Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018
Hikandi vorkoma Dimmt él rammaði inn forsetasetrið og sólin baðaði Keili og Reykjanesið. Svolítið dæmigert fyrir vorið í vor.
Valli
Fyrr á þessu ári
lagði ég fram tillögu í
borgarstjórn Reykja-
víkur um að nem-
endum yrði bannað að
nota snjallsíma í skól-
um borgarinnar. Til-
lagan var felld með
fjórtán atkvæðum gegn
einu. Sumir þeirra sem
greiddu atkvæði gegn
tillögunni töldu að hún
væri of víðtæk. Aðrir
töldu að hún fæli í sér
forræðishyggju því
með henni væri gripið
fram fyrir hendurnar á
kennurum, skóla-
stjórnendum og for-
eldrum.
Áhrifin í skólastof-
unni
Við þekkjum flest hve notkun
snjallsíma getur verið ávanabind-
andi. Snjallsímar hafa ekki minni
áhrif á börnin okkar. Þegar skoðuð
eru áhrif snjallsíma á nemendur
staðfesta rannsóknir að það nægir að
einn nemandi grípi til símans til að
kennarinn og aðrir nemendur finni
fyrir truflun af þeim sökum. Nýlegar
rannsóknir staðfesta jafnframt að
áhrifin eru ekki takmörkuð við beina
notkun nemenda á símanum heldur
nægir að þeir taki símann með sér í
skólann. Ástæðan er sú að mörg
börn, líkt og fullorðnir, eru ánetjuð
því að fylgjast með skilaboðum og
myndböndum sem þeim berast í sím-
ann. Þau eru því „upptekin“ við að
einbeita sér að því að fylgjast ekki
með því sem bíður þeirra í símanum.
Ég tel þess vegna að tillaga um al-
gert bann við notkun snjallsíma sé
ekki of víðtæk. Í mínum huga blasir
það einfaldlega við að
banna á notkun snjall-
síma í skólastofunum.
Frumkvæði skóla-
yfirvalda skortir
Í samtölum mínum
við kennara hafa þeir
staðfest að símarnir
trufli kennslu og að
nemendur séu margir
hverjir háðir símunum.
Athyglisbrestur sé sí-
vaxandi vandamál.
Kennararnir segja
skólastjórnendur vilja
taka á málunum, en aft-
ur á móti sé beðið eftir
frumkvæði skóla-
yfirvalda.
Erlendar kannanir
benda jafnframt til
þess að stór hluti for-
eldra sé mótfallinn því
að börn taki snjallsím-
ann með í skólann. For-
eldrarnir telja hins veg-
ar að frumkvæðið verði að koma frá
skólayfirvöldum. Erfitt sé að útskýra
fyrir barninu að það megi ekki taka
símann með eða nota hann í skól-
anum þegar það bendi á móti á að
önnur börn geri það athugasemda-
laust.
Tökum frumkvæðið
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í
borgarstjórn sýnir að þá flokka sem
þar eiga fulltrúa skortir af ein-
hverjum ástæðum kjark til að taka á
málinu. Ég hvet þess vegna alla þá
sem vilja að tekið sé á málinu að velja
X-O fyrir Borgina okkar í borg-
arstjórnarkosningunum 26. maí nk.
Við munum ekki láta okkar eftir
liggja.
Eftir Sveinbjörgu
B. Sveinbjörns-
dóttur
» Fíkniáhrif
snjallsíma
eru öllum aug-
ljós og börnin
okkar sér-
staklega
viðkvæm.
Sveinbjörg B.
Sveinbjörnsdóttir
Höfundur er oddviti Borgarinnar
okkar – Reykjavík.
sveinbjorgbs@reykjavik.is
Burt með
snjallsíma
Fjárhagsstaða Mos-
fellsbæjar er góð og
sveitarfélagið nýtur
hvarvetna trausts. Á
undanförnum árum
hefur þessi trausta
fjárhagsstaða verið
nýtt til að auka þjón-
ustu við bæjarbúa og
lækka álögur. Grett-
istaki hefur t.d. verið
lyft í þjónustu við
yngstu börnin m.a. með því að setja
á laggirnar ungbarnadeildir á leik-
skólunum og lækka leikskólaald-
urinn niður í 13 mánaða aldur.
