Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Þann 12. maí sl. fannst flak flóabáts- ins Reykjavíkur í grennd við ytra Skógarnes á Snæfellsnesi, en skipið sökk árið 1908 eftir að hafa steytt á skeri. Leiðang- urinn sem fann flakið var á veg- um rann- sóknaseturs Há- skóla Íslands á Vestfjörðum, en þeir Ragnar Edv- ardsson fornleifa- fræðingur og Arnar Þór Egils- son, kafari, stað- settu flakið. Arn- ar fann áður flak danska póstskipsins Phønix á sama svæði árið 2009 og þeir Ragnar gerðu í sameiningu út rannsóknaleiðangur til að gera fornleifakönnun og mæl- ingar á flakinu. Ragnar segir í samtali við Morg- unblaðið að rannsókn á flaki Reykja- víkur sé á byrjunarreit, aðeins sé nýbúið að staðsetja það. Ritaðar heimildir gáfu grófa hugmynd um legu skipsins en flakið var síðan staðsett með tvígeislamælingum. „Við vissum svona næstum því hvar það væri,“ segir Ragnar, en sem áður segir sökk skipið eftir að hafa steytt á blindskeri á fullri ferð. Um tuttugu farþegar voru um borð og komust allir í björgunarbáta og til lands, en veður var gott og stilltur sjór er skipið sökk. „Lítil bjargar von mundi hafa ver- ið, ef eitthvað hefði verið að veðri, svona langt undan landi,“ sagði í frétt Ísafoldar um skipsskaðann. Fundið eftir 110 ár „Við fórum í leiðangur 12. maí og það er skemmtileg tilviljun að skipið sökk 13. maí 1908, svo þá voru ná- kvæmlega 110 ár frá því að það fórst,“ segir Ragnar, en flak Reykja- víkur liggur á 20 metra dýpi og er mikið brotið. Flak Phønix var mun heillegra en flak Reykjavíkur og segir Ragnar að það gefi tækifæri til þess að bera saman varðveislu þessara tveggja skipa, sem sukku með 27 ára millibili á sömu slóðum. „Það er svolítið merkilegt að bera saman þessi tvö flök, það er greini- lega lítilsháttar munur á umhverfis- aðstæðum, sem veldur því að skipin varðveitast misvel. Brak úr Reykja- vík er greinilegt, þ. á m. gufuketill- inn og vélarsamstæðan, en brakið er ekki eins heillegt og Phønix var. Það þarf að kanna það betur í næsta leið- angri,“ segir Ragnar. Stefna þeir Arnar að því að kafa niður að flakinu annaðhvort í næstu viku eða í byrjun júní. „Við munum framkvæma grunn- rannsóknir á flakinu, þ.e. mæla það upp og ljósmynda. Mig langar að bera þessi tvö flök saman, Reykjavík og Phønix, því þetta er ein af stóru spurn- ingunum í íslenskri neðansjáv- arfornleifafræði, hvernig neðan- sjávarminjar varðveitast við Ísland. Við höfum séð að skip sem farast á djúpsævi varðveitast betur, svo þetta er spurningin, hvernig skip varðveitast á grunnsævi,“ segir Ragnar. Hann hefur síðustu ár unnið að rannsóknarverkefni um neðansjáv- arminjar við Ísland, sem tengist bæði kortlagningu skipsflaka og minjum í nágrenni gamalla hafna, verslunar- staða og hvalveiðistöðva. Hann segir „helling“ eftir af neðansjávarminjum á grunnsævi við Ísland sem enn hafi ekki verið rannsakaðar. Lítið vitað um skipið Ragnar segir að ekki sé mikið vitað um Reykjavíkina, nema það að skipið var keypt hingað til lands ári áður en það hélt í sína hinstu ferð. Skipið var í eigu Frederiksen & Co. í Mandal í Noregi og áhöfnin norsk. Leysti það af annað skip sem bar sama nafn, en Reykjavík hin fyrri strandaði fyrir neðan Batteríið við Arnarhól í kjölfar þess að siglt var á hana í Reykjavík- urhöfn. „Það er nefnilega vandamálið, það er bara hérna í eitt ár, sekkur ári eftir að það er keypt og við höfum ekki fundið neinar ritaðar heimildir sem gefa nákvæma lýsingu á skipinu, enn að minnsta kosti,“ segir Ragnar, en þeir Arnar eru að reyna að grafa upp meiri