Fréttablaðið - 04.07.2018, Side 46
Talsverðar breytingar urðu á trausti almennings til margra stofnana samfélagsins í kjöl-
far bankahrunsins og var Alþingi sú
stofnun sem tapaði hvað mestri til-
trú almennings ef frá er talið banka-
kerfið. Lögreglan er á hinn bóginn
ein af fáum stofnunum þar sem traust
almennings hefur aukist frá því fyrir
hrun.
Traust á löggjafarþinginu hefur þó
þokast upp á við en hlutfall þeirra
sem treysta þinginu mældist 29%
í febrúar 2018 og hefur ekki mælst
hærra síðan í febrúar 2008. Banka-
kerfið, Seðlabankinn og Fjármála-
eftirlitið eru fleiri dæmi um stofnanir
þar sem traust hefur smám saman
aukist frá hruni. Hástökkvarinn er
þó forsetaembættið sem hefur nær
tvöfaldað traust sitt frá árinu 2015.
Enn sem komið er nýtur Landhelgis-
gæslan þó mests trausts hér á landi, af
þeim stofnunum sem mældar eru, en
ríflega níu af hverjum tíu bera mikið
traust til gæslunnar. Þó miði í rétta
átt sýna mælingar Gallup að traust til
stofnana er enn almennt minna en
fyrir hrun.
Mikilvægi trausts í samskiptum
verður varla ofmetið, en mikilvægi
þess er oft ekki ljóst fyrr en það bregst
með einhverjum hætti. Við tökum
áhættu með því að treysta og getum
þurft að taka afleiðingunum af því. Í
umfjöllun um traust er jafnan greint
á milli almenns trausts í samskiptum
og svo trausts á stofnunum. Þá er oft
litið á stofnanatraust sem mælikvarða
á lögmæti stofnunarinnar í augum
þegna samfélagsins.
Stofnanatraust í
alþjóðlegu samhengi
Almennt sýna kannanir á trausti
að herinn, menntakerfið, lögreglan
og kirkjan njóta mests trausts, en
stórfyrirtækin, verkalýðshreyfingin
og löggjafarþingin minnst trausts.
Síðustu fimm ár hafa verið þau allra
verstu í sögu mælinga Gallup á trausti
til bandaríska þingsins. Aðeins 7-12%
hafa síðustu ár sagst treysta þinginu,
en í byrjun tíunda áratugarins var
traustið um 30%. Til samanburðar
mældist traust á forsetaembættinu
og bönkum 32% árið 2017 í Banda-
ríkjunum, traust á heilbrigðiskerfinu
37%, hæstarétti 40%, kirkjum 41%,
lögreglunni 57% og hernum 72%.
Traust á embætti forseta Bandaríkj-
anna hefur lítið breyst síðasta áratug,
ef frá er talið árið 2009 sem er fyrsta
ár Obama í embætti, en þá mældist
traustið 51%.
Í könnunum Evrópusambandsins
hefur traust á þjóðþingum aukist
smám saman frá 2013 þegar það
mældist lægst, en þá voru aðeins 24%
sem svöruðu því til að þau treystu
þjóðþingi sínu samanborið við
Áratugur breytinga: Hægt gengur að endurreisa traustið
Tómas
Bjarnason
sviðsstjóri
mannauðsrann-
sókna og ráð-
gjafar Gallup
Sigrún Drífa
Jónsdóttir
umsjónar-
maður Þjóðar-
púls Gallup og
gæðastjóri
Þann 15. ágúst næstkomandi hefst The International mótið í Vancouver í Kanada. Átján
lið keppa um ríflega tveggja millj-
arða króna verðlaunafé og mun hver
leikmaður sigurliðsins fara heim
með 200 milljónir í vasanum en
það er fimm sinnum meira en leik-
menn þýska landsliðsins fengu fyrir
heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu
árið 2014. Gert er ráð fyrir að um
19.000 áhorfendur sæki úrslitaleik-
inn og milljónir fylgist með beinni
útsendingu.
Umrætt mót er gott dæmi um
undraverðan vöxt fjármálahliðar
keppni í tölvuleikjum. Velta þess
sem almennt er kallað eSports hefur
aukist um nær helming á hverju ári
undanfarin sex ár og stefnir í um 90
milljarða króna í ár. Það er umtals-
vert og jafngildir um fimmtungi
heildarveltu tónlistarstreymis á
heimsvísu.
Tekjur tölvuleikjaiðnaðarins eru
töluvert meiri en bæði kvikmynda-
og tónlistargeirans og með vexti
tölvuleikjakeppna mun umfang
hans bara aukast. Þetta snýst nefni-
lega ekki lengur bara um að grípa
í einn skotleik eða drepa tímann í
knattspyrnustjóraleik í leiðinlegri
kennslustund. Hundruð milljóna
út um allan heim fylgjast með öðru
fólki spila tölvuleiki og þessum
mikla vexti fylgja heilmiklir tekju-
möguleikar.
Nú eru reistir leikvangar sem
eingöngu eru ætlaðir tölvuleikja-
keppnum. Auglýsendur keppast við
að styrkja bestu liðin og leikmenn
eru stjörnur. Kannski maður hefði
átt að mæta oftar í Counter Strike,
þar virðast peningarnir vera.