Álagningarhlutföll fasteignaskatts
hafa lækkað um rúm 15%, heita
vatnið og leikskólagjöldin verið
lækkuð um 5%, afsláttur af fast-
eignagjöldum til eldri borgara hef-
ur hækkað verulega, frístunda-
ávísun hækkað um 280% og útsvar
verið lækkað, svo eitthvað sé nefnt.
Á næsta kjörtímabili ætlum við
sjálfstæðisfólk í Mosfellsbæ að
halda áfram á sömu braut. Við ætl-
um m.a. að miða við að öll börn 12
mánaða og eldri eigi kost á leik-
skólaþjónustu og við ætlum að
halda áfram að lækka álögur á íbúa
og tryggja áfram trausta og ábyrga
fjármálastjórn með gegnsæi að leið-
arljósi.
Góð afkoma bæjarsjóðs
Forsenda þess að hægt sé að
lækka álögur og stórauka þjón-
ustuna eins og raun ber vitni er að
fjárhagur sveitarfélagsins sé traust-
ur og afkoma góð. Á síðasta ári var
um 560 mkr. rekstrarafgangur af
bæjarsjóði og á árunum 2015-17 var
samtals um 900 mkr. rekstrar-
afgangur. Á sama tíma var veltufé
frá rekstri jákvætt um samtals
3.500 mkr. en veltufé frá rekstri er
ein mikilvægasta
kennitala sveitarfé-
laga. Hún mælir hvað
miklir fjármunir eru
eftir á bankareikn-
ingnum þegar búið er
að greiða allan kostnað
og leiðrétta fyrir
reiknuðum liðum eins
og verðbótum og af-
skriftum. Heildar-
fjárfestingar á þessu
tímabili voru hins-
vegar um 3.240 mkr.
eða töluvert lægri upp-
hæð en veltufé frá rekstri. Þetta
þýðir að allar fjárfestingar á þess-
um tíma voru fjármagnaðar með
eigin fjármunum og afgangur til
uppí afborganir skulda. Þetta á sér
stað á einum af mestu uppbygging-
artímum bæjarins sem hlýtur að
teljast afar góður árangur.
Skuldahlutfall lækkar
Þegar vinstri menn stjórnuðu
bænum fram til ársins 2002 var
skuldahlutfallið komið í 200%. Sam-
kvæmt núverandi fjármálareglum
sveitarfélaga hefði slík staða kallað
á alvarlegar aðgerðir eftirlits-
nefndar með fjármálum sveitarfé-
laga gagnvart Mosfellsbæ og væri
stutt í að bænum yrði skipuð fjár-
haldsstjórn. Sjálfstæðismenn tóku
við stjórnartaumnum í Mosfellsbæ
árið 2002 og hefur skuldaviðmið
farið hríðlækkandi allt frá því og
var komið niður í 109% af tekjum í
árslok 2017. Árið 2002 var veltufé
frá rekstri neikvætt um rúmar 100
mkr á núvirði sem þýddi að taka
þurfti lán fyrir venjubundnum
rekstri eins og greiðslu launa. Það
var afar alvarleg staða. Nú er öldin
önnur og allt annar bragur á fjár-
hag Mosfellsbæjar og til dæmis má
nefna að miðað við núverandi hlut-
fall veltufjár frá rekstri tæki það
sveitarfélagið um 6 ár að greiða
niður allar skuldir bæjarins ef um
engar fjárfestingar væri að ræða.
Það þætti góð staða á hverju heim-
ili.
