Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is COMPONIBILI hirslur 3ja hæða – fleiri litir Verð frá 17.900,- BOURGIE Borðlampi – fleiri litir Verð frá 34.900,- PLANET CRYSTAL Borðlampi – fleiri litir Verð 54.900,- KARTELL LOUIS GHOST Stóll – fleiri litir Verð 36.900,- stk. RITZENHOFF Bjórglös og krúsir Verð frá 2.150,- IITTALA AALTO Vasi 160mm grænn Verð 18.950,- KAY BOJESEN Api lítill og studentshúfa Verð 19.800,- stk KARTELL TAKE Borðlampi – margir litir Verð 10.900,- JUST RIGHT STOFF Kertastjaki Verð frá 5.100,- stk. VITA SILVIA Borðlampi Verð frá 19.900,- Tímalaus hönnun í útskriftar pakkann - KAY BOJESEN Söngfugl– fleiri litir Verð 10.750,- LUKKUTRÖLL Margar gerðir Verð frá 3.890,- MR. LE Ver Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Jón Þórarinn Sveins- son, tæknifræðingur og fyrrverandi forstjóri Stálvíkur, er látinn. Hann lést 18. maí sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Jón fæddist þ. 11. apríl 1925 að Butru í Fljótshlíð. Foreldrar hans voru Sveinn Böðv- arsson og Guðbjörg Jónsdóttir. Hann var næstelstur sex bræðra. Jón var ásamt bræðrum sínum alinn upp að Uxahrygg á bökkum Þverár í Rang- árvallasýslu. Hann kvæntist Þuríði Hjörleifsdóttur 10. júní 1961 í Reykjavík og eignuðust þau tvær dætur. Jón bjó lengst af á Smáraflöt 8 í Garðabæ. Jón lauk skólagöngu frá Strönd á Rangárvöllum og síðar námi í tækni- fræði frá Tækniháskól- anum í Kaupmanna- höfn. Jón stofnaði skipa- smíðastöðina Stálvík 1961 í Garðabæ. Þegar best lét störfuðu yfir 200 manns hjá Stálvík og þá var fyrirtækið stærsti atvinnurekand- inn í Garðabæ. Í Stál- vík voru smíðuð yfir 50 stálskip og þar af 12 skuttogarar, m.a. afla- skipin Otto N. Þorláks- son og Þórunn Sveins- dóttir. Jón var alla tíð virkur í félags- málum. Hann var einn af stofn- endum TFÍ og Félags dráttar- brauta- og skipasmiða og Rotary klúbbsins í Görðum. Hann sat í bæjarstjórn Garðabæjar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og var um tíma for- seti bæjarstjórnar. Andlát Jón Þórarinn Sveinsson Veiðifélag Árnesinga samþykkti á aðalfundi sínum þann 26. apríl sl. tillögu um að engar netaveiðar yrðu leyfðar á veiðisvæðum félagsins í Ölfusá og Hvítá sumarið 2019. Ekki var eining um tillöguna, 88 fé- lagsmenn voru hlynntir henni og 68 á móti. Netaveiðimenn ræddu sam- þykktina á fundi þann 16. maí og voru sammála um að réttast væri að beina kæru til Fiskistofu vegna þessarar samþykktar aðalfundar, sem þeir segja ólöglega og ómerka. „Netaveiði hefur verið stunduð á vatnasvæðinu frá öndverðu, hefur lögvarinn rétt og verður ekki af bændum tekin bótalaust, frekar en önnur hlunnindi eða eignaréttindi. Netaveiðibændur munu því áfram stunda netaveiði samkvæmt þeim lögum og reglum sem um hana gilda,“ segir ennfremur í yfirlýs- ingu frá netaveiðirétthöfum. Hrafnkell Karlsson á bænum Hrauni í Ölfusi stundar netaveiðar. „Við höfum nú lifað í sátt og sam- lyndi svona að mestu fram að þessu en nú söfnuðu þeir meirihluta, söfn- uðu umboðum og komu með umboð á síðasta aðalfund, ákveðinn hópur sem samanstendur aðallega af Lax- árdeildinni og Tungufljótsdeildinni