Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hnífaárásin íParís ádögunum,
þar sem einn mað-
ur lést og fjórir
særðust, hefur
skiljanlega vakið óhug þar í
landi. Hún er nýjasta dæmið af
fjölmörgum um ofbeldisverk
íslamista gagnvart frönskum
almenningi, en meira en 230
manns hafa látist frá árinu
2012 af þeirra völdum. Einn
franskur þingmaður af gyð-
ingaættum gekk svo langt að
segja að í raun væri „Intifada“
eða uppreisn íslamista í fullum
gangi í Frakklandi.
Að þessu sinni var árás-
armaðurinn frá Téténíu, en
hann hafði haft franskan ríkis-
borgararétt í um tíu ár. Það
sem einkum hefur valdið gagn-
rýni í Frakklandi er að svo
virðist sem að maðurinn hafi
verið á sérstökum lista frönsku
öryggislögreglunnar yfir menn
sem hætta væri á að gætu grip-
ið til ofbeldis. Það eftirlit
nægði hins vegar ekki til þess
að koma í veg fyrir að mað-
urinn léti til skarar skríða,
enda mun fátt hafa bent til
þess að hann ætlaði sér að
fremja hryðjuverk. Því lenti
hann neðarlega í forgangsröð-
inni.
Reyndin er sú að um 20.000
manns eru sögð vera á þessum
„válista“ og ógjörningur að
ætla sér að hafa nánar gætur á
þeim öllum. Vandinn magnast
þegar haft er í
huga að menn
þurfa ekki að hafa
haft í frammi neitt
sérstaklega grun-
samlega hegðun til
þess að lenda á listanum.
Í kjölfar árásarinnar hafa
ýmsir haft uppi mikla gagnrýni
á þetta verklag frönsku lög-
reglunnar. Marine Le Pen,
leiðtogi frönsku þjóðfylking-
arinnar, spurði meðal annars
hver tilgangur listans væri, ef
hann gæti ekki stöðvað hinar
„tifandi tímasprengjur“ sem
gengu nú um Frakkland. Sam-
herjar hennar hafa áður lagt til
að hinir hættulegustu á listan-
um verði settir á bak við lás og
slá eða sendir úr landi. Gallinn
er að hvorug aðferðin myndi
standast stjórnarskrá Frakk-
lands, og teldist líklega brot á
mannréttindum fólks sem eng-
an glæp hefði framið enn.
Ekkert einfalt ráð er til að
vinna bug á þeirri ofbeldisöldu
sem hrellt hefur Frakkland í
sex ár. Ofbeldismennirnir hafa
margir reynst vera innflytj-
endur eða af annarri kynslóð
innflytjenda, sem gerir málið
erfitt viðureignar. Um leið sýn-
ir þetta að eitthvað hefur farið
úrskeiðis við að samþætta
þennan hóp hinu nýja sam-
félagi sínu, en hann hefur
reynst ginnkeyptur fyrir þeim
boðskap haturs sem sér-
staklega Ríki íslams hefur ver-
ið svo duglegt að breiða út.
Ofbeldisalda
íslamista heldur
áfram í Frakklandi}
„Válistinn“ dugar ekki
Því verður ekkihaldið fram að
mikil spenna hafi
ríkt fyrir forseta-
kosningarnar í
Venesúela á sunnu-
dag. Nicolás Maduro forseti
sigraði eins og vænst var, enda
stjórnarandstaðan áður búin að
gefa út að ekkert yrði að marka
kosningarnar og hvatti til að
þær yrðu sniðgengnar.
Meirihluti landsmanna gerði
það raunar og sumir lýstu því
sem þögulum mótmælum, þrátt
fyrir ótta margra um að stjórn-
völd myndu hefna sniðgöng-
unnar, en landsmenn eru í ör-
birgð sinni afar háðir náð og
miskunn stjórnvalda og valda-
flokksins, sósíalistanna.
Verulegur matarskortur er í
landinu, sem skýrir hvers
vegna fólk flýr í stríðum
straumum til nágrannaríkj-
anna. Stjórnvöld lofuðu mat
fyrir atkvæði og fólk hefur lýst
ótta sínum við að tölvurnar á
kjörstöðunum verði notaðar til
að fylgjast með því hvort það
kýs „rétt“. Þess vegna hafi
margir kosið Maduro þrátt fyr-
ir að vilja hann frá.
Gjaldmiðillinn í þessu olíu-
auðuga ríki er nán-
ast verðlaus, landið
ræður ekki við
skuldir sínar, verð-
bólgan mælist í
þúsundum pró-
senta og fólk ræður ekki við að
kaupa mat. Lágmarkslaun í
þessu nýjasta fyrirmyndarríki
sósíalismans duga aðeins til að
kaupa eitt kíló af kjúklingi eða
öðru kjöti og næringarskortur
er vaxandi vandamál.
