Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 45
miklar hækkanir verða á opin- berum gjöldum eins og til dæmis fasteignagjöldum. Áhættunni af hækkun fasteignamats er þannig deilt á milli leigutaka og leigusala,“ segir hann. Það sé áleitin spurning hve mikið svigrúm atvinnurekendur hafi til þess að takast á við hærri leigukostnað. Eftir miklar kostn- aðarhækkanir á undanförnum árum sé óhætt að telja svigrúmið lítið. Horfur á harðri kjarabaráttu á vinnumarkaði á komandi mán- uðum hjálpi ekki til. „Hættan er því sú að leiguverðs- hækkununum verði að lokum velt út í verðlagið og þær ýti þann- ig undir verðbólgu. Okkur þykið raungengið hátt um þessar mundir og drögum í efa að við fáum aftur gengisstyrkingu sem myndi vega á móti slíkum innlendum verðbólgu- þrýstingi,“ nefnir Þorsteinn Andri og bætir við: „Ég reikna með því að hið opinbera vilji tryggja verð- stöðugleika. Mikil hækkun fast- eignagjalda er ekki til þess fallin.“ Þorsteinn Andri segir einnig álitamál hve mikið fasteignafélögin geti hækkað leigu sína. „Þau þurfa jú að hækka leiguna út af kostn- aðarhækkunum en spurningin er hvort þau geti komið öllum þessum hækkunum út í leiguverð þannig að leigutakarnir ráði við þær með góðu móti.“ Einn viðmælandi Markaðarins bendir á að hærra leiguverð bitni sérstaklega á rekstri minni fyrir- tækja, sem leigja atvinnuhúsnæði, sem hafi minna bolmagn en stærri fyrirtæki til þess að hagræða í rekstri sínum og takast á við hækk- anirnar. Þeim sé „sá kostur einn nauðugur“ að velta hækkunum út í verðið á vörum og þjónustu. Þorsteinn Andri bendir á að á síðustu árum hafi Þjóðskrá Íslands metið, við útreikning á fasteigna- mati atvinnuhúsnæðis, gangvirði eigna út frá áætluðum leigutekjum á hverri eign. Hærri leigutekjur geri það því að verkum að fasteignamat- ið hækkar. „Þá hækka fasteigna- gjöldin sem lögð eru á fasteigna- félögin sem bregðast við með því að hækka leiguverð sem aftur leiðir til hærra fasteignamats og þannig koll af kolli. Maður áttar sig ekki alveg á því hvar þetta endar.“ Hann segir boltann vera hjá sveitarfélögunum. Sem dæmi hafi sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu lítið sem ekkert hreyft við álagningarprósentu sinni á atvinnuhúsnæði síðustu ár. „Sveitar félögin hafa verið duglegri við að lækka álagningarprósentuna á íbúðarhúsnæði með þeim rökum að þau þurfi að koma til móts við miklar hækkanir á fasteigna- mati. Sömu rök hljóta að gilda um atvinnuhúsnæði.“ Viðbúið að fasteignagjöld hótela hækki Horfur eru á því að fasteignamat hótela og gististaða og þar með þau fasteignagjöld sem fyrirtækin þurfa að greiða muni hækka verulega árið 2020. Ástæðan er sú að Þjóðskrá Íslands hyggst endurmeta aðferða- fræðina við að reikna út fasteignamat hótela og gististaða á næsta ári. Greiningardeild Arion banka bendir á að upphaflega hafi endurmatið átt að liggja fyrir í fyrra en því hafi verið frestað tvö ár í röð. Hún rifjar upp að þegar Þjóðskrá hóf að beita nýrri aðferð við út- reikning á fasteignamati atvinnuhúsnæðis árið 2014 hafi matið hækkað verulega. Það sama geti gerst í tilfelli hótela. „Það, ásamt versnandi horfum í íslenskri ferða- þjónustu, mun að minnsta kosti ekki vænka rekstrar- horfur íslenskra hótela,“ segir greiningardeildin. „Eftir því sem hagkerfið hægir á sér hljóta rökin og raddirnar fyrir lækkun á álagningarprósentu sveitar- félaganna á atvinnuhús- næði að verða háværari.“ Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 59 50 300 | www.isafold.is Margrét Ásta jónsdóttir, prentsmiður og hestakona Ísafold er ein stærsta prentsmiðja landsins og þjónustar daglega stóran hóp viðskiptavina. Verkefni okkar eru jafn fjölbreytt og viðskiptavinir okkar eru margir. Allt frá einföldum nafnspjöldum til bæklinga sem dreift er í öll heimili landsins. Bækur, tímarit, bæklingar og umbúðir. Við komum hugmyndum þínum í framkvæmd. Hafðu samband og við klárum þetta saman. Ísafoldarprentsmiðja er umhverfisvottuð prentsmiðja af Svaninum, norræna umhverfismerkinu. Við erum aðilar að Rammasamningi Ríkiskaupa og Rammasamningi Reykjavíkurborgar. Við framleiðum dagblöð, bækur, tímarit, bæklinga, umbúðir, veggspjöld, bréfsefni, umslög, nafnspjöld, fjölpóst og margt fleira. gjöld til hærri leigu. Það tekur tíma að koma hækkunum út en það ger- ist að lokum.“ Það sé markmið Regins að halda rekstrarkostnaði fasteigna, sem hlutfalli af leigutekjum, í kringum 20 prósent. Það hafi tekist í gegnum árin en vegna hærra fasteignamats hafi hlutfallið hækkað undanfarið í 21 til 22 prósent. „Við erum í sjálfu sér þokkalega bjartsýn á þennan atvinnurekstur þegar á heildina er litið,“ nefnir Helgi, „þó svo að við myndum gjarnan vilja sjá ýmislegt breytast, eins og þessar álögur.“ Markaðsað- stæður séu hagstæðar og leiguverð á uppleið. Guðjón bendir aðspurður á að á undanförnum árum hafi fast- eignagjöld hækkað úr um 13 pró- sentum í 18 prósent sem hlutfall af leigutekjum Reita. Gjöldin séu langstærsti einstaki kostnaðarlið- ur félagsins. Fasteignagjöldin sem félagið greiði hafi aukist um ríflega 40 prósent á síðustu þremur árum. Sérfræðingur á fjármálamarkaði sem Markaðurinn ræddi við segir það skipta fasteignafélögin miklu máli að tekjur af útleigu fasteigna séu umfram vöxt í rekstrarkostn- aði. Fasteignamatið hafi hins vegar hækkað það verulega síðustu ár, sér í lagi á atvinnuhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu, að hækkunin sé nokkuð umfram vöxt í leigutekjum félaganna. Það komi eðli máls sam- kvæmt niður á afkomu þeirra. Rekja megi lækkunarhrinu hluta- bréfa skráðu fasteignafélaganna þriggja – Regins, Reita og Eikar – að stórum hluta til áhyggna fjárfesta af þyngri rekstrarkostnaði félaganna. Gengi bréfa í félögunum hefur lækkað á bilinu 15 til 24 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Viðmælendur Markaðarins 65% er hækkunin á fasteignamati atvinnuhúsnæðis á höfuð- borgarsvæðinu frá árinu 2014 til 2019. benda á að þrátt fyrir að fast- eignagjöldunum sé ætlað að vera endurgjald fyrir veitta þjónustu sveitarfélaganna séu þau í reynd nýtt sem almenn tekjuöflun fyrir sveitarfélögin. Þannig hafi gjöldin hækkað verulega síðustu ár og langt umfram þann kostnað sem felst í því fyrir sveitarfélögin að þjónusta fyrirtæki. Í svörum sveitarfélaganna við fyrirspurn Félags atvinnurekenda um hvort kostnaðarútreikningar lægju að baki ákvörðun þeirra um að leggja 25 prósenta álag á fast- eignagjald var ekki vísað til neinna slíkra útreikninga sem sýndu fram á að beiting álagsins væri nauð- synleg vegna kostnaðar við að veita fyrirtækjum þjónustu, að sögn félagsins. Sífellt meira íþyngjandi Þorsteinn Andri segir fasteigna- gjöldin sífellt meira íþyngjandi fyrir félögin. Þau þrýsti framlegð þeirra niður. Til upprifjunar er það mat greiningardeildar Arion banka að fasteignagjöld geti numið allt að 70 prósentum af rekstrarkostnaði Reita á næsta ári. „Þar sem mikill meirihluti leigusamninga er bund- inn vísitölu neysluverðs myndi þetta að öðru óbreyttu þýða að framlegð af rekstrinum myndi dragast verulega saman árið 2019 ef ekki kæmi til hækkunar á markaðs- leigu umfram almenna verðlags- þróun,“ segir í nýlegri umfjöllun greiningardeildarinnar. „Stjórnendur fasteignafélaganna hafa sagt að þeir horfi til þess að hækka leiguna,“ nefnir Þorsteinn Andri. „Félögin eru sem dæmi að breyta sínum leigusamningum og setja inn ákvæði sem heimilar leigusala að hækka leigu þegar markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 4 . j ú l í 2 0 1 8 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 0 -C F 6 8 2 0 5 0 -C E 2 C 2 0 5 0 -C C F 0 2 0 5 0 -C B B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.