Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 ✝ Karl Jóhanns-son fæddist 21. nóvember 1924 í Hovi, Suðurey í Færeyjum. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Hlíð á Akureyri 10. maí 2018. Foreldrar hans voru hjónin Niclas Johan Hovgaard frá Hovi og Anna Kristina Albinus frá Famjin, bæði frá Suðurey í Færeyjum og bjuggu allan sinn búskap í Hovi og eignuðust níu börn. Bræður Karls sem eru látnir: Niclas Jo- hann, Jacob Herman, Jacob Pauli og Helgi. Systkini sem eru á lífi: Charlotta, Ninna Kristina, Selma og Svend. Karl kvæntist 1. maí 1950 Jóhönnu Birgittu Magnúsdóttur Vinther, f. 25. apríl 1932, d. 26. júní 1986, frá Vági á Suðurey í Fær- eyjum. Synir þeirra voru: 1) Ey- þór f. 29. sept. 1950, d. 13. apríl 2018 kvæntur Ragnheiði ur líklega ekki verið nema fjór- tán ára þegar hann réð sig fyrst á færeyska skútu sem m.a. var á veiðum við Íslandsstrendur. Síðar var hann á íslenskum síld- veiðiskipum áður en hann sneri aftur til Færeyja þar sem hann lærði skósmíði. Árið 1950 flutti hann til Íslands ásamt unnustu sinni Jóhönnu Birgittu sem þá gekk með þeirra fyrsta barn. Um svipað leyti hóf Karl störf á skósmíðaverkstæði Tryggva Stefánssonar. Eftir að Tryggvi hætti störfum tók Karl við verkstæðinu og rak það áfram vel á annan áratug. Þegar skó- smíðarnar drógust saman hóf hann störf hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, fyrst sem kyndari en síðar matsveinn allt til ársins 1987 þegar hann fór að vinna á lagernum hjá ÚA. Eftir að Karl flutti til Íslands bjó hann alla tíð á Akureyri. Frá árinu 1991 og allt til dauðadags bjó Karl í Kringlumýri 1, í sama húsi og sonur hans Reynir og hans fjöl- skylda. Útför Karls Jóhannssonar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 22. maí 2018, og hefst at- höfnin kl. 13:30. Antonsdóttur f. 7. des. 1952. Börn þeirra eru Anton Kristinn f. 28. okt. 1970, kona hans er Bryndís Björk Reynisdóttir f. 5. apríl 1977, þau eiga tvo syni. Eva Birgitta f. 28. sept. 1972, hennar mað- ur er Matti Ósvald Stefánsson f. 21. júní 1966, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Adam Þór f. 5. ágúst 1985 og á hann einn son. 2) Reynir f. 5. sept. 1954 kvænt- ur Önnu Sigríði Halldórsdóttur f. 11. apríl 1956. Börn þeirra: Karl Halldór f. 22. feb. 1983, sambýliskona hans er Val- gerður Guðmundsdóttir f. 15. apríl 1986 og eiga þau einn son. Katrín Vinther f. 18. ágúst 1993. 3) Heimir f. 28. ágúst 1965, sambýliskona hans er Þorbjörg Elfa Hauksdóttir f. 18. febr. 1971. Karl fór snemma á sjó og hef- Elsku afi minn, hvar á ég að byrja? Mikið er óskaplega sárt að missa þig þrátt fyrir háan aldur. Það verður sárt að koma í Kringlumýrina og geta ekki knús- að þig, rætt heimsmálin yfir kaffi- eða tebolla og stolist í súkkulaði. Það verður sárt að geta ekki bak- að með þér fyrir jólin og fengið sér sjúss yfir bakstrinum. Það verður sárt að heyra þig ekki lengur raula lagstúf. Það eru svo ótal margar minn- ingar sem skjótast upp í kollinn. Þegar við áttum endur í gömlu hesthúsi í innbænum; þú ólst þær fyrst upp heima og þær fengu sér sundsprett í baðkarinu. Göngu- túrarnir með hundinum Bjarti. Þegar þú kenndir mér hringdans í stofunni niðri og við söngluðum Orminn langa saman. Ólafsvöku- ferðin okkar. Ferðirnar til Fær- eyja með Norrænu. Allar sögurn- ar sem þú kunnir. Þegar þú komst alltaf með bóndarós inn úr garð- inum á afmælisdaginn minn. Þeg- ar ég var veik og þú komst upp