loutraki í beinu flugi til Aþenu Stökktu Loutraki í Grikklandi kr. 79.995 á mann m/morgunmat Stökktu Tolo í Grikklandi kr. 89.995á mann m/hálfu fæði 595 1000 . heimsferdir.is Samtök iðnaðar- ins (SI) áætla að 15 þús. klst. sé dag hvern sóað í umferðartafir á höfuðborgar- svæðinu. Það samsvari 25 klst. á íbúa á ári. Þetta kemur fram í greiningu SI á vegamálum. Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri SI, kallar eftir for- gangsröðun í meira mæli. Aukna áherslu þurfi að leggja á kostnaðar- og ábatagreiningar til að meta arð- semi fjárfestinga. Út frá því sé hægt að forgangsraða framkvæmdum. Samtökin séu ekki sannfærð um að þær vegaframkvæmdir sem nú eru til umræðu séu þær arðbærustu. Þarf að bæta forgangsröðun Sigurður vísar m.a. í hugmyndir um að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut að Kringlunni. Sú fram- kvæmd er talin kosta 21 milljarð. „Þjóðhagslegur kostnaður við tafir er heilmikill. Að sama skapi er mikill ávinningur af framkvæmdum. Ég nefni þar ljósastýringu og göngu- brýr yfir fjölfarnar götur. Þannig að í stað gönguljósa megi setja brýr sem greiða fyrir umferð gangandi vegfarenda og bíla. Ávinningurinn af mislægum gatnamótum getur líka verið mikill. Vegagerðin og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sömdu árið 2012 um frestun vegaframkvæmda. Þess í stað skyldi efla almennings- samgöngur. Sigurður segir samning- inn hafa reynst dýrkeyptari en talið var vegna meiri umferðar. Hún hef- ur fylgt hagvexti. baldura@mbl.is Umferðartafirnar kosta þjóðina mikið fé  Samtök iðnaðar- ins segja aðgerða- leysi í vegamálum vera dýrkeypt Umferð um stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu 151.000 ökutæki voru í eigu borgarbúa á síðastliðnu ári 40% lengri tíma tekur í dag að ferðast úr Grafarvogi til vinnu miðsvæðis í Reykjavík en fyrir sex árum 15.000 klukkutímum var sóað á hverjum degi í umferðar- tafir á höfuð- borgarsvæðinu árið 2017 Það gerir um 25 klukkustundir á hvern höfuð- borgarbúa á ári Fólksfjölgun Umferðaraukning 9% 30% Umferð um stofnæðar* hefur vaxið um tæplega 30% á sama tíma og fólki á höfuðborgar- svæðinu hefur fjölgað um 9% 2015–2016 2016–2017 7% 8% 162.000 ökutæki fóru á sólarhring að meðaltali árið 2017 um þrjár helstu stofnæðar höfuð- borgarsvæðisins* 12.000 fleiri ökutækifóru daglega um stofnæðarnar árið 2017 en 2016 Það er 8% aukning frá 2016 en þá hafði umferðin aukist um 7% frá árinu á undan *Hafnarfjarðarvegur sunnan Kópavogslækjar, Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi og Vestur- landsvegur (Nesbraut). Heimild: SI. Sigurður Hannesson Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs, segir skipulag Borgartúns 24 verða tekið fyrir á næsta fundi ráðsins. Sá fund- ur fari fram í byrjun júní. Íbúar í nágrenninu hafa mótmælt fyrirhuguðum áformum. Til tíðinda dró í málinu í lok apríl þegar Skipulagsstofnun gerði at- hugasemdir við rammaskipulag Borgartúns 24. Á umræddum reit stendur til að byggja allt að 65 íbúðir og atvinnuhúsnæði. Taldi stofnunin annmarka á skipulaginu. Sagði Hjálmar af því tilefni við Morgunblaðið að tíðinda væri að vænta af málinu í byrjun maí. Háhýsabyggð á ís  Borgin tekur fyrir Borgartún 24 í júní Teikning/Yrki arkitektar Borgartún 24 Hugmyndir voru um sjö hæða fjölbýlishús í götunni. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég mun leggja mikla áherslu á að vera í góðu sambandi við það fólk sem sinnir grunnþjónustu kirkj- unnar,“ segir Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakka- prestakalli, sem bar sigur úr býtum í síðari umferð í kjöri um embætti vígslubiskups í Skálholtsstifti. At- kvæði voru talin á laugardag og hlaut Kristján 371 atkvæði eða 54% atkvæða. Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur í Háteigsprestakalli, hlaut 301 atkvæði eða 44% atkvæða. Á kjörskrá voru 939 og greiddu 682 at- kvæði, sjö seðlar voru auðir og þrír ógildir. Kosningaþátttaka var 73% . „Það var mjög ánægjulegt að úr- slitin skyldu vera afgerandi og báðir fengum við góða kosningu. Ég er mjög þakklátur fyrir vegferðina og það eru forréttindi að vera í hópi með Eiríki Jóhannssyni og Axel Njarðvík,“ segir Kristján um með- frambjóðendur sína í kosningum sem tekið hafa heilt ár. Aldrei jafn margir á kjörskrá „Það komu upp hnökrar með nýja kosningafyrirkomulagið. Það hafa aldrei jafn margir verið á kjörskrá og í nýafstöðnum kosningum og hverju prestakalli tryggður lág- marksfjöldi atkvæða,“ segir Kristján sem er ánægður með kjörsóknina. Kristján segir að hann verði vígð- ur til biskupsembættis í Skálholti á Skálholtshátíð sem haldin er nálægt Þorláksmessu á sumri sem í ár ber upp á 22. júlí, og þann dag mun vígsl- an fara fram,“ segir Kristján sem er fullur tilhlökkunar að taka við sem vígslubiskup og fá tækifæri til þess að nýta enn frekar en gert er þann verðmæta húsakost og menningar- arf sem Skálholt hefur upp á að bjóða. „Ég er þegar byrjaður að undirbúa mig fyrir starfið og setja mig inn í málin. Ég mun áfram gegna embætti sóknarprests í Eyr- arbakkaprestakalli þar til nýr prest- ur verður vígður þar,“ segir Kristján sem ætlar að leggja mikla áherslu á að heimsækja þær sóknir sem undir hann heyra. „Það er hlutverk vígslubiskups að kynna sér safnaðarstarfið og taka þátt í safnaðarstarfi bæði með heim- sóknum og vísitasíum sem eru öllu formlegri þar sem farið er ofan í saumana á öllu starfi og skýringa leitað ef einhverju er ábótavant,“ segir Kristján sem hlakkar til að byggja upp sterkt samstarf milli vígslubiskups og presta. En hann segist einnig leggja mikla áherslu á að hlusta eftir sjónarmiðum alls starfsfólks og sjálfboðaliða sem starfa við kirkjuna. Kirkjan virði mörk „Í kirkjustarfi eigum við að leggja áherslu á að efla starfsánægju, rjúfa einangrun, hjálpa starfsmönnum að endurnýjast í starfi og aðstoða við erfið málefni sem þarf að leysa úr,“ segir Kristján. Hann bætir við að hann vilji leggja áherslu á að það verði enginn vafi á því að kirkjan vilji virða mörk í samskiptum og ganga fram þannig að við mætum manneskjunni af fullri virðingu og gætum að umhverfi fólks sem starf- ar innan kirkjunnar og að umhverfið verði alltaf öruggt fyrir alla sem leita til kirkjunnar um þjónustu. Kirkjan sinnir miklu þjónustu- hlutverki við allan almenning og það hlutverk hefur kirkjan umfram önn- ur trúfélög. Kristján mun flytja í Skálholt fljótlega og búa þar ásamt eiginkonu og 15 ára syni þeirra. „Við förum um leið og húsnæðið verður tilbúið, en ég hef ekki enn haft tíma til þess að kynna mér í hvaða ástandi húsnæðið er. Það er að renna upp fyrir mér sú staðreynd að ég var kjörinn vígslubiskup í Skálholti,“ segir Kristján sem sér marga möguleika á að nýta Skálholt betur. „Við þurfum að fá móttökuhús til þess að taka á móti ferðamönnum og opna söguna fyrir þeim, nemendum og öðrum gestum. Sagan sem geymd er í Skálholti, gamla höfuðstað Ís- lands, er mjög dýrmæt,“ segir Krist- ján og bætir við hlæjandi að það séu fjölmargir búnir að boða sig í kaffi þegar hann tekur til starfa í Skál- holti. Vígður á Hólum 1989 Kristján hóf sinn prestskap í Vest- ur-Húnavatnssýslu og var vígður á Hólum í júlí 1989. Í Víðidal og á Hvammstanga þjónaði Kristján fram til ársins 1998 þegar hann tók við prestsembætti í Vestmanna- eyjum. Í Vestmannaeyjum þjónaði hann til ársins 2015 og hefur þjónað Eyrarbakkaprestakalli síðastliðin þrjú ár. „Á þessum árum hef ég setið á kirkjuþingi, í kirkjuráði, í stjórn Skálholts og verið formaður Presta- félagsins ásamt fleiri störfum. Ég hef sótt víða um í stærri prestaköll- um en ekki fengið fyrr en nú að ég er kjörinn vígslubiskup í Skálholti og það þykir mér afar vænt um. Ég veit að þetta er mikið verk en ég á góða að,“ segir Kristján. Hann segist hafa notið stuðnings margra og þar hafi fjölskyldan farið fremst í flokki. „Ég væri ekki á þessum stað í dag ef ég ætti ekki stuðning fjölskyldu og eiginkonu. Ég er kvæntur Guð- rúnu Helgu Bjarnadóttur og til sam- ans eigum við fimm börn og fimm barnabörn. Guðrún Helga hefur stutt mig í öllum verkefnum sem ég hef tekið mér fyrir hendur og met ég það mikils,“ segir Kristján. Vígslubiskup vill að mörk séu virt  Ætlar að nýta Skálholt betur  Allir eiga að vera öruggir í kirkjunni  Móttökuhús fyrir ferða- menn  Afgerandi úrslit  Þakklátur fyrir vegferðina og stuðninginn  Vígður vígslubiskup 22. júlí Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ánægður Kristján Björnsson, nýr vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.