Fréttablaðið - 04.07.2018, Side 24
Þjóðfélagið í heild nýtur góðs af öflugri frumkvöðlastarf-semi,“ segir Sigurður Björns-
son, sviðsstjóri á rannsókna- og
nýsköpunarsviði Rannís. Undir
sviðið heyrir Tækniþróunarsjóður
en lögbundið hlutverk hans er að
styðja þróunarstarf og rannsóknir
á sviði tækniþróunar sem miða að
nýsköpun í íslensku atvinnulífi.
Sjóðurinn, sem er samkeppnis-
sjóður, heyrir undir iðnaðar- og
viðskiptaráðherra og er heimilt
að fjármagna nýsköpunarverkefni
í samræmi við meginstefnu Vís-
inda- og tækniráðs. Allar umsóknir
eru metnar af fagráði sem leggur til
ráðgefandi álit um styrkveitingu til
stjórnar sjóðsins.
Áhrifamat 2009-2013
„Tækniþróunarsjóður veitti
styrki fyrir 4,1 milljarð á árunum
2009-2013 en fjárveitingar hafa
aukist verulega á undanförnum
árum og eru ríflega 9,5 milljarðar
á árabilinu, 2014-2018. Nýlega
kom út mat á áhrifum styrkja sem
sjóðurinn veitti á þessu tímabili
og niðurstöður þess gefa til kynna
að sjóðurinn gegni mikilvægu
hlutverki í íslensku atvinnulífi og
sé gjarnan forsendan fyrir því að
þekking og drifkraftur sem býr
í íslenskum frumkvöðlum nái
að skila raunverulegum árangri,
og ekki síður hvatning til starf-
andi fyrirtækja til að takast á við
ný og krefjandi verkefni,“ segir
Sigurður en Rannsóknamiðstöð
um nýsköpun og alþjóðaviðskipti,
sem er starfrækt innan Viðskipta-
fræðistofnunar Háskóla Íslands,
vann úttektina.
„Þessi niðurstaða kemur í sjálfu
sér ekkert á óvart. Það er almennt
viðurkennt að stuðningur við
frumkvöðla, einkum þá sem eru
drifnir áfram af nýjum tækifærum
sem þeir trúa á, er jafnframt drif-
kraftur hagvaxtar,“ segir Sigurður.
Þar kemur einnig fram að styrk-
þegar telja Tækniþróunarsjóð
skilvirkasta tækið sem íslenskum
fyrirtækjum stendur til boða til að
auka árangur í nýsköpun en mat
af þessu tagi er gert á fimm ára
fresti. „Það er mikilvægt að leggja
mat á árangur sjóðsins, greina í
hvað styrkir sjóðsins fara og hvaða
áhrif þeir hafa. Samkvæmt þessu
mati hefur sjóðurinn jákvæð áhrif
á efnahagslífið og velta jókst hjá
75% styrkþega og aðgengi að
nýjum mörkuðum innanlands og
erlendis jókst í 70% tilfella,“ segir
Sigurður.
Í mati á nýsköpun og færni
kemur fram að þekking og hæfni
starfsfólks jókst í nær 100% tilfella
og tengslanet efldist til muna,
bæði innanlands og erlendis, að
sögn Sigurðar. Hvað þjóðfélagsleg
áhrif varðar sköpuðust ný störf
í 70% tilfella og hlutdeild ungs
fólks og kvenna jókst. „Styrk-
irnir eru forsenda fyrir stofnun
og vexti fyrir tækja. Án styrkja
Tækniþróunarsjóðs hefðu 75%
fyrirtækja ekki orðið að veruleika,
samkvæmt þessu mati,“ bendir
Sigurður á.
Stefnumótun
Tækniþróunarsjóður hefur tekið
miklum breytingum frá stofnun
hans 2004 þegar styrktarkerfið var
einfalt og fjármagn takmarkað.
Sjóðurinn óx þó jafnt og þétt, en
með stefnu og aðgerðaáætlun Vís-
inda- og tækniráðs, sem árið 2014
fól í sér verulega stækkun sjóðsins,
var ráðist í stefnumótunarvinnu til
að mæta fyrirhugaðri stækkun.
Innleiðingu stefnumótunar-
innar lauk haustið 2016 en hún
er þó í stöðugri endurskoðun.