90 milljarða króna leikur
Björn Berg
Gunnarsson
fræðslustjóri
Íslandsbanka
Hlutfall þeirra sem
bera mikið traust
til stofnana
100
80
60
40
20
0
✿ Hlutfall þeirra sem bera mikið traust til stofnana
nAlþingi nLögreglan nBankakerfið nFjármálaeftirlitið nSeðlabankinn nLandhelgisgæslan nEmbætti forseta Íslands
‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 ‘16 ‘17 ‘18
Velta þess sem er
almennt kallað
eSports hefur aukist um nær
helming á hverju ári undan-
farin sex ár og stefnir í um 90
milljarða króna í ár.
FOSSHÁLS –
LAGERRÝMI/GEYMSLA
Um 650 fm. iðnaðarými eða lagerrými til leigu .
Stór innkeyrsluhurð með mikilli lofthæð (7 metrar).
Laust strax!
Áhugasamir sendi póst á netfangið
ritari.rvk@gmail.com
TIL LEIGU
Traust til Alþingis
maí 2018
n Vel n Hvorki né n Illa
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70%
68%
22%
4%
34% nú. Í síðustu mælingu mældist
traustið lægst 11% hjá Litháum en
hæst 69% hjá Svíum. Þess ber að geta
að í þessum könnunum eru ekki not-
aðir sömu svarmöguleikar og Gallup
á Íslandi notar og því er ekki hægt að
bera niðurstöður saman milli kann-
ana.
Hverjir treysta stofnunum
og hverjir ekki?
Afstaða fólks til stofnana breytist eftir
hagsmunum þess og gildismati. Þann-
ig breytast viðhorf fólks til pólitískra
stofnana eftir því hvaða flokkar eru
við völd hverju sinni. Þá fer traustið
eftir því hvernig fólki finnst stofn-
unin standa sig og hver eða hverjir
eru í aðalhlutverki. Gengi efnahags-
lífsins hefur einnig áhrif og stofn-
anatraust eykst að jafnaði með betri
efnahagsstöðu svarenda. Augljóst er
af mælingum Gallup að hrunið olli
sinnaskiptum þegar kemur að trausti
til þingsins. Í könnunum kom fram að
fólk hafði ekki mikla trú á að þingið
starfaði af heilindum eða væri að
vinna að mikilvægustu verkefnunum.
Þetta olli djúpu vantrausti, einkum
hjá þeim hópum sem áður treystu
þinginu best.
Traust fólks til Alþingis er nátengt
því hvernig því finnst stofnunin
standa sig í að leysa verkefni líðandi
stundar. Nærri 70% þeirra sem telja
að Alþingi standi sig vel bera mikið
traust til þess, en aðeins 4% þeirra
sem telja að þingið standi sig illa. Það
getur einnig haft áhrif á traust hvaða
mál stofnun tekst á við. Sem dæmi um
mál sem klauf þjóðina og stjórnmálin
allt frá hruni þar til EFTA dómstóllinn
kvað upp úrskurð sinn í janúar 2013
er Icesave-málið svokallaða. Í því máli
urðu forseti og Alþingi að einhverju
leyti fulltrúar ólíkra hagsmuna, þjóð-
félagshópa og viðhorfa sem sést þegar
bornir eru saman þeir hópar sem
treystu annars vegar Alþingi og hins
vegar forsetanum. Forsetinn naut þar
frekar trausts stjórnarandstöðunnar
og fólks með verri skuldastöðu og
minni menntun að baki, en Alþingi
naut frekar trausts þeirra sem studdu
stjórnarflokkana og fólks með betri
skuldastöðu og meiri menntun.
Þá breytist traustið líka með nýjum
persónum og leikendum. Í könnun
sem Gallup vann í ágúst 2016, stuttu
eftir að Guðni tók við forsetaemb-
ættinu, báru nærri sjö af hverjum tíu
landsmönnum mikið traust til emb-
ættisins. Þó var traustið ívið minna
meðal þeirra sem studdu þáverandi
ríkisstjórnarflokka (Framsókn og
Sjálfstæðisflokk) en meðal kjósenda
t.d. Samfylkingar og Vinstri grænna.
Frá 2015 hefur traust til embættisins
nær tvöfaldast og síðustu tvö ár hefur
það notið trausts fjögurra af hverjum
fimm Íslendingum, og er traustið
óháð kyni, aldri, menntun og fjöl-
skyldutekjum svarenda
Enn má greina áhrif bankahrunsins
í mælingum á trausti. Hugsanlegt er
að traust í samfélaginu sé brothættara
nú en það var áður, að hluta til vegna
hrunsins og eftirmála þess og að hluta
til vegna ýmiss konar samfélagslegra
breytinga og strauma sem hafa áhrif á
gildismat fólks.
Þótt traust til Alþingis hafi þokast upp á við er hlutfall þeirra sem treysta þinginu aðeins 29%. FréTTABlAðið/AnTon Brink
Hlutfall sem ber mikið traust til Alþingis
H
ve
rs
u
ve
l e
ða
il
la
fi
nn
st
þ
ér
A
lþ
in
gi
le
ys
a
ve
rk
ef
ni
lí
ða
nd
i s
tu
nd
ar
4 . j ú l í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R8 markaðurinn
0
4
-0
7
-2
0
1
8
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
0
-C
A
7
8
2
0
5
0
-C
9
3
C
2
0
5
0
-C
8
0
0
2
0
5
0
-C
6
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K