Fréttablaðið - 04.07.2018, Page 12
Sirrý reynist því sjálf ófær
um að greina á milli skoðana
og staðreynda. Það sem
henni þóknast er staðreynd,
annað eru skoðanir.
Með þessum verkefnum
vonumst við til að geta
aðstoðað Íslendinga við að
leita lausna á einu brýnasta
vandamálinu hér á Íslandi:
að verja ósnortið víðerni
fyrir álaginu sem fylgir komu
stórra hópa áhugasamra
ferðamanna.
Þess má geta að margir menn
lærðir sem leikir hafa lýst
furðu sinni yfir vinnubrögð-
um embættismanna utan-
ríkisráðuneytisins. Margir
þeirra hafa tekið undir
skoðanir okkar í þá veru að
við séum og verðum beittir
skýlausum mannréttinda-
brotum á meðan ekki verður
tekið undir kröfur okkar um
að ljúka þessu máli á viðun-
andi hátt.
Á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands gefst landsmönnum gott tækifæri til að leiða hug-
ann sérstaklega að því sem þjóðin
er stoltust af: jafnrétti kynjanna,
endurnýjanlegri orku og sjálfbærni,
svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin
fagna 242 ára sjálfstæðisafmæli sínu
í þessari viku og við Bandaríkja-
menn getum einnig verið stoltir af
því sem við höfum lagt af mörkum
til heimsins.
Mörg þekktustu kennileita
Bandaríkjanna, svo sem Miklagl-
júfur (Grand Canyon) og Gateway-
boginn í St. Louis, eru hluti af
þjóðgarðakerfinu okkar, sem er
oft kallað „besta hugmynd Banda-
ríkjanna“. Í sumar mun sendiráð
Bandaríkjanna standa fyrir her-
ferð til að kynna starfsemi og hug-
myndafræði bandarískra þjóðgarða
fyrir Íslendingum og styrkja um
leið mikil og góð tengsl þjóðanna
tveggja.
Yellowstone-þjóðgarðurinn var
stofnaður árið 1872 og allar götur
síðan hafa Bandaríkin verið tals-
menn hugmyndafræðinnar um
þjóðgarða víðsvegar um heiminn.
Þjóðgarðar eru einkennandi fyrir
bandarísku gildin jafnrétti og lýð-
ræði. Eins og Franklin Roosevelt for-
seti sagði: „Grundvallarhugmyndin
á bak við þjóðgarðana er sú að land-
ið tilheyri fólkinu.“ Þjóðgarðakerfið
tekur nú til yfir 400 svæða í öllum 50
ríkjum Bandaríkjanna.
Á síðasta ári komu um það bil
330 milljónir gesta frá öllum heims-
hornum í bandaríska þjóðgarða.
Þetta olli gríðarlegu álagi á vega-
kerfið og alla aðstöðu og þjónustu
á þjóðgarðasvæðunum. Í byggð-
unum næst þjóðgörðunum á sér nú
stað samfélagsumræða um æski-
legasta jafnvægið á milli jákvæðra
áhrifa ferðaþjónustu og álagsins
sem ferðamenn valda á innviði sam-
félagsins.
Þetta hljómar eflaust kunnuglega
í eyrum Íslendinga.
Raunar hefur reynsla okkar af
rekstri þjóðgarða orðið hvati að
ýmsum spennandi samstarfsverk-
efnum milli Íslands og sendiráðsins
okkar. Með þessum verkefnum von-
umst við til að geta aðstoðað Íslend-
inga við að leita lausna á einu brýn-
asta vandamálinu hér á Íslandi: að
verja ósnortið víðerni fyrir álaginu
sem fylgir komu stórra hópa áhuga-
samra ferðamanna.
Sem dæmi má nefna að á síðasta
ári setti sendiráð Bandaríkjanna á
laggirnar verkefni í samstarfi við
Landvernd, frjáls félagasamtök á
sviði umhverfismála. Verkefnið
kallast CARE og markmiðið er að
fá ferðamenn til að gróðursetja tré
og leggja þannig sitt af mörkum við
að byggja upp íslensku skóglendin.
Ferðamenn koma hingað vegna
þess að þeir vilja upplifa og auðga
náttúrulega fegurð Íslands og CARE
nýtir sér þennan áhuga.