með sykureggjahræruna, laum- aðir jafnvel súkkulaðimola með. Þegar þú bakaðir „pannikökur“ og ég fékk alltaf að eiga þær sem urðu skringilegar í laginu svo ég gæti séð einhver dýr eða furðu- verur út úr forminu á þeim. Það er erfitt að missa eina mik- ilvægustu manneskju lífs síns, sama hvenær það gerist. En mik- ið óskaplega er gott að eiga allar þessar fallegu minningar um þig. Í dag mun ég bera þig síðasta spölinn. Það verður sárt en ég er líka svo uppfull af þakklæti að hafa fengið að eiga þig að – betri afa hefði enginn getað óskað sér. Ég bið að heilsa ömmu Hönnu og Eyþóri. Sov gott, elskaði abbon og takk fyri alt sum tú gavst mær. Þín ávallt, Katrín Vinther Reynisdóttir. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, feginn hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Karl Jóhannsson tengdafaðir minn er látinn, saddur lífdaga. Missirinn er sár þrátt fyrir hans háa aldur. Sjálfur upplifði hann óbærilegan missi tæpum mánuði fyrir andlát sitt þegar elsti sonur hans, Eyþór, lést. Það var þung- bært fyrir alla að fylgjast með ör- væntingarfullri sorg gamla mannsins. Síðustu 27 ár bjó tengdafaðir minn í sama húsi og við Reynir sonur hans og okkar börn, Kringlumýri 1. Börnin nutu góðs af nálægðinni við afa. Kalli afi hafði gaman af að bjóða fólki í mat því hann var góður kokkur og hafði ákveðna skoðun á mat og matargerð. Hann vildi helst borða tímanlega svo hann gæti horft á fréttirnar í ró og næði. Stundum höfðu börnin óeðlilega litla lyst þegar matartíminn á efri hæðinni hófst, kannski í seinna lagi. Fuglakjöt af öllu tagi var í miklu uppáhaldi hjá þeim gamla. Kjúk- lingur var oft á borðum hjá afa sem börnunum fannst einstakt lostæti. Það kom þó fyrir að ann- ars konar fuglar voru í boði. Fjög- urra ára afastelpu leist ekki meira en svo á litinn á „kjúklingnum“ hans afa og var treg til að inn- byrða góðgætið. Afi var snöggur að útskýra þetta og sagði við stelpuskottið að hún þyrfti ekkert að óttast, þetta væri bara „svart- ur kjúklingur“. Það er skemmst frá því að segja að sú stutta borð- aði „kjúklinginn“ með bestu lyst. Kalli var einstakt snyrtimenni, glaðvær og gestrisinn. Honum fannst fátt skemmtilegra en þeg- ar eitthvað stóð til í fjölskyldunni. Hann vildi hafa fólkið sitt í kring- um sig sem allra oftast og gera vel við það. Veisluhöld og allur und- irbúningur sem þeim fylgir voru hans ær og kýr. Erillinn og til- standið í kringum jól og áramót áttu hug hans allan, ekki síst þar sem stórfjölskyldan safnaðist saman og gladdist. Það var þó ekki laust við að hann fylltist trega þegar barnabörn og barna- barnabörn tíndust í burtu eitt af öðru við hátíðarlok. Kalli var spjallgefinn og þakklátur þeim sem gáfu sér tíma fyrir kaffibolla og suðusúkkulaði. Kaffisopanum fylgdu jafnan fáeinar sögur frá Færeyjum því hann hafði gaman af að segja frá og kunni ógrynni af sögum frá æskuslóðunum. Þrátt fyrir að sjónin væri nán- ast alveg horfin fór Kalli í göngu- túra eins oft og hann gat, svo framarlega að það væri hægt vegna hálku. Hann var náttúru- unnandi, hafði yndi af veiðiskap og var afskaplega fiskinn. Kalli eyddi mörgum góðum stundum við Ljósavatn bæði með veiði- stöng og net. Haft var á orði að það virtist sama hvar hann dýfði veiðarfærinu, sá stóri freistaðist til að bíta á. Hafi einhver kunnað listina að lifa þá var það Kalli tengdafaðir minn. Hann vildi alltaf vera fínn og hafði einstakt lag á að spila úr því sem til var, hvort sem um var að ræða fæði eða klæði. Það er tómlegt í húsinu okkar. Tómlegt að heyra ekki lengur hvernig hann prílar upp stigann og ræskir sig. Með tregafullu þakklæti kveð ég sómamanninn Karl Jóhannsson. Anna Sigríður Halldórsdóttir. Karl Jóhannsson ✝ Lovísa er fædd7. október 1918 og uppalin í Reykjavík. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 7. maí. Hún giftist Grími Aðalbjörns- syni, f. 1.3. 1917, d. 1986. Börn Lovísu og Gríms eru 1) Þorbjörg, f. 20.2. 1942, aðstoðarstúlka í bókbandi, gift Einari Hafsteini Magnússyni bílstjóra, þau eiga fjögur börn; 2) Auður, f. 12.11. 1943, gift Sæmundi Kristjánssyni, þau eiga þrjú börn; 3) Kristján, f. 29.9. 1946, stýri- maður, kvæntur Jocelyn Lankshe- ar, þau eiga tvö börn en Kristján á önnur tvö börn með fyrri konu sinni; 4) Bjargmundur, f. 10.4. 1950, skipasmiður, kvæntur Sólveigu Guðlaugs- dóttur húsmóður, þau eiga þrjú börn. Lovísa verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í dag, þriðju- daginn 22. maí, klukkan 15. Mamma mín, ég vil þakka þér fyrir allar minningarnar sem eru í huga mér. Það er löng upptalning sem ég geymi fyrir mig. En allir sem þig þekktu vissu hve mikið þú gafst af þér alltaf með ást og um- hyggju. Takk fyrir mig, elsku mamma, Kristján Grímsson Lovísa, ég vil þakka þér fyrir þína hjartahlýju og umburðar- lyndi til allra í kringum þig. Ég var svo heppin að eiga þig sem tengdamömmu þegar ég flutti hingað til Íslands í nýja menningu og nýtt tungumál. Þú tókst á móti mér með þínu hlýja hjarta og góð- mennsku, passaðir börnin og góðu stundirnar okkar í vikulegu búð- arferðinni okkar þar sem við end- uðum alltaf á kaffihúsi og þú fékkst þér rjómatertuna. Lautar- ferðirnar okkar með börnin og all- ar kvöldmáltíðirnar sem við átt- um. Ég vil þakka þér fyrir allar okkar stundir saman og samveru síðustu 37 árin, þú varst besta tengdamamma sem ég hefði getað beðið um, Jocelyn Helen Lankshear Elsku amma okkar, þakklæti er það fyrsta sem kemur manni í huga þegar maður hugsar til þín og auðvitað bestu pönnsur í heimi. Þakklæti fyrir að hafa haft þig í okkar lífi og gefa okkur ómælda ást og umhyggju. Þakklæti fyrir að hafa heimili þitt alltaf opið fyrir alla, þar sem gleðin og ástin áttu völd. Þakklæti fyrir að alltaf leyfa manni að gista hjá þér ef mamma og pabbi leyfðu, því það var ekki annað hægt en að biðja þegar maður var búin að vera í heimsókn því það var svo gaman. Við vorum oft nokkur saman að gista hjá þér, frændurnir og frænkurnar, og skemmtum okkur svo vel með þér. Við áttum svo margar góðar stundir með þér að spila, föndra, horfa á spólur, klæða okkur í gömlu fötin þín og halda tískusýn- ingar og baka bestu pönnsurnar. Auðvitað má ekki gleyma stund- unum sem við horfðum saman á Leiðarljós og einhverjar hræði- legar myndir sem horft var á í gegnum fingurna. Það eru ekki margir sem fá að eiga ömmu sem lifir til 99 ára ald- urs og fá að eiga svo margar stundir saman. Lilý var svo hepp- in að fá tækifæri til að kynnast þér og var alltaf jafnspennt að koma og heimsækja þig, fá að grínast með þér, fá mola og halda smá danssýningu fyrir þig. Hún sakn- ar þín mikið. Þú varst alltaf til staðar og gafst manni mikið veganesti út í lífið. Þú minntir mann alltaf á að sýna fólki umburðarlyndi og að maður veit aldrei hver saga þess er. Þvílíkt hörkutól sem þú varst sem kvartaði aldrei undan neinu, hvað sem bjátaði á. Og þegar mað- ur spurði