Fréttablaðið - 04.07.2018, Qupperneq 14
4 . j ú l í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R14 S p o R t ∙ F R É t t A B l A Ð I Ð
sport
Stjarna dagsins á
HM 2018
HM 2018 í Rússlandi, 16-liða úrslit
Svíþjóð - Sviss 1-0
1-0 Emil Forsberg (66.).
Kólumbía - England 1-1
1-0 Harry Kane (58.)., 1-1 Yerry Mina (90+3.).
England vann í vítakeppni, 4-3.
Markvörðurinn Jordan Pickford
vann hug og hjörtu Englendinga
í gær þegar hann varði vítspyrnu
Carlos Bacca. Reyndist það skilja
liðin að því stuttu síðar innsiglaði
Eric Dier sigurinn fyrir England.
Varð Pickford með því fyrsti
enski markvörðurinn sem ver
vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni í
tuttugu ár. David Seaman varði þá
vítaspyrnu frá Hernan Crespo en
það skilaði litlu, England féll úr leik
í vítaspyrnukeppninni.
Gareth Southgate, þjálfari enska
landsliðsins, treysti á Pickford
frekar en Pope og Butland í að-
draganda mótsins og er nú að upp-
skera eftir því.
Þrátt fyrir
rólegan dag í
gær var Pick-
ford tilbúinn
þegar á reyndi
og átti meðal
annars stór-
brotna mark-
vörslu undir lok
leiksins.
Er fótboltinn loksins á heimleið?
Englendingar ærast úr kæti eftir að Eric Dier skoraði úr fimmtu vítaspyrnu Englands gegn Kólumbíu sem kom þeim áfram í 8-liða úrslitin. Fram að
þessu hafði England aldrei unnið vítaspyrnukeppni á HM og voru komin 22 ár síðan landsliðið vann síðast leik eftir vítakeppni. NordicphotoS/gEtty
Valur - Þór/KA 0-0
.
hK/Vík. - ÍBV 1-0
1-0 Fatma Kara (56),
Efri
Þór/KA 20
Valur 19
Breiðablik 18
Stjarnan 13
ÍBV 8
Neðri
Selfoss 8
HK/Víkingur 7
Grindavík 6
FH 3
KR 3
pepsi-deild kvenna
FótBoltI Landsliðsmarkvörðurinn
Hannes Þór Halldórsson samdi í
gær við Qarabag, meistarana í Aser
baídsjan en hann kemur til liðsins
frá Randers í Danmörku.
Gekkst Hannes undir læknisskoð
un í æfingabúðum liðsins í Austur
ríki í gær en Ólafur Garðarsson,
umboðsmaður Hannesar, staðfesti
það í samtali við Fótbolti.net í gær.
Hannes vakti athygli á heimsvísu
þegar hann varði vítaspyrnu Lionels
Messi í leik Íslands og Argentínu á
dögunum. Greindu forráðamenn
Randers frá því að þeir hefðu strax
fundið fyrir áhuga á íslenska lands
liðsmarkverðinum.
Hefur hann verið á mála hjá
Randers í tvö ár en hann hefur einn
ig leikið með NEC Nijmeg en í Hol
landi og Bodö/Glimt, Sandnes Ulf og
Brann í Noregi á atvinnumannsferli
sínum.
Qarabag tekur þátt í undan
keppni Meistaradeildar Evrópu
í sumar en þeir komust alla leið í
riðlakeppnina í fyrra þar sem þeir
voru með Roma, Atletico Madrid
og Chelsea í riðli. Hafa þeir einnig
verið reglulegir gestir í riðlakeppni
Evrópudeildarinnar sem sýnir styrk
nýja liðs Hannesar. – kpt
Hannes Þór til
AserbaídsjanGolF Tiger Woods, Jordan Spieth, Phil
Mickelson, Rory
McIlroy, Dustin
Johnson og Haraldur
Franklín Magnús, atvinnu
kylfingur úr GR. Allir eiga
þeir það sameiginlegt að
þeir verða meðal þátt
takenda á Opna breska
meistaramótinu í golfi sem
fer fram á Carnoustievellinum
í Skotlandi eftir rétt rúmar tvær
vikur.
Varð Haraldur Franklín í gær
fyrsti íslenski karlkyns kylfingur
inn sem kemst inn á eitt af risa
mótunum fjórum í golfi þegar
hann lenti í öðru sæti í úrtökumóti
á The Prince’s vellinum í Kent.