Síðasta haust bauð sendiráðið
mörgum af lykilstjórnendum í
íslenskri ferðaþjónustu í heimsókn
til Bandaríkjanna, þar sem gestirnir
skoðuðu meðal annars Acadia-
þjóðgarðinn í Maine-ríki. Acadia er
svæði sem einkennist af hrjóstrugu
landslagi og á næsta leiti er bærinn
Bar Harbor, með um það bil 6.000
íbúa, en þangað komu 3,5 milljónir
ferðamanna á síðasta ári. Er þetta
ekki eitthvað sem hljómar kunnug-
lega fyrir Íslendingum? Við vonum
að íslensku gestirnir hafi fengið hug-
myndir um hvernig hægt er að tak-
ast á við svipaðar áskoranir, á sjálf-
bærari hátt, með því að kynna sér
byrjunarörðugleikana sem Acadia
hefur þurft að takast á við.
Eftir þessi vel heppnuðu verkefni
lá beinast við að næsta skref yrði
formleg tenging Þjóðgarðastofn-
unar Bandaríkjanna við samsvar-
andi aðila á Íslandi. Sérfræðingar
frá Þjóðgarðastofnuninni stefna á
heimsókn til Reykjavíkur í haust
og hafa jafnframt boðið íslenskum
samstarfsaðilum sínum til Banda-
ríkjanna til að halda samtalinu
áfram þar. Aðilar í báðum löndum
hafa rætt saman í gegnum Skype um
nokkurra mánaða skeið og eru allir
spenntir fyrir væntanlegu samstarfi,
þar sem reynsla beggja landa af
góðum starfsvenjum verður kynnt
og rædd.
Þetta verður spennandi ár! Fylgist
með sendiráðinu á samfélagsmiðl-
um til að fá fleiri fréttir, þar á meðal
tilkynningar um opna viðburði þar
sem starfsemi þjóðgarðanna verður
kynnt sérstaklega. Að lokum sendir
sendiráð Bandaríkjanna ykkur
hlýjar kveðjur og hvatningu til að
heimsækja og kynnast þjóðgörðum
Bandaríkjanna af eigin raun.
„Þetta er besta hugmynd
Bandaríkjanna“
Jill Esposito
starfandi
sendiherra
Bandaríkjanna
Einn af föstum dálkum Frétta-blaðsins eru Bakþankarnir sem birtast daglega á öftustu
síðu blaðsins. Þar hefur hópur höf-
unda frjálsar hendur til að fjalla með
sínum hætti um þau málefni sem
þeim eru efst í huga hverju sinni.
Eins og gefur að skilja eru pistl-
arnir mismunandi bæði að efni og
gæðum enda ekki heiglum hent að
ryðja út úr sér áhugaverðum dálki
einu sinni í viku.
Einn af þessum höfundum er
Sirrý Hallgrímsdóttir. Hún er
greinilega innmúruð og -vígð í Sjálf-
stæðisflokkinn því margir pistla
hennar fjalla um viðfangsefni tengd
flokknum. Hún hefur gjarna þann
háttinn á að búa til strámann úr
andstæðingi sínum, leggja honum
skoðanir í munn og hrekja þær
síðan. Þetta er pottþétt aðferð til
að hafa betur í rökræðum en virkar
því miður aðeins gagnvart þeim sem
eru sama sinnis og höfundur. Hjá
öðrum veldur hún aðeins aulahrolli.
Nýjasta áhugamál Sirrýjar er
niðurskurður Illuga Gunnarssonar,
fyrrverandi menntamálaráðherra,
á stúdentsprófinu í þrjú ár. Í síð-
asta pistli sínum byrjar hún á því
að benda á þá stöðu sem komin er
upp í Bandaríkjunum þar sem um
75% manna eru ófær um að greina
á milli skoðana og staðreynda. Því
næst snýr hún sér að Fréttastofu
Ríkisútvarpsins og gagnrýnir hana
fyrir að greina frá neikvæðum skoð-
unum ýmissa aðila sem tengjast
framhaldsskólanum á þriggja ára
stúdentsprófinu í fréttatíma þar
sem menn töldu að vinnuálag hefði
aukist til muna. Sirrý segir réttilega
að þetta séu skoðanir. Síðan bendir
hún á að í öðrum fjölmiðlum hafi
verið fréttir um að þriggja ára stúd-
entspróf í Verslunarskólanum hafi
komið vel út og að könnun meðal
nemenda sýni að þeim finnist
vinnuálag hæfilegt.