Ofan á þetta bætist pólitísk
kúgun, en fólki er ekki leyft að
mótmæla og er fangelsað af
minnsta tilefni. Herinn er eitt
af því fáa sem ógnað gæti Mad-
uro, en gegn honum er beitt
gulrót og priki til að koma í veg
fyrir að hann ógni valdhöfum.
Gert er vel við yfirmenn en um
leið eru almennir hermenn
jafnvel sakaðir um landráð fyr-
ir að lýsa efasemdum um
stjórnvöld.
Kúgunin er því alltumlykj-
andi og að þessu sinni dugði
hún til að halda lokinu á pott-
inum. En óánægjan kraumar
áfram undir niðri og óvíst er að
Maduro takist að komast í
gegnum það sex ára kjörtímabil
sem verið var að kjósa hann til.
Sósíalistinn Maduro
sigraði í Venesúela
með kúgun að vopni}
Þögul mótmæli
S
amkvæmt tölum frá Samgöngustofu
eru skráð ökutæki á Íslandi jafn
mörg og íbúar landsins. Hvergi í
heiminum eru jafn margir bílar á
íbúa. Bandaríkin komast ekki einu
sinni með tærnar þar sem við höfum hælana.
Vissulega er Ísland erfitt land yfirferðar sökum
veðurs og landslags og því óraunhæft að ætla að
bílar verði ekki fyrirferðarmiklir sem samgöngu-
máti þjóðarinnar næstu árin. En við þurfum að
breyta og það hratt. Jörðin kallar eftir því og við
skuldum henni það.
Fjöldi bíla segir ekki alla söguna. Þannig eru
2,5 milljónir bíla í Danmörku en þessir bílar eru
ekki notaðir á sama hátt og bílar í Höfuðborginni.
Hinn hefðbundni Höfuðborgarbúi notar bílinn til
að fara í verslanir, keyra börnin í skólann og tóm-
stundir, sækja þjónustu og fara í heimsóknir.
Bíllinn er notaður í bókstaflega allt. Í Kaupmannahöfn, hvar
bílaeign er reyndar lægri en á landsvísu í Danmörku, er
þessu ekki svo farið. Bílarnir eru notaðir með öðrum hætti.
Fólk notar almenningssamgöngur og reiðhjól mun meira til
hefðbundinna ferðalaga dagsins. Bílinn er hreyfður til þess
að fara í ferðalög á milli borga og bæja, verslunarleiðangur á
laugardegi, sunnudagsbíltúr upp í sveit o.s.frv.
Hvað er það sem Danir hafa og við höfum ekki? Jú, ára-
tuga uppbygging og reynsla af almenningssamgöngum.
Sporvagnar, strætisvagnar, lestir, metro, deilibílar, leigubíl-
ar, reiðhjól o.s.frv. Allt hefur þetta verið gert í Danmörku og
jafnframt farið í uppbyggingu innviða fyrir almennings-
samgöngur, reiðhjól og gangandi vegfarendur.
Skipulag borganna tekur mið af hag heildar-
innar og þeim lífsgæðum sem fylgja því að búa í
borg þar sem þú kemst ferða þinna án þess að
þurfa að eiga bíl.
Núverandi meirihluti í borginni undir forystu
Samfylkingarinnar hefur unnið að því að vinda
ofan af útþenslustefnu fyrri áratuga. Sú stefna
skilaði sér í illa skipulagðri borg með gnótt
plássfrekra og dýrra umferðarmannvirkja og
kröfu um að hver íbúi ætti bíl. Mislægu gatna-
mótin, svifrykið, þrefalda glerið við umferðaræð-
arnar og allur kostnaðurinn eru m.a. afleiðingar
þessarar stefnu. En við erum sem betur fer að
ná að vinda ofan af vitleysunni.
Með þéttingu byggðar, uppbyggingu hjól-
reiða og göngustíga, eflingu almennings-
samgangna og minnkandi hraða bílaumferðar í
íbúagötum er Reykjavík smátt og smátt að breytast úr Hou-
ston norðursins í fjölskylduvæna borg. Borgarlínan er mik-
ilvægur hlekkur í þessari þróun. Með henni verður íbúum á
höfuðborgarsvæðinu færður raunhæfur kostur að velja sér
vistvænan og betri samgöngumáta. Framtíðin liggur í borg-
arlínunni og nýrri hugsun í samgöngumálum.
Það skiptir máli hverjir stjórna í Reykjavík. Borgin er
skemmtilegri, betri og vistvænni með Samfylkinguna í for-
ystunni. Áfram Reykjavík!
