Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.07.2018, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 04.07.2018, Qupperneq 32
Doktor Ólafur Þór Ævars­son, sérfræðingur í geð­lækningum og eigandi Streituskólans, segir að kulnun geti myndast hjá einstaklingum þegar álagsþættir verða of margir sam­ tímis og hvíld er ekki nægileg. „Við það myndast vítahringur þreytu, streitu, áhugaleysis, minnisleysis og truflunar á einbeitingu, auk líkamlegrar vanlíðanar. Mikilvægt er að greina einkenni kulnunar snemma til að ná skjótum bata og koma í veg fyrir sjúklega streitu, depurð eða kvíða,“ segir hann en kulnun er orðin ein helsta ástæða veikindafjarveru og veikinda­ nærveru starfsfólks. Sérfræðingar Streituskólans hafa unnið að nýsköpun í greiningu og meðferð á kulnun, sem nýtist bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Nýsköpunin felst í að fylgjast með gagnreyndum nýjungum í mann­ auðs­ og heilbrigðisfræðum og þróa aðferðir til að fræða um þær og gera þekkinguna aðgengilega á skjótan og einfaldan hátt. Um er að ræða nýjar og markvissar aðferðir við að greina kulnun en Streituskólinn er í samstarfi við Institutet för Stressmedicin í Gautaborg. „Við skimum fyrir kulnun innan fyrirtækja, veitum forvarna­ fræðslu, mannauðsráðgjöf og stjórnendaráðgjöf, auk þess að útbúa forvarnaáætlun. Við fylgjum málum eftir og veitum fræðslu svo það verði meiri þekking á kulnun innan fyrirtækjanna sjálfra. Forvarnaáætl­ un snýst um að fræða starfsfólk svo allir viti hvað á að gera ef það er minnsti grunur um kulnun og hvernig á að bregðast við henni. Í raun er okkar þjónusta sérsniðin fyrir hvert og eitt fyrirtæki,“ segir Ólafur. Streituskólinn er einnig með sérfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga. „Við greinum kulnun hjá einstaklingum, veitum þeim ráðgjöf, stuðning og meðferð við sjúklegri streitu og streitutengdum heilsufarsvandamálum,“ segir Ólafur og bendir á að miklir hags­ munir séu í húfi, bæði fyrir einstakl­ inga og fyrirtæki. Þegar Ólafur er spurður hvort til séu nákvæmar tölur um aukningu á kulnun hérlendis segir hann að svo sé því miður ekki. „Hins vegar sýna erlendar rannsóknir að kulnun og sjúkleg streita virðist hafa aukist mikið í hinum vestræna heimi undanfarin ár og er farið líta á hana sem sérstakan heilasjúkdóm. Þess vegna eru varnir gegn kulnun heila­ verndandi,“ segir hann. Heilinn styrkist og eflist við hreyfingu Ólafur segir að ef lýsa eigi því á einfaldan hátt hvernig bregðast skuli við kulnun megi skipta því í þrjá þætti: „Í fyrsta lagi greinum við álagspunkta og streituvalda. Kulnun snýst ekki aðeins um álag í vinnu heldur einnig heima fyrir. Flestir vilja samhæfa vinnu og fjölskyldulíf en það getur verið flókið mál. Það þarf því að átta sig á hvaða streituvaldar eru hjá hverjum og einum og skilgreina þá. Mikilvægt er að ýta í burtu því sem ekki er hægt að breyta og vinna í því sem hægt er að laga. Þess þarf að gæta að álag sé hæfi­ legt á vinnustað og þar myndist ekki gróðrarstía fyrir álagsþætti eins og kynferðislega áreitni eða einelti. Í öðru lagi þarf að kanna álags­ viðbrögð. Sumir keyra sig áfram og gleyma að hvílast, fara meira í ræktina, hætta að borða og vinna fram á nótt á meðan aðrir verða kvíðnir og leiðir og sumir fresta hlutunum. Það er nauðsynlegt að átta sig á hvernig hægt er að bregðast við þessum aðstæðum svo það myndist ekki