Ásamt honum komust Tom
Lewis og Retief Goosen sem vann
á sínum tíma Opna bandaríska
meistaramótið tvívegis áfram úr
úrtökumótinu. Lauk hann mót
inu á tveimur höggum undir
pari en leiknar voru 36
holur á einum degi og þrír
kylfingar af 72 fengu þátt
tökurétt á Opna breska
meistaramótinu.
Allir golfáhuga
m e n n þ e k k j a
þetta sögufræga
mót, elsta golfmót
heims, það þriðja
á árinu af risamótunum og
það stærsta af risamótunum
fjórum.
Er þetta í áttunda
skiptið sem mótið fer
fram á Carnoustie
vellinum og í 147.
skiptið sem þetta sögu
fræga mót fer fram en
það fór fyrst fram árið
1860. Allir þekktustu
k yl f i n g a r h e i m s
verða á staðnum,
þar á meðal Tiger
Woods, sem gerir
atlögu að fjórða
m e i s t a r a t i t l i
sínum á Opna
breska meistara
mótinu.
taugarnar
þandar
H a ra l du r va r
m e ð a l f y r st u
kylfinga í klúbb
húsið og í efsta
sæti en hann
þurfti því að
fylgjast með á
meðan aðrir
kylfingar luku
l e i k . H a n n
segir að það
hafi verið
afar tauga
trekkjandi og hann hafi ákveðið
að leggja sig þegar hann er spurður
hvað hann hafi gert á meðan.
„Ég hafði ekki taugar í að fylgjast
með. Ég fór bara inn í búnings
herbergi, stillti vekjaraklukku og
ætlaði að reyna að sofa aðeins.
Síðan vaknaði ég til að hita upp
ef ég myndi enda í umspili en þess
gerðist ekki þörf, “ segir Haraldur
sem kvartar ekki undan veðrinu,
það var mikill vindur sem hentaði
íslenska kylfingnum vel.
„Það var hávaðarok þarna. Það
voru úrtökumót víðsvegar um Eng
land og þar voru menn að koma í
hús á mun betra skori. Ég hugsa að
þau hefðu verið það hjá okkur líka
ef veðrið hefði verið öðruvísi en
veðrið hjálpaði mér í dag.“
Heilt yfir lék hann vel, fékk sex
fugla og aðeins fjóra skolla á hringj
unum tveimur.
„Ég var að spila mjög vel og mér
leið vel inni á vellinum. Ég reyndi
að halda mig fjarri þeim sem sýna
stöðuna á mótinu. Ég leit aðeins á
þá þegar níu holur voru eftir og sá
að ég þyrfti kannski aðeins að gefa
í og það gekk upp.“
Lítið um fagnaðarlæti
Haraldur segist hafa lítinn tíma til
að fagna þessum árangri en hann
var að fara í flug til Svíþjóðar þar
sem hann leikur á Nordic League
mótaröðinni um helgina. Er hann
á öðru ári sínu á mótaröðinni en
hann var valinn nýliði ársins í fyrra.
„Markmiðið var einfaldlega að
gera allt sem ég gæti til að kom
ast áfram og inn á Opna breska
meistaramótið. Ég hef lítinn tíma
til að fagna þessu, ég flýg til Sví
þjóðar í nótt fyrir mót sem hefst
þar á fimmtudaginn. Ætli maður
kíki ekki í bað til að mýkja bakið
aðeins,“ segir Haraldur sem ætlar
að æfa stíft fram að móti.
„Ég kem til Skotlands þremur
dögum fyrir mót en ég verð meira
og minna á golfvellinum allt fram
að mótinu,“ sagði Haraldur glað
beittur. kristinnpall@frettabladid.is
Reyndi að sofa stressið af sér
Haraldur Franklín Magnús komst fyrstur Íslendinga inn á Opna breska meistaramótið í golfi, eitt elsta og
virtasta golfmót heims í gær. Hann lagði sig í búningsklefanum á meðan hann beið eftir lokatölunum.
Hann er mikill
Íslandsvinur og ég
held að það hafi aldrei mætt
fleiri á mót en þegar hann
var á Íslandi. Það var mikill
heiður fyrir mig að ná að
vera fyrir ofan hann.
Haraldur Franklín Magnús um
Retief Goosen
0
4
-0
7
-2
0
1
8
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
0
-C
0
9
8
2
0
5
0
-B
F
5
C
2
0
5
0
-B
E
2
0
2
0
5
0
-B
C
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
6
4
s
_
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K