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Áfram Reykjavík
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Það er ekki eins manns verkað endurskoða launastrúkt-úrinn í landinu og skoðahvað hægt sé að gera til
þess að kennarar séu á ásættan-
legum stað hvað varðar laun sem
endurspegli viðhorf til menntunar,
þekkingar og ábyrgðar í störfum
kennara,“ segir Þorgerður Diðriks-
dóttir, formaður Félags grunnskóla-
kennara en hún tók við embættinu á
aðalfundi félagsins 18. maí.
Félag grunnskólakennara sendi
frá sér áskorun þar sem skorað er á
alla þá sem láta sig skólastarf varða
að mynda þjóðarsátt um hækkun
launa og bætt starfskjör grunnskóla-
kennara og stjórnenda.
Ógnin orðin að veruleika
„Árið 2007 stóðum við frammi
fyrir þeirri hættu að erfitt gæti
reynst að manna grunnskólana með
menntuðu starfsfólki í framtíðinni ef
ekkert yrði að gert í starfskjörum
kennara. Í dag er hættan sem við
stóðum frammi fyrir og bentum á
2007 orðin að veruleika,“ segir Þor-
gerður.
Í sama streng tekur Inga Rún
Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
,,Það er ljóst að meðalaldur í
kennarastéttinni er mjög hár og á
næstu árum verður mikill kennara-
skortur ef ásókn í kennaranám eykst
ekki,“ segir Inga Rún og bætir við
að sú vinna sé unnin á öðrum vett-
vangi.
„Auðvitað höfum við áhyggjur
og hár meðalaldur kennara er stað-
reynd, um það er ekki deilt. Það
verður að gera ráðstafanir og finna
lausn til þess að fá fleiri til þess að
velja kennaranámið. Það er vilji
sveitarfélaganna að í skólunum séu
menntaðir kennarar,“ segir Inga
Rún.
Þorgerður tekur undir það með
Ingu Rún að átak þurfi til þess að
lækka meðalaldur kennara.
„Það þarf að auka nýliðun en
jafnframt að gera skólaumhverfið
þannig að kennurum líði vel í starfi
og vilji halda áfram að starfa við
kennslu. Í dag erum við komin út á
brún,“ segir Þorgerður og bætir við:
„Það liggur alveg ljóst fyrir að ef við
ætlum að standa við það samfélags-
loforð að öll börn fái notið ókeypis
menntunar í 10 ár þá gerist það ekki
án þess að hafa menntaða kennara
að störfum í skólunum.
Þorgerður og Inga Rún eru
vongóðar um að samningar um kjör
grunnskólakennara takist á end-
anum.
„Við erum búin að hitta nýja
forystu kennarafélagsins nokkrum
sinnum og munum halda áfram í
okkar ágæta samtali á samninga-
fundi í dag,“ segir Inga.
„Það eru viðræður í gangi,
deiluaðilar eru að tala saman og það
er ljóst að það er mikill vilji hjá báð-
um aðilum að ná saman. En við þurf-
um að fá meira en okkur var boðið í
þeim kjarasamningi sem felldur var
með yfir 70% atkvæða í mars,“ segir
Þorgerður sem segist ekki vera
bjartsýn en þó vongóð um að kjara-
viðræðurnar skili samningi.
„Ef við náum ekki samningi þá
brestur öll von. Ný forysta tók við
kjarasamningum úti í miðri á og við
ætlum okkur að komast að landi. Við
tökum okkur þann tíma sem þarf en
hver dagur er mjög dýrmætur“ segir
Þorgerður sem er spennt að takast á
við nýtt starf.
„Það eru forréttindi að fá að
starfa fyrir kennarastéttina sem ég
hef starfað við í 25 ár,“ segir Þor-
gerður.
Deiluaðilar sammála
um alvarlega stöðu
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Barátta Grunnskólakennarar berjast enn á ný fyrir bættum kjörum.
Þorgerður
Diðriksdóttir
Inga Rún
Ólafsdóttir
» Núgildandi kjarasamningur
rann út 30. nóvember 2017.
» Viðræður hefjast í lok samn-
ingstímabils.
» Skrifað undir kjarasamning
13. mars 2018.
» Atkvæði greidd 16. til 21.
mars.
» 68,52% félagsmanna í Félagi
grunnskólakennara felldu
samninginn.
» 29,74% samþykktu hann.
» Kjörsókn 80,75%.
» Kennurum boðin eingreiðsla
sem samsvaraði 3% hækkun
afturvirkt frá 1. nóvember og
gilti fram til 30. júní.
» Viðræðunefnd taldi sig ekki
hafa heimild til þess að sam-
þykkja boðið.
» Forystuskipti hjá Félagi
grunnskólakennara 19. maí.
» Viðræður halda áfram.
Langt á milli
deiluaðila
GRUNNSKÓLAKENNARAR