vítahringur. Í þriðja lagi þarf að læra að verja sig fyrir streitu með því að draga úr álagi, leita sér aðstoðar, dreifa ábyrgð og hvílast. Hver og einn þarf að passa upp á að fá nægan svefn, hvíla sig – líka á vinnutíma, og hreyfa sig en nýjar rannsóknir sýna að heilinn styrkist og eflist við hreyfingu. Hreyfing er því ekki aðeins góð fyrir líkamlegt atgervi heldur líka fyrir heilann,“ segir Ólafur. Í þverfaglegu teymi Streitu­ skólans eru auk Ólafs: Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, M.S. í félags­ og vinnusálfræði, Svein­ björg Júlía Svavarsdóttir, Ph.D., félagsráðgjafi, Erna Stefánsdóttir fjölskyldufræðingur og þroska­ þjálfi, Guðrún Blöndal hjúkrunar­ fræðingur og Elín K. Guðmunds­ dóttir, M.S. í mannauðsstjórnun. Nánari upplýsingar fást á heima- síðunni www.stress.is. Skima fyrir kulnun og veita fyrirtækjum og fólki ráðgjöf Ólafur Þór segir mikla hagmuni felast í því að takast á við kulnun, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. MYND/SIGTRYGGUR ARI Þverfaglegt teymi sér- fræðinga vinnur hjá Streituskólanum. Sérfræðingar Streituskólans hafa unnið að nýsköpun í grein- ingu og meðferð á kulnun, sem er sérsniðin að þörfum fyrirtækja og einstaklinga. Við erum með sölu og pantanaskráningar fyrir heildsölur sem taka á öllum þáttum í sölu og þjónustu, ásamt því að vera með rúnta, vöruvalslista, gátlista, myndir og fleira. Margar heildsölur landsins nota ELDEY daglega,“ útskýrir Jón Helgason framkvæmda­ stjóri. Fjórir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu en þeir eru allir með mikla reynslu á sínu sviði. Lausnir ELDEY byggja á því að tengja við­ skiptakerfi fyrirtækja við spjald­ tölvur og snjallsíma í gegnum gagnaský. Hægt er að tengja ELDEY við öll helstu viðskipta­ kerfi sem eru í notkun á Íslandi. „Við höfum haldið góðum vexti í fjölgun viðskiptavina. Aðal fókusinn er á heildsölur,“ segir Jón og bætir við að það séu spennandi tímar fram undan hjá ELDEY. „Við erum núna með í þróun „Vefverslun“ B2B sem heild­ sölur geta sent á viðskiptavini sína, en þá fá þeir app í símann og getað pantað eða flett upp vörum sem þá vantar. Síðan er í þróun tiltektarkerfi sem tekur við eftir að pöntun hefur verið send inn. Þetta eru einungis nokkrir punktar yfir það sem við erum að bjóða upp á og þróa. Við höfum átt í skemmtilegu samstarfi með viðskiptavinum og vinnum náið með þeim. ELDEY hefur þróast mikið í gegnum árin. Við höfum orðið varir við mikinn áhuga erlendis og erum langt komnir með að geta boðið upp á okkar lausnir á öðrum tungumálum,“ segir Jón. Nánari upplýsingar um Eldey mobile er að finna á www.eldeysoft.is eða hjá Jóni Helgasyni: nonni@eldeysoft.is | s: 897-3696 | Face- book: Eldey Software. Frábær snjalltækjalausn hjá ELDEY fyrir heildsölur Davíð Helgason og Jón Helgason framkvæmdastjóri. MYND/ANTON bRINk Viðmótið frá ELDEY er einfalt og auðvelt í notkun fyrir viðskiptavininn. Hugbúnaðar- fyrirtækið ELDEY hugbún- aður var stofnað árið 2011, en það býður upp á tæknilausnir fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Lausnir sem eru sérhannaðar fyrir sölu á vöru og þjónustu. 10 kYNNINGARbLAÐ 4 . J ú L í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RNýSköpUN á íSLANDI 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 0 -B 6 B 8 2 0 5 0 -B 5 7 C 2 0 5 0 -B 4 4 0 2 0 5 0 -B 3 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.