hvernig þú hefðir það, þá svaraðirðu að eflaust hefðu aðrir það verra og maður ætti að vera þakklátur fyrir það sem mað- ur hafði. Þetta mikilvæga vega- nesti munum við taka með okkur og kenna okkar börnum og barna- börnum, að vera þakklát fyrir lífið og það sem maður hefur. Þú fylltir orðið „amma“ með eindæma fegurð, vegna þín þýðir það óskilyrt ást, umhyggja og hlýja. Takk, amma. Við viljum kveðja þig með hluta af einni af bænunum sem þú kenndir okkur: Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Mig styrk í stríði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta (Páll Jónsson) Þín ömmubörn og langömmu- barn, Daníel, Kristjana og Lilý Nú ertu farin elskuleg, á hund- raðasta aldursári þínu. Með um- hyggju þinni gafstu okkur ómet- anlegar minningar sem munu ylja okkur um hjartarætur um ókomna framtíð og eru þessu orð skrifuð til þess að bera þakkir fyr- ir þær stundir sem þú gafst okkur. Lúlla amma var einstaklega hjartahlý, réttsýn á lífið og þakk- lætið var henni ávallt ofarlega í huga. Fas hennar var hlédrægt og stutt var í fallega brosið hennar, mjúku hendurnar og augun ávallt svo mild og hlý. Við börnin vorum svo heppin að hafa fengið að kalla Lúllu ömmu okkar og berum við mikið þakklæti til Lúllu fyrir stuðninginn sem hún sýndi föður okkar við fráfall móður hans og systur sinnar, sem við fengum aldrei að kynnast. Heimsóknir okkar til Lúllu og Gríms lifa í minningu okkar allra, tombólurn- ar í Ferjuvoginum og spennan við að taka upp pakkana sem þau voru búin að nostra við, þá fengu allir eitthvað fallegt. Elsku Lúlla, takk fyrir allar samverustundirn- ar, öll faðmlögin og öll fallegu brosin þín. Megi góður Guð varð- veita þig og geyma. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sigurðard.) Við vottum fjölskyldu og ást- vinum Lovísu okkar dýpstu sam- úð og megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Í hjartans einlægni, Óskar, Halla, börn og barnabörn. Lovísa Bjargmundsdóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Lára Árnadóttir, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Okkar ástkæra HELGA HARALDSDÓTTIR, Núpakoti, lést miðvikudaginn 16. maí. Útförin fer fram frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 26. maí klukkan 13. Pétur Freyr Pétursson Sólveig Eva Pétursdóttir Aron Örn Jónsson Jón Þór Aronsson Pétur Logi Pétursson Heiðrún Helga Ólafsdóttir Haraldur Tyrfingsson Sólveig Guðrún Ólafsdóttir Úlfar Ingi Haraldsson Jóhanna Sól Haraldsdóttir Ólafur Haukur Haraldsson Ómar Haraldsson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORMÓÐUR STURLUSON, bóndi á Fljótshólum, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum, Selfossi, þann 16. mai. Úförin verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 2. júní kl. 14. Guðrún Jóhannesdóttir Sigríður Þormóðsdóttir Jóhannes Þormóðsson Pálmi Þormóðsson Sturla Þormóðsson og fjölskyldurÁstkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, SOFFÍA KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR, Hömrum, Mosfellsbæ, lést þann 20.mai að Hömrum í Mosfellsbæ. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju þann 25.05 kl.13.00. Ólöf Högnadóttir Jón Þ. Ólafsson Þórkell G. Högnason Hafdis H. Ásgeirsdóttir Dorothea M. Högnadóttir Sigurður Sigurjónsson Björk Högnadóttir Jón R. Sigmundsson Tryggvi Högnason Elísabet J. Jónsson Heiðlindur Högnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.