Nú er það að sjálfsögðu ánægju-
leg frétt að stúdentspróf í Versl-
unarskólanum hafi komið vel út og
ekkert út á það að setja en í pistli
Sirrýjar verður ekki betur séð en
þær skoðanir Verslunarskólanema
að vinnuálag sé hæfilegt sé allt í einu
orðið að staðreynd. Sirrý reynist því
sjálf ófær um að greina á milli skoð-
ana og staðreynda. Það sem henni
þóknast er staðreynd, annað eru
skoðanir.
Mannfólkið er misjafnt, það sem
sumum finnst mikið álag finnst
öðrum hæfilegt og þar af leiðandi
eru skoðanir á því ólíkar. Sjálfsagt
er hægt með einhverjum aðferðum
að meta námsálag á nemendur og
full ástæða til að gera það. Það er
hins vegar aðeins einn aðili sem
getur mælt hvort þriggja ára námið
stendur undir nafni hvað þekkingu
og færni varðar og það er Háskóli
Íslands. Svo fremi menn þar á bæ
séu ekki búnir að aðlaga grunn-
áfanga námsins þriggja ára náminu,
með því að draga úr kröfum, þá ætti
að vera auðvelt að meta árangur
stúdenta með þriggja og fjögurra ára
stúdentspróf í völdum greinum og
komast þannig að því hvort þekk-
ing og færni nemenda hefur beðið
skaða af niðurskurðinum.
Skoðanir, staðreyndir og
þriggja ára stúdentspróf
Guðmundur J.
Guðmundsson
kennari
Sú furðulega staðreynd blasir við að hjúkrunarfræðingar sem ákveða að bæta við sig
tveggja ára háskólanámi og gerast
ljósmæður lækka í launum. Ætli
þetta gerist nokkurs staðar ann-
ars staðar á byggðu bóli? Hvernig
stendur á því að ríkið leiðréttir
ekki þessa fáránlegu vitleysu? Jú,
staðan er þannig að í hvert sinn
sem reynt er að leiðrétta laun
ákveðinna hópa, og þá meina ég
að leiðrétta augljóst misrétti, ætlar
allt vitlaust að verða. ASÍ notaði
bráðnauðsynlega launahækkun
grunnskóla- og tónlistarkennara
til að lýsa yfir forsendubresti á
vinnumarkaði. Það má öllum ljóst
vera að þjóðfélag okkar þarf á vel
menntuðum kennurum að halda
og ekki síður vel menntuðu heil-
brigðisstarfsfólki, þar með töldum
ljósmæðrum. Hvað er mikilvægara
í einu þjóðfélagi en að búa vel að
börnum frá fæðingu og til full-
orðinsára?
Sú var tíð að kvennahreyfingin
á Íslandi setti heilbrigðismál og
þá sérstaklega heilsu kvenna í
öndvegi þegar ríkisvaldið brást.
Kvennahreyfingin safnaði ótrúlega
miklum peningum til byggingar
Landspítala, hún safnaði líka fyrir
sérstakri kvennadeild og konur
hafa stutt dyggilega við baráttuna
gegn brjóstakrabbameini, að ekki
sé minnst á Barnaspítala Hringsins.
Kvennahreyfingin hefur líka lengi
barist fyrir launajafnrétti kynjanna
og því að störf kvenna séu metin
að verðleikum en á því hefur verið
mikill misbrestur.
Nú er heilsu mæðra og ung-
barna ógnað. Verðandi mæður
eru kvíðafullar. Ljósmæður eru að
hætta störfum eftir árangurslausa
kjarabaráttu mánuðum saman.
Nú verðum við að rísa upp, konur
þessa lands, og krefjast þess að
menntun ljósmæðra verði metin
eins og hver önnur háskólamennt-
un og að störfum þeirra verði sýnd
sú virðing sem þeim ber.
Ég skora á kvennahreyfingar um
allt land að láta í sér heyra, mót-
mælum allar. Sendum skilaboð til
ríkisstjórnarinnar: það verður að
semja og það strax! Líf og heilsa
kvenna og ungbarna er í veði.
Samningar við ljósmæður snúast
um réttlæti og þeir ógna hvorki
einu né neinu á vinnumarkaði.
Konur, rísið upp –
krefjist samninga
við ljósmæður!
