Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Leður strigaskór Verð: 11.995 Stærðir 36-42 Eigum úrval af strigaskóm úr leðri að innan sem utan. Mjúkur leðurinnsóli sem gerir skóna einstaklega þægilega. bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á nau tið Í haust eru liðin tíu ár síðan Glitnir banki varð gjaldþrota og markaði þannig upp- haf hrunsins. Einnig eru nú um það bil tuttugu ár frá því að Samfylkingin var stofnuð, eftir upp- lausn vinstri flokk- anna, sem mun hafa stafað af ágreiningi um afstöðuna til aðildar Íslands að ESB. Þeir, sem voru hlynntir slíkri aðild, stofnuðu Samfylkinguna. En hinir stofnuðu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Kratar tóku strax að undirbúa jarðveginn fyrir það sem koma skyldi. Ísland skyldi í ESB hvað sem tautaði, aðeins þurfti að gera ráðstafanir til að fá fólkið til að samþykkja það og aðferðin til þess var þekkt, hún hafði verið notuð í Svíþjóð nokkrum árum áður með tilætluðum árangri. Hún fólst í því að skapa efnahagshrun svo algjört að fólk sæi enga von, enga framtíð nema ESB tæki okkur upp á sína arma og stofnaði nýtt efnahags- kerfi frá grunni. Þingflokkur fram- sóknarmanna studdi þessar hug- myndir og myndaði stundum meirihluta á þingi með krötum, t.d. við stofnun Íbúðalánasjóðs, en vaxtakjör hans mundu leiða til botnlausrar skuldasöfnunar al- mennings. Sjálfstæðismenn voru æfir en héldu þó áfram stjórnarsamstarfi við Framsókn. Þegar Glitnir banki varð gjald- þrota og margir bankar úti í heimi einnig, fóru yfirvöld að athuga með hina bankana, Kaupþing banka og Landsbankann og fundu að Lands- bankinn var svo öflugur að hann mundi standa af sér kreppuna. Enda kom í ljós síðar við uppgjör „þrotabús“ hans að hann átti eign- ir langt fram yfir skuldir. Kaup- þing banki var ekki eins stöndugur en Seðlabanki Íslands lagði honum til fimm hundruð milljón evrur og sænski seðlabankinn lagði fram annað eins, enda hafði Kaupþing banki umtalsverða bankastarfsemi í Svíþjóð. Með þessu var Kaupþing banki tryggður enda hætti hann ekki starfsemi stuttu síðar af rekstrarlegum ástæðum heldur pólitískum Þetta var reiðarslag fyrir krata. Þeir þurftu á allsherjar hruni að halda til að ná sínu markmiði. Bankarnir skyldu fara á hausinn, fólk skyldi tapa sparifé sínu (og allt orðið kolbrjálað), fyrirtæki og stofnanir hefðu tapað sínu rekstr- arfé og allt atvinnulífið verið stopp, ríkissjóður hefði orðið gjald- þrota, enda tekjulaus í raun, ekki getað staðið við lögboðin fjár- framlög. Hvergi væri peninga að fá. Erlendir kröfuhafar myndu láta greipar sópa og hirða þær eignir sem arðbærar væru. Peninga vildu þeir ekki sjá, krónan væri hand- ónýt eins og kratar höfðu alltaf sagt. Íslenskt efnahagskerfi væri ekki til, þó yrðu menn að burðast með Icesave-samninginn, sem mundi tryggja að land- ið næði sér aldrei upp fjarhagslega, fiski- miðin og aðrar auð- lindir gengnar undir Brussel. Þá ætti vel við líking þjóðskáldsins: „Hnípin þjóð í vanda.“ Það hafa verið sett- ar á laggirnar margar nefndir og hópar til að „rannsaka hrunið“. Flestir virtust þó hafa meiri áhuga á að finna söku- dólga á ólíklegustu stöðum en mest þó í hópi kaupsýslumanna. Vissu- lega fóru margir fjármálamenn of- fari en þeir höfðu líka lagalega að- stöðu til þess! Rannsókn á hinum pólitíska aðdraganda og áhrifum einstakra aðgerða hefur verið í skötulíki, enda leiddi slík „rann- sókn“ til þess að blásaklaus maður var dreginn fyrir landsdóm og landsdómur vakinn sem ekki er hægt samkvæmt Stjórnarskrá Ís- lands. Var það rannsakað hvernig Bretum datt í hug að beita sínum fantabrögðum gagnvart íslensku bönkunum, loka þeim með „hand- afli“ að algjörlega ósekju? Líklega datt þeim það ekki í hug sjálfum, líklegra er að þeim hafi verið bent á hve mikla hagsmuni þeir hefðu af því að fá Ísland inn í ESB. Þá mundi fiskveiðistjórnunin færast til Brussel. Það þarf varla að taka fram hvað það mundi þýða. Brown og Darling eru, jú, líka kratar, enda brugðust þeir snarlega við þegar þeir voru beðnir að hjálpa til.Var það rannsakað hversvegna byrjað var að semja um að ríkið borgaði Icesave-skuldina áður en athugað var hvort Landsbankinn gæti borgað hana sjálfur, eins og hann gerði von bráðar. Geir H. Haarde og hans sam- starfsmenn björguðu því sem bjargað varð og nýtur þjóðin góðs af því væntalega um langan aldur. Setning neyðarlaganna var snjöll aðgerð og svo eðlileg að undrum sætti. Var eftir þessu tekið með aðdáun víða um heim. Aðalatriði neyðarlaganna er það að inn- stæður á bankareikningum séu forgangskröfur. Geta kröfuhafar því ekki gengið að sparifé fólks, þótt fyrir geti komið að þrotabú eigi ekki fyrir forgangskröfum. Kannski þarf að breyta bankalög- gjöfinni til að tryggja betur hags- muni innstæðueigenda. Bankarnir hafa vissulega mikla félagslega þýðingu. Eftir Pétur Guðvarðsson Pétur Guðvarðsson » Var það rannsakað hversvegna byrjað var að semja um að ríkið borgaði Icesave- skuldina áður en athugað var hvort Landsbankinn gæti borgað hana sjálfur. Höfundur er fyrrverandi bóndi o.fl. Í minningu hruns Í borgarstjórnarkosningunum vorið 1990 kusu 61% Reykvíkinga Sjálfstæð- isflokkinn. Flokkurinn hafði þá stjórnað borginni í 8 ár. Núverandi meirihluti hefur stjórnað borginni í 8 ár. Hver er árangurinn? Frá 2014 til 2017 jukust tekjur borgarinnar um 30 þúsund milljónir og á sama tíma jukust skuldirnar líka um 30 þúsund milljónir. Skattar í Reykjavík hafa aldrei verið hærri en samt aukast skuldir gríðarlega. Í hvað fara peningarnir? Er ekki tímabært að fá nýtt fólk til að stjórna borginni? Fjölflokkaborgarstjórnir, sem hafa stjórnað borginni í næstum aldarfjórð- ung, hafa ekki reynst vel. Ég skora á Reykvíkinga að gefa Sjálfstæðisflokknum tækifæri til að snúa þróuninni við. Laga fjármálin, gatnakerfið, leysa húsnæðisvandann og hlúa að leikskólum og grunnskólum. Við skulum tryggja Sjálfstæðisflokknum meirihluta í kosningunum 26. maí. Eftir fjögur ár metum við hvernig til hefur tekist. Gísli Ragnarsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Áskorun til Reykvíkinga Morgunblaðið/Ómar Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.