Morgunblaðið - 22.05.2018, Side 40

Morgunblaðið - 22.05.2018, Side 40
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 142. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Úrskurðuð látin í gærkvöldi 2. Dúxinn sló met skólameistarans 3. Lyf sem bjargar mannslífum 4. … opinberu brúðkaupsmyndirnar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Leikhópurinn Lotta frumsýnir Gosa í leikstjórn Önnu Bergljótar Thorar- ensen í Elliðaárdalnum á morgun, miðvikudag, kl. 18. Í framhaldinu verður uppfærslan sýnd um allt land, líkt og Lotta hefur gert síðustu 11 ár. Morgunblaðið/Eggert Gosi frumsýndur í Elliðaárdalnum  Í tilefni af út- komu bókanna Snorri Sturluson and Reykholt og The Buildings of Medieval Reyk- holt fer fram mál- þing í sal 23 í Ver- öld í dag milli kl. 16 og 18.30. Svan- hildur Óskarsdóttir er þingstjóri og meðal frummælenda eru Orri Vé- steinsson, Sverrir Jakobsson og Guð- rún Harðardóttir. Málþing um Reykholtsverkefnið  Tríó Sunnu Gunnlaugs leikur hjá Jazzklúbbi Múlans á Björtuloftum Hörpu á morgun, miðvikudag, kl. 21. Tríóið skipa auk Sunnu á píanó þeir Þorgrímur Jónsson á bassa og Scott McLemore á trommur. Á efnis- skránni verður blanda af nýju og eldra efni, en von er á nýjum diski frá tríóinu síðar á árinu. Tríó Sunnu Gunn- laugs hjá Múlanum Á miðvikudag Sunnan 5-13 m/s og rigning sunnan- og aust- anlands, en úrkomulítið norðan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðaustantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi SA-átt með rigningu, 15-23 m/s sunnan- og vestanlands upp úr hádegi og talsverð rigning, en hæg- ari vindur norðan- og austanlands og þykknar upp. Hiti 5 til 15 stig. VEÐUR ÍBV er Íslandsmeistari karla í handknattleik 2018. Lið Eyja- manna vann einstakt afrek á keppnistímabilinu sem lauk á laugardaginn með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn, bikarkeppnina og deildar- keppnina. Það er nokkuð sem aðeins tvö önnur lið hafa afrekað í gegnum tíðina í karlahandboltanum hér á landi. Annað er Afturelding 1999 og hitt er Haukar árið 2010. »2 Framúrskarandi árangur Eyjamanna „Það var mjög þægilegt að vinna meistaratitilinn eftir að það höfðu verið mikil vonbrigði í liðinu með það að hafa dottið út úr bikarnum,“ seg- ir Hildigunnur Ein- arsdóttir sem varð austurrískur meist- ari í handknattleik með Hypo um helgina. Þetta var 42. meistaratit- ill Hypo-liðsins í röð. Hildigunn- ur hyggst færa sig um set á næstunni. »1 Á förum frá Hypo eftir að hafa orðið meistari Aðeins tvö mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum Pepsi-deildar karla sem fram fóru í gær. Eyjamenn hrepptu eitt stig í leik sínum við FH og Fjölnir og KR skildu með skiptan hlut í Grafarvogi, 1:1. Þremur leikjum af fjórum sem fyr- irhugaðir voru í kvöld í deildinni hefur verið frestað um sólarhring vegna slæmrar veðurspár. »4 Fá mörk skoruð og frestað vegna veðurs ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég get staðið öruggari í dyrunum en áður eftir að hafa sótt þetta mik- ilvæga námskeið. Dyravörður á skemmtistöðum þarf að hafa góða nærveru og nálgast fólk af yfirveg- un. Stundum kemur upp núningur meðal fólks en sjaldan eru mál svo alvarleg að þau megi ekki leysa með lempni. Þú átt aldrei að þurfa að fara með afli í gestina,“ segir Guðrún Veronika Þorvaldsdóttir, veitinga- maður á Íslenska barnum við Ing- ólfsstræti í Reykjavík. Skúmaskot og varasamir staðir Nýlega stóð Mímir – símenntun, í samstarfi við Lögregluna á höfuð- borgarsvæðinu, fyrir námskeiði sem ætlað er dyravörðum skemmtistaða. Þess er nú krafist að þeir sem í gættinni standa á öldurhúsunum eða taka næturvaktir á hótelum afli sér menntunar, enda er að mörgu að hyggja í þessu starfi. Réttindin sem námskeiðið gefur eru til þriggja ára og endurnýjast að þeim tíma liðnum standist fólk allar kröfur. Alls út- skrifuðust 32 eftir námskeið síðustu viku, en annað hefst í dag, 22. maí, og lýkur því 31. maí næstkomandi. „Í litlu fyrirtæki þarf eigandinn að geta gengið í öll störf. Sjálf er ég oft við afgreiðslu og fer stundum í dyra- vörsluna,“ segir Guðrún Veronika sem var ein þriggja kvenna á nám- skeiðinu. Hún rómar hve vel skipu- lagt námskeiðið var, en þarna voru ýmsir öryggisþættir í forgrunni. Meðal annars sögðu bráðatæknar frá ýmsu er snýr að skyndihjálp og lögreglumenn brýndu fyrir þátttak- endum að vera vel á verði gagnvart ofbeldi. Skúmaskot og horn eru að því leyti varasamir staðir og sömu- leiðis salernin, hvar kynferðisglæpir hafa oft verið framdir. „Kynferðisofbeldið er mjög lúmskt og hættulegt. Við verðum að vera mjög á varðbergi gagnvart þessu öllu, því fólk á að geta farið óhult út á lífið og komið heim með góðar minningar. Dyravörðurinn á að sýna fólki vinsamlegt viðmót, enda sá fyrsti sem það hittir þegar gengið er í hús og sá sem kveður þegar gengið er úr húsi, vonandi eft- ir ánægjulega stund. Er því andlit staðarins og afar mikilvægur starfs- maður,“ segir Guðrún. Má ekki missa sig Á námskeiðinu var innlegg frá Mannréttindaskrifstofu Íslands þar sem undirstrikaðir voru ýmsir þætt- ir sem lúta til dæmis að fordómum, sem allir þurfa að vera á varðbergi gagnvart. Þá kom vinnustaðasál- fræðingur með góða punkta viðvíkj- andi samskiptatækni. „Dyravörður verður að hafa sterkan sjálfsaga og má ekki snöggreiðast eða missa sig, slíkt er aldrei til bóta. Ef grípa þarf inn í atburðarás átaka er það hlut- verk lögreglumanna sem leggja mik- ið uppúr að við séum öll í sama liði, það er að gæta öryggis fólks. Ef í óefni stefnir er sjálfsagt ekki verra fyrir dyravörð að vera þokkalega sterkur svo hann geti brugðist við,“ segir Guðrún Veronika. Sjálf segist hún vera komin með þokkalega krafta í köggla eftir langt starf í veit- ingageiranum Rogast með bjórkúta „Ég byrjaði í þessu alveg kornung og var aðeins sextán ára gömul þeg- ar ég fór að læra þjóninn á Hótel Sögu. Síðan eru liðin 22 ár. Ég er því komin með góða reynslu í því að bera borð, stóla og kassa eða rogast með þunga bjórkúta eins og fylgir í þessu starfi,“ segir Guðrún Veronika og hlær. Nokkur ár eru síðan hún tók við rekstri Íslenska barsins þar sem á matseðli eru ýmsir réttir með þjóð- lega skírskotun, margskonar drykk- ir og svo einhversstaðar á milli 60 og 70 tegundir af bjór; sem flestar hverjar eru lagaðar af íslenskum framleiðendum. „Veitingageirinn er áhugaverður og ég fann mig strax í þessum störfum. Þar kemur til að ég hef áhuga á fólki og finnst ein- staklega gaman að vera í hringiðu mannlífsins. Og vil líka eiga góð samskipti við alla, sem er þegar allt kemur til alls auðvitað stóri gald- urinn í starfi dyravarðarins.“ Dyraverðir kunni galdurinn Morgunblaðið/Valli Eigandinn Veitingageirinn er áhugaverður, segir Guðrún Veronika, hér við dyr Íslenska barsins í Ingólfsstræti.  Guðrún Veronika stendur örugg í gættinni eftir nám

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.