Kristín
Ástgeirsdóttir
fv. þingkona
KvennalistansÍ tilefni af grein utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem birtist í Fréttablaðinu 2. júlí 2018
undir fyrirsögninni „Ísland axlar
ábyrgð“ óskar undirritaður, fyrir
hönd nokkurra félaga, að benda
á það sem við höfum haldið fram
í marga áratugi, nefnilega að við
höfum verið gróflega beittir eignar-
réttar- og ekki síður mannréttinda-
brotum af óþægilega furðulegri
gerð, af hálfu embættismanna utan-
ríkisráðuneytisins og fyrirrennara
Guðlaugs Þórs á ráðherrastóli með
fáum undantekningum.
Þetta er ástand sem er orðið allvel
þekkt af umfangsmiklum og mis-
jafnlega neikvæðum fjölmiðlaum-
fjöllunum, sem gengið hefur undir
nafninu Heiðarfjallsmálið, allar
götur síðan um miðjan áttunda
áratug síðustu aldar. Málið hefur
sömuleiðis vakið áhuga erlendra
fjölmiðla. Ekki síst vegna þess að
systurstöðvar radarstöðvarinnar
H-2 á Heiðarfjalli í Kanada, sam-
tals meira en 40 stöðvar, hafa allar
verið hreinsaðar af eiturefnum, með
ærnum tilkostnaði.
Málið snýst í hnotskurn um að við
höfum verið neyddir til að geyma á
eignarlandi okkar tíu þúsund tonna
(varlega áætlað magn) eiturefna-
haug sem urðaður var á hábungu
Heiðarfjalls á meðan Bandaríkja-
menn ráku þar radarstöð frá árinu
1954 til 1970. Smiðshöggið á þann
umhverfisglæp var framkvæmt að
undirlagi Varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins og Sölu
varnarliðseigna.
Í þá tæpu hálfa öld sem þessi
barátta okkar hefur staðið við sér-
kennilega óbilgjarna hermangs
„elítu“ utanríkisráðuneytisins sem
talið hefur sig þess umkomna að
beita okkur ýtrustu valdníðslu
gegn öllum okkar umleitunum um
að gengið verði til verks í þeim til-
gangi að koma í veg fyrir frekara
tjón á landi, skepnum og mönnum;
hefur öllum tiltækum ráðum gegn
okkur verið beitt og þegar þessa
starfsmenn utanríkisráðuneytis-
ins skorti rök, var í allmörg skipti
gripið til þess ráðs að kaupa rándýr
en engu að síður ótrúlega ódýr lög-
fræðiálit, þar sem jafnvel hæsta-
réttarlögmenn féllu í þá gryfju að
hanga á jafn vesælum hálmstráum
og að sökin væri fyrnd, eða að við
hefðum á sínum tíma keypt landið
og sætt okkur við ástand þess. Þetta
eru að sjálfsögðu vinnubrögð sem
eru langt fyrir neðan öll venjuleg
siðferðileg viðmið og við vonum
sannarlega að þú, Guðlaugur Þór,
sért sammála okkur, eftir að hafa
tekið þessa farsælu ákvörðun að
láta rödd Íslands hljóma á alþjóða-
vettvangi við tiltektir í mölbrotnu
mannréttindahafi heimsins.
Þess má geta að margir menn
lærðir sem leikir hafa lýst furðu
sinni yfir vinnubrögðum emb-
ættismanna utanríkisráðuneytis-
ins. Margir þeirra hafa tekið undir
skoðanir okkar í þá veru að við
séum og verðum beittir skýlausum
mannréttindabrotum á meðan ekki
verður tekið undir kröfur okkar um
að ljúka þessu máli á viðunandi
hátt. Einn af þeim aðilum, Árni Þór
Sigurðsson, þáverandi formaður
utanríkismálanefndar Alþingis, leit-
aði til þáverandi utanríkisráðherra,
Össurar Skarphéðinssonar, með
spurninguna um hvort ætlunin sé
að eigendur Heiðarfjalls á Langanesi
verði til eilífðar beittir þvingunum
til að sitja uppi með hauginn. Þessu
erindi Árna Þórs var að sjálfsögðu
svarað með sömu útúrsnúningum
embættismanna utanríkisráðu-
neytisins og okkur hefur verið boðið
upp á í tæpa hálfa öld.
Axlar utanríkisráðuneytið ábyrgð?
Sigurður R.
Þórðarson
f.h. landeigenda
Heiðarfjalls
4 . j ú l í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R12 s K o Ð U n ∙ F R É T T A B l A Ð I Ð
0
4
-0
7
-2
0
1
8
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
0
-D
4
5
8
2
0
5
0
-D
3
1
C
2
0
5
0
-D
1
E
0
2
0
5
0
-D
0
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K