upplýsingar um skipið, stærð þess og útlit. Ljósmynd/Ragnar Edvardsson Leiðangur Arnar Þór Egilsson myndar sjávarbotninn við ytra Skógarnes, þar sem flakið liggur. Arnar fann danska skipið Phønix á sömu slóðum. Ljósmynd/Arnar Þór Egilsson Neðansjávar Flakið er mikið brotið eftir 110 ár á hafsbotni og verður kort- lagt nánar á næstunni, en Ragnar og Arnar ætla í annan leiðangur fljótlega. Fundu flak e/s Reykjavíkur  Flóabáturinn fannst við ytra Skógarnes á Snæfellsnesi nær nákvæmlega 110 árum eftir að hann sökk  Skipið hvílir á 20 metra dýpi og flakið mikið brotið Ragnar Edvardsson Sigurður Már Helgason frum- kvöðull hefur látið smíða hátíð- arútgáfu af gæruskinnskollinum Fuzzy. Hann er hvítur og rauður með vísan til elds og íss og jafn- framt til dönsku fánalitanna og verður stillt upp í sendiráði Íslands í Kaupmanna- höfn nk. miðviku- dag í tilefni af sýningu í tengslum við 100 ára full- veldisafmælis Íslands. Illums Bolighus í Kaupmanna- höfn verður með sýningu á vörum valdra íslenskra hönnuða á árlegri hönnunarsýningu í Kaupmanna- höfn, 3daysofdesign, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands og sendi- ráð Íslands. Fuzzy verður meðal af- urða sem þar verða sýndar. Sýn- ingin verður opnuð við hátíðlega athöfn síðdegis næstkomandi fimmtudag. Sigurður hannaði kollinn um 1970 og framleiddi um skeið. Hann tók þráðinn aftur upp þegar hann komst á eftirlaun. Hann segist hafa selt kollinn í Magasin Du Nord í Kaupmannahöfn á sínum tíma og þá einnig reynt að koma honum inn í Illums Bolighus. Það hafi ekki tek- ist og er hann því ánægður með að geta sýnt hann nú í þessari frægu hönnunarverslun. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Hari Kollur Sigurður Már hefur látið framleiða Fuzzy í dönsku fánalitunum. Hátíðarútgáfa af koll- inum sýnd í Danmörku Í gær var kynnt samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðu- neytisins, barnabókahöfunda og Ríkisútvarpsins, sem ber heitið Söguboltinn. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að verkefnið sé liður í kynningarátaki ríkisstjórn- arinnar í aðdraganda HM í Rúss- landi og að markmið þess sé að tengja saman tvo hluti sem samofnir eru þjóðarsál okkar – fótbolta og bókmenntir. Í verkefninu sameinast landsliðs- fólk í fótbolta og landslið íslenskra barnabókahöfunda í umfjöllun um bolta og bækur. Fjórir sjónvarps- þættir verða sýndir á dagskrá Rík- isútvarpsins, sá fyrsti er í dag og svo 24., 29. og 31. maí. „Sögubolta-verkefnið er leið til þess að hugsa á skapandi hátt um bolta og bækur og skemmta sér og fræðast í leiðinni,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menning- armálaráðherra. Hún hvetur lands- menn til að fylgjast með. Rithöfundarnir sem taka þátt í verkefninu eru þau Jóna Valborg Árnadóttir, Eva Rún Þorgeirsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Gunnar Helgason, Marta Hlín Magnadóttir, Ævar Þór Benediktsson, Andri Snær Magnason, Vilhelm Anton Jónsson, Kristín Ragna Gunn- arsdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Birgitta Elín Hassel, Kristín Tóm- asdóttir, Sævar Helgi Bragason og Kjartan Yngvi Björnsson. Þættir um fótbolta og bækur  Söguboltinn hefst á Ríkisútvarpinu í dag Verkið er Gerðar Í frétt um viljayfirlýsingu um lista- safn með verkum Nínu Tryggva- dóttur í Morgunblaðinu á laugardag, var í umfjöllun um opinber verk eftir Nínu farið rangt með höfund mósaíkverksins á Tollhúsinu í Reykjavík. Það gerði Gerður Helga- dóttir á árunum 1972-73. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.