í félaginu. Þau fluttu tillögu sem samþykkt var á fundinum, um það að engin veiði yrði stunduð í ánni nema stangveiði. Þar voru réttindi bara tekin af okkur netabændun- um, bótalaust, án nokkurra samn- inga eða viðleitni til þess,“ segir Hrafnkell í samtali við Morgunblað- ið. „Við erum að kæra þessa ákvörð- un og sérstaklega erum við að kæra það að þetta skuli vera borið fram án þess að þess sé getið í fund- arboði. Það teljum við bara hrein- lega ólöglegt, að koma svona aftan að mönnum, því það eru miklu rík- ari skyldur, félagslegar skyldur, í félagi sem þessu þar sem hagsmun- irnir eru ólíkir,“ segir Hrafnkell. Þannig vilja netaveiðirétthafar að Fiskistofa taki afstöðu til þess hvernig tillagan var borin fram, án þess að þess væri getið fyrir fund- inn. Það segir Drífa Kristjánsdóttir, sem lagði tillöguna fram á fund- inum, að sér þyki hreinlega fyndið. „Mér finnst það mjög skemmti- legt, því að stjórn Veiðifélags Ár- nesinga hefur aldrei frá því að ég fór inn í þetta árið 2010 kynnt sína tillögu um veiðitilhögun næsta árs. Mér finnst bara hlægilegt að þeir ætli að fara að kæra það að það sé ekki kynnt sérstaklega, því stjórn hefur aldrei kynnt það.“ Hún játar því að þeir sem voru fylgjandi tillögunni hafi safnað um- boðum og tekið yfir aðalfundinn. Drífa segir að með því að hætta netaveiðum í Ölfusá og Hvítá skap- ist mun meiri verðmæti fyrir alla landeigendur á svæðinu en af því að drepa laxa í netum neðarlega í án- um, áður en fiskurinn kemst á hrygningarstöðvar ofar á veiði- svæðinu. athi@mbl.is Morgunblaðið/Golli Laxveiði Netaveiðimenn gá að fengnum neðan við Ölfusárbrú á Selfossi. Sunnlenskar laxveiðideilur  Netaveiðimenn innan Veiðif. Árnes- inga kæra netaveiðibann til Fiskistofu Allt fór vel um hvítasunnuhelgina er smábátur með tvo skipverja innan- borðs sökk skyndilega við Reykja- strönd í Skagafirði á laugardags- kvöld. Um hálftími leið frá því að neyðarboð barst frá bátnum til Landhelgisgæslunnar og þar til björgunarsveitarmenn úr Skagfirð- ingasveit á Sauðárkróki voru komnir á vettvang, en Landhelgisgæslunni barst neyðarboð frá trillunni klukk- an 20:39 á laugardagskvöld og skip- verjunum var svo bjargað laust fyrir klukkan 21:30. Sjómennirnir tveir héngu utan á bátnum er björgunarsveitarmenn komu aðvífandi á Zodiac-bát og tóku þá um borð. Þeir voru í björgunar- göllum og því þurrir og í góðu ásig- komulagi þrátt fyrir að hafa verið nokkra stund í sjónum. Baldur Ingi Baldursson, formaður björgunarsveitarinnar segir í sam- tali við mbl.is að hann þakki fyrir að trillan hafi ekki verið að fullu sokkin er björgunarsveitarmenn komu á vettvang, þar sem þá hefði reynst erfitt að finna mennina í sjónum. „Ef þeir hefðu farið frá bátnum hefði verið mjög erfitt að finna þá í ölduganginum sem var. Í svona að- stæðum eru það bara stærri skip eða þyrla sem hafa einhverja yfirsýn,“ segir Baldur. Ástæður þess að bát- urinn sökk eru ókunnar. athi@mbl.is Voru talsverða stund í sjónum Ljósmynd/Landsbjörg Trilla Skipverjar héngu utan á bátn- um uns hjálp barst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.