Tryggja þarf hæfilega nýliðun, ýta
undir tækniyfirfærslu verkefna
úr háskólum yfir í atvinnulífið og
alþjóðleg tengsl þarf að efla.
„Að okkar mati hefur tekist vel
til. Á hverju ári sækir fjöldi frum-
kvöðla um styrk úr Tækniþróunar-
sjóði en hægt er að sækja í mis-
munandi styrktarflokka eftir eðli
og stærð verkefna. Þrátt fyrir að
efnahagslífið sé almennt jákvætt
og atvinnustig hátt fjölgar umsækj-
endum verulega. Á árunum 2015-
2017 fjölgaði umsóknum um 90%.
Það er áhugavert fyrir þær sakir að
í góðu efnahagslegu árferði er talið
einfaldara að ráða sig til starfandi
fyrirtækja í staðinn fyrir að fara
út í áhættusama frumkvöðlastarf-
semi en þetta sýnir hversu mikil
gróska er í nýsköpun hér á landi.
Þetta sýnir líka að sú stefnumótun
sem sjóðurinn stóð fyrir hefur
tekist vel og er að skila árangri,“
segir Sigurður en markmið
stefnumótunarinnar eru áhersla á
fjölbreytni, snarpari framkvæmd
og árangur. Þessar breytingar hafa
skilað sér í fleiri umsóknum frá
breiðari hópum úr atvinnulífinu,
en að sama skapi er orðið talsvert
snúið að komast í gegn því innan
við fimmtungur umsækjenda fær
styrk.
Atvinnulífið
Öllum er frjálst að sækja um styrki
í Tækniþróunarsjóð og hvert verk-
efni er vegið og metið eftir gæðum
og hvaða áhrif það getur haft á
vöxt og viðgang viðkomandi fyrir-
tækis, auk þróunar á efnahags- og
atvinnulífið.
„Ef við skoðum söguna frá
2004, en þá verður sjóðurinn til í
núverandi mynd, kemur í ljós að
verkefni sem eru tengd hagnýtingu
lífríkis sjávar og ferskvatns eru
einna fyrirferðarmest. Það kemur
ekki á óvart því við búum þar að
mikilli þekkingu og því eðlilegt
að líftækni skipi stóran sess, ekki
síst til verðmætasköpunar úr
aukaafurðum sem ekki voru nýttar
áður. Sem dæmi má nefna Matís,
sem hefur verið öflugt við að þróa
vörur úr lífríki hafsins, Zymetech
sem framleiðir m.a. pensím úr
fiskslógi og Kerecis sem framleiðir
sárastoðefni úr fiskpróteinum,“
upplýsir Sigurður.
Hann segir að ekki sé hægt
að ætlast til að öll verkefni sem
Tækniþróunarsjóður styrki vaxi og
dafni upp í það að verða að stórum
og öflugum fyrirtækjum. Sum
þeirra komist aldrei upp úr vaxtar-
verkjum og verði jafnvel ekki að
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442
Almennt er viðurkennt að stuðningur við frumkvöðla, einkum þá sem eru
drifnir áfram af nýjum tækifærum, er drifkraftur hagvaxtar, að sögn Sigurðar.
Framhald af forsíðu ➛
Tækniþróunarsjóður hefur styrkt verkefni sem eru tengd hagnýtingu lífríkis sjávar og ferskvatns og einnig hátækniverkefni. Það kemur ekki á óvart því hérlendis búum við þar að mikilli þekkingu og
því eðlilegt að líftækni skipi stóran sess, ekki síst til verðmætasköpunar úr aukaafurðum sem ekki voru nýttar áður. Á árunum 2014-2018 veitti Tækniþróunarsjóður 9,5 milljarða í styrki.
Nýlega kom út mat
á áhrifum styrkja
sem sjóðurinn veitti og
niðurstöður þess gefa til
kynna að sjóðurinn gegni
mikilvægu hlutverki í
íslensku atvinnulífi og sé
gjarnan forsendan fyrir
því að þekking og drif-
kraftur sem býr í íslensk-
um frumkvöðlum nái að
skila raunverulegum
árangri.
Sigurður Björnsson
2 KYNNINGARBLAÐ 4 . j Ú L í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RNýSKöpuN Á íSLANdI
0
4
-0
7
-2
0
1
8
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
0
-F
6
E
8
2
0
5
0
-F
5
A
C
2
0
5
0
-F
4
7
0
2
0
5
0
-F
3
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K