Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 29
Ég gæti skrifað margar blað- síður um allt það sem þú gerðir fyrir mig en það sem ég vil minn- ast sérstaklega er hvað þú og amma dekruðuð við mig meðan ég var í háskólanámi á Florida. Það var ekki nóg að koma og stand- setja íbúðina mína heldur rúntuð- uð þið um allan skagann að horfa á mig spila fótbolta, fylltuð ísskáp- inn hjá fátæka námsmanninum og buðuð mér svo oft í mat. Ég elsk- aði að koma yfir til Orlando í heimsókn. Í allri sorginni hugsaði ég: Hvað myndi afi segja núna? og það fyrsta sem kom upp í hugann var: „Þumallinn upp og allir að brosa.“ Það var reglan þín, enginn fúll eða leiður og allir í stuði áður en haldið var áfram. Þó það sé ekki svo einfalt á þessari stundu fékk þetta mig til þess að brosa og mun ég reyna að tileinka mér þessa reglu um ókomna tíð. Takk fyrir allt. Sakna þín endalaust. Rebekka Gísladóttir. Það er mikil sorg í hjarta er ég kveð þig, elsku bróðir. Ég átti síst von á því að ég væri að kveðja þig í síðasta sinn þegar við hittumst aðeins nokkrum dög- um fyrir andlát þitt. Það var sárt að fá óvænta símhringingu ver- andi í útlöndum og svo fjarri öll- um, en það er huggun í sorginni að vita að vel hefur verið tekið á móti þér. Góðar minningar um elskuleg- an bróður munu lifa áfram og ég mun minnast símtalanna frá þér þar sem þú ávarpaðir mig alltaf „Veiga systir“. Ég kveð þig, elsku bróðir, með eftirfarandi ljóði og þökk fyrir all- ar samverustundirnar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Emma, Einar, Ólafía, Nonni og fjölskyldur. Megi algóði Guð styrkja ykkur í sorginni. Sólveig St. Jónsdóttir (Veiga systir) Yndislegi hógværi föðurbróðir minn er farinn yfir móðuna miklu. Slökkt hefur verið á æviklukku hans og hans tími er kominn inn í eilífðina, hinum megin við tjaldið. Hann elskaði konuna sína, börnin sín og lífið. Hann sem var öllum góður, vandaður með eindæmum og besti afi sem börnin gátu óskað sér. Hann var mér meira en bara föðurbróðir. Mér þótti einstak- lega vænt um hann. Alltaf var hann boðinn og búinn til að gera allt fyrir frænku sína, bara að nefna það, þá var hann kominn til að sinna mér og mínum. Hann var alltaf traustur og tryggur sínum. Fjölskyldan skipti hann öllu máli, Emma hans, börn- in, barnabörnin og barnabarna- börnin, sem hann elskaði, dáði og hlúði að á sinn einstaka hátt. Hann gaf þeim ótakmarkaða og skilyrðislausa ást. Hann verður alltaf mikilmenni í mínum huga. Alls staðar sem hann, frændi minn, kom fylgdi honum fallegt ljós og allir samferðamenn hans fundu hvað hann hafði fallega nærveru og vildu þekkja hann og fylgja honum. Hann var einfald- lega bara dásamlegur. Söknuðurinn er mikill hjá fjöl- skyldu hans og öllum þeim sem umgengust hann. Missirinn er mikill og lífið verður aldrei eins. Við hjónin áttum yndislegan tíma með þeim hjónum í sælureitnum okkar fyrir stuttu og erum við þakklát fyrir það. Það voru dýr- mætar stundir og verða varðveitt- ar í hjarta okkar um ókomin ár. Ég mun aldrei gleyma væntum- þykju hans og öllum stundunum okkar saman. Í dag eru þær ómet- anlegar. Elsku Emma mín, minn- ingarnar lifa og þær ylja okkur alla daga. Ég vona að Guð og engl- arnir sendi þér og börnunum ykk- ar ljósið hans Óla. Hópur ykkar er stór og það er mikil huggun í að geta gefið faðmlag fullt af kærleik til hvert annars enda fengu börnin ykkar og fá endalausa ást og um- hyggju og bera þess glöggt merki í þeirra leik og starfi. Farðu í friði, elsku Óli minn. Guð og allir englarnir á himninum geymi þig og blessi. Ég mun halda eins vel og ég get utan um ríki- dæmið þitt með kærleik og vænt- umþykju. Þú átt það sannarlega skilið frá mér. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur Mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, Mér yfir láttu vaka Þinn engil, svo ég sofi rótt. (Matthías Jochumsson) Þín frænka, Ásdís Elva Sigurðardóttir Óla kynntist ég fyrst fyrir hart- nær 40 árum er ég var í sama vinahóp og yngsti sonur hans. Einhverjum árum síðar fórum við Nonni að draga okkur saman og þá fjölgaði heimsóknunum á Baugholtið. Þar var mér ævinlega vel tekið. Áhugamál okkar voru þau sömu, íþróttir af öllu tagi. Óli var mikill íþróttamaður á yngri árum, síðar varð hann meira áhorfandi og studdi liðið sitt, Keflavík, af heilum hug. Einnig var hann mikill Manchester Unit- ed-aðdáandi og fór hann einmitt til Manchester á leik ásamt sonum sínum og tengdasyni aðeins örfá- um vikum fyrir andlátið. Í seinni tíð stundaði hann golf þegar færi gafst og sá mikið eftir því að hafa ekki byrjað fyrr á þeirri iðju. Óli var einstaklega hjálpsamur og var alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd hvort sem það var að passa barnabörnin, keyra þau hingað og þangað eða aðstoða við húsasmíði svo dæmi sé tekið. Þau voru ófá handtökin sem unnin voru þegar Efstaleitið var byggt. Hann fórnaði sér heldur betur og hlífði sér hvergi og er mér mjög minnistætt er hann var að aðstoða okkur við að festa járnið á þakið. Þá vorum við í kappi við tímann því það var að skella á frost en hann ætlaði að festa nokkra nagla til viðbótar. En honum skrikaði fótur því það var farið að frysta og hann rann niður af þakinu. Ég var fyrir aftan hús að tína eitthvert rusl og veit ekki fyrr en tengda- pabbi kemur fljúgandi niður af þakinu og lendir á grýttri jörðinni rétt við fæturna á mér. Ég var ófrísk að yngstu dótturinni og gerði hann óspart grín af mér að ég skyldi ekki grípa hann í fallinu. Óli hælbrotnaði og varð frá í ein- hverjar vikur en var svo kominn að hjálpa til um leið og færi gafst. Síðustu árin fannst mér elli kerling ekki fara vel í hann tengdapabba minn en það skýrir kannski það að ekki var allt með felldu og því er ekki laust við að samviskan nagi mann nú þegar þessi góði maður er genginn. Elskulegur tengdafaðir minn lést 9. maí umvafinn ástvinum. Baráttan var stutt, erfið og hetju- leg og hann Óli minn ætlaði svo sannarlega að berjast en kraftur- inn þvarr og stríðinu lauk. Með Óla er genginn mætur maður. Elsku Óli minn, takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Jónína St. Helgadóttir  Fleiri minningargreinar um Ólaf Ásbjörn Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 Atvinnuauglýsingar Interviews will be held in Reykjavík in May. For details contact: Tel.:+ 36 209 430 492 Fax:+ 36 52 792 381 E-mail: omer@hu.inter.net internet: http://www.meddenpha.com Study Medicine and Dentistry In Hungary “2018” Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gönguhópurinn fer af stað kl. 10.15 og vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50. Tálgað í tré hópur- inn mætir í hús kl. 13. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leið- beinanda kl. 12.30-16. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535 2700. Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13. Bústaðakirkja Vorferð verður farin miðvikudaginn 23. maí, síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 22. maí. Nánari upplýsingar um ferðina veitir Hólmfríður djákni í síma 553 8500 eða í tölvupósti holmfridur@kirkja.is. Einnig eru upplýsingar um ferðina á heimasíðu kirkjunnar. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverksstofa kl. 13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveitingar kl. 14.30. Velkomin! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumshópur hittist kl. 9-12, glerlist kl. 9-13, hópþjálfun / stólaleikfimi kl. 10.30-11.15, Litaklúbbur í handa- vinnustofu kl. 13-14.30, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, félagsvist í sal kl. 13-15.30, kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg, síminn er 411 9450. Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512 1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 8.20 / 15.15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Botsía Sjálandi kl. 11.40. Karlaleikfimi Sjálandi kl. 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Félagsvist í Jónshúsi kl. 20. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramikmálun kl. 9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Leikfimi Maríu kl. 10- 10.45. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar, kl. 16 dans. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, síðasta helgi- stund vetrarins kl. 14 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-16, leikfimihópur ganga kl. 10, brids kl. 13, enskunámskeið tal kl. 13, bókabíll kl. 14.30, Bónusbíll kl. 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri, s. 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 411 2760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Leikfimi í Hreyfilandi kl. 12. Brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Minnum á stórglæsilega handverkssýningu sem hefst nk. föstudag 25. maí. Sýningin er haldin í félagsaðstöðunni á Skólabraut 3-5 og verður opin 25., 26. og 27. maí frá kl. 13-18. Vöfflukaffi. Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-14.55. Bónusbíll kl. 14.40 og bókabíll kl. 13.15. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Skák kl. 13, allir velkomnir. Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt -Þ Ú SE ND IR OKK UR MYND EÐA TEXTA- -V IÐ PRENTUM Á TATT O- PA PP ÍR - Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.