Mosfellsbær nýtur trausts
Mosfellsbær nýtur mikils og góðs
trausts sem sést best á því að fjár-
mögnun framkvæmda hefur gengið
vel og að bænum bjóðast vextir
sem eru með því lægsta sem býðst.
Fyrr á þessu ári var tekið lán til
endurfjármögnunar á 2,58% vöxt-
um sem er með því allra lægsta
sem þekkist hjá sveitarfélögum.
Gott lánstraust og lágir vextir eru
meðal annars vegna góðs og trú-
verðugs rekstrar bæjarins og þess
að bærinn hefur og getur staðið við
skuldbindingar sínar. Bærinn hefur
aðgang að hagkvæmum lánalínum
hjá bönkum og lánastofnunum sem
stuðlar að lægri vaxtakostnaði sem
gerir bænum unnt að spara sér
vaxtakostnað og hafa veltufjárhlut-
fallið undir einum sem fátítt er
meðal sveitarfélaga.
Á þessum trausta grunni viljum
við sjálfstæðisfólk halda áfram að
byggja bæinn okkar upp í góðu
samstarfi við frábært starfsfólk
Mosfellsbæjar. Settu X við D þann
26. maí n.k. Það skiptir máli hverjir
stjórna.
Eftir Harald
Sverrisson » Leikskólagjöldin
hafa lækkað, eldri
borgarar greiða minna
í fasteignagjöld,
frístundaávísun hefur
hækkað um 280% og
útsvar verið lækkað,
svo eitthvað sé nefnt.
Haraldur Sverrisson
Höfundur er bæjarstjóri og oddviti
Sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ.
Traust fjárhagsstaða
Mosfellsbæjar
Dagur boðar nýja tíma í leik-
skólamálum og ætlar nú fyrst að
ljúka verkefni Reykjavíkurlistans
sem byrjað var á 1994. Hann ætlar
t.a.m. að fjölga deildum í Fossvog-
inum. Borgarstjórinn veit samt að
starfsfólki í leikskólum í Fossvog-
inum hefur fækkað á kjörtíma-
bilinu, vegna þess að eldri börn
hafa þurft pláss og haft forgang
óháð búsetu. Yngri börn í Foss-
vogi hafa því ekki komist að. Nið-
urstaða núverandi kjörtímabils:
Minna aðgengi.
Samfylkingin stærir sig af lág-
um leikskólagjöldum. Ég tel að
þorri foreldra vilji miklu frekar
betri aðbúnað og trygga dagvistun
en lægri gjöld. Það hafa ekki allir
efni á því að sitja heima frá vinnu
nokkra daga í mánuði vegna lok-
unar deilda. Enginn nýtur þess að
nota sumarleyfið yfir veturinn, án
hinna barnanna eða maka. Nið-
urstaða núverandi kjörtímabils:
Verri þjónusta.
Nú rétt fyrir kosningar talar Dagur um að börnum á aldr-
inum 12 til 18 mánaða verði í fyrsta sinn boðið dagvistunar-
pláss. Það væri gott ef börn á aldrinum 18 til 36 mánaða kæm-
ust að – í fyrsta sinn. Niðurstaða núverandi kjörtímabils: Ekki
hafa öll börn 18 mánaða og eldri fengið dagvistunarpláss.
Það hefur margt breyst á 24 árum og kannski eiga hug-
myndir Reykjavíkurlistans ekki lengur við. Þetta er bara gam-
alt vín á nýjum belgjum. Þær lausnir og framkvæmdir sem nú
eru boðaðar þurfa að vera trúverðugar. Ég vil frelsi og val en
fyrst og fremst trygga þjónustu fyrir alla. Það er kominn tími á
nýtt fólk.
Nei hættu
nú alveg!
Eftir Völu Pálsdóttur
Vala Pálsdóttir
»Það hefur
margt
breyst á 24
árum og kannski
eiga hugmyndir
Reykjavíkur-
listans ekki
lengur við.
Höfundur er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.