Fréttablaðið - 04.07.2018, Side 48
Kínversk hlutabréf lækka vegna tollastríðsSkotsilfur
Rakel
Sveinsdóttir
formaður FKA
Áhyggjur kínverskra fjárfesta af yfirvofandi tollastríði Kína og Bandaríkjanna fara síst minnkandi og hafa hlutabréf í Asíu lækkað nokkuð í verði
undanfarna daga. Tollar Bandaríkjastjórnar á innfluttar kínverskar vörur að virði allt að 34 milljarða dala taka gildi á föstudag. NoRdicphotoS/Getty
Fyrir ári velti ég fyrir mér hvort FKA ætti að hefja nýtt starfsár að hausti, undir yfirskriftinni
„Stígum fram“. Hugmyndin var að
hvetja konur til að stíga enn fastar
fram í því mikilvæga hlutverki
sem við gegnum sem stjórnendur,
leiðtogar, konur í eigin rekstri eða
konur í stjórn. Af nægum verk-
efnum var að taka og því fór svo
að þessar vangaveltur mínar urðu
ekki að formlegri hugmynd sem ég
kynnti stjórn FKA þegar hún tók til
starfa í lok sumars. En viti menn:
FKA þurfti ekkert slagorð því svo
sannarlega fóru leikar þannig að
konur stigu fram. Þannig hratt
#metoo byltingin breytingarafli af
stað í heiminum, sem enn sér ekki
fyrir endann á.
Nú styttist í að starfsár FKA fyrir
veturinn 2018-2019 fari af stað.
Í rigningunni hef ég því farið í
gegnum sambærilegar vangaveltur
og í fyrra: Hverjar ættu áherslurnar
okkar að vera? Ættum við að vera
með yfirskrift eða slagorð fyrir
veturinn? Af mörgu er að taka, stór
verkefni í gangi eins og Jafnvægis-
vogin, fjölmiðlaverkefnið, uppbygg-
ing starfsins á landsvísu og síðan
20 ára afmælisárið fram undan á
næsta ári. Ég geri því ekki ráð fyrir
að fylgja þessari slagorðahugmynd
eftir, en ef ég væri að velja eitt-
hvað myndi ég velja yfirskrift eins
og „Bein útsending: Konur í sókn“.
Vísa þar til þess að alls staðar eru
konur að gera góða hluti, hvort sem
er í atvinnulífi eða í stjórnmálum,
íþróttum, vísindum, fjölmiðlum,
heilbrigðis- og menntageiranum,
listgreinum og víðar.
Sumar afrekskonurnar okkar
eru fyrir löngu orðnar sýnilegar,
aðrar eru við það að standa upp af
varamannabekknum núna. Þessar
konur eru ekki aðeins íslenskar,
heldur alls staðar að úr heiminum.
Það sem metoo kenndi okkur nefni-
lega, er að með því að leiðast betur
hönd í hönd og heimshorna á milli,
náum við meiri og hraðari árangri.
Ég hvet ykkur því til að fylgjast
sérstaklega með fréttum um konur
næstu misseri, innlendum sem
erlendum. Setjið ykkur þetta jafnvel
sem markmið. Það sem þessi mynd
mun smátt og smátt sýna ykkur er
eftirfarandi: Konur eru í sókn og
útsendingin er hafin.
Bein útsending: Konur í sókn
Ólíkt vætutíðinni á suðvesturhorninu sem ekki sér fyrir endann á, hefur sannkallaður „eyði-merkurþurrkur“
ríkt á íslenskum fjármagnsmarkaði
undanfarin misseri. Kólnun hag-
kerfisins hefur verið spáð á þessu ári
og undanfarið birst skýrar vísbend-
ingar þess efnis. Nýleg könnun sýnir
mikinn viðsnúning í væntingum
stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja
landsins sem hafa ekki verið svart-
sýnni á ástand efnahagsmála næstu
missera í sextán ár. Nýlegar korta-
veltutölur gefa sterkar vísbendingar
um að hægja taki á einkaneyslu og
dróst innlend kortavelta saman á
milli á ára að raunvirði í maí.
Það er áhyggjuefni að samhliða
þessari þróun haldast vextir á
skuldabréfamarkaði áfram háir þrátt
fyrir lága verðbólgu og verðbólgu-
væntingar. Í nýjustu könnun sem
Seðlabankinn gerir fjórum sinnum
á ári á væntingum helstu markaðs-
aðila á skuldabréfamarkaði koma
fram skýrar væntingar um óbreytta
vexti Seðlabankans næstu misseri
og ár, þótt greiningardeildir hneigist
frekar til lækkunar. Á sama tíma eru
vextir óverðtryggðra skuldabréfa (til
4 ára) hins vegar um 1% hærri en
skammtímavextir. Undanfarið hafa
vaxtaálögur fyrirtækja og sveitar-
félaga ofan á ríkistryggða skulda-
bréfavexti vaxið umtalsvert – flest
smærri og millistór fyrirtæki geta í
raun ekki sótt sér fjármagn gegnum
skuldabréfa útgáfu í dag á eðlilegum
kjörum.
Hvað veldur þessari þróun?
Ástæðuna má fyrst og fremst
finna í því að frá árinu 2015 hefur
eftirspurn eftir fjármagni á skulda-
bréfamarkaði dregist mjög saman
og framboð að sama skapi aukist.
Lífeyrissjóðir veittu árið 2015 nær
engin sjóðsfélagalán en veita nú
yfir 100 milljarða króna nettó á
ársgrunni á sama tíma og útgáfa
skuldabréfa hefur vaxið mikið –
fyrstu fimm mánuði þessa árs er
skuldabréfaútgáfa á ársgrunni um
45% hærri en meðaltal seinustu
fjögurra ára. Önnur kúvending frá
2015 er sú að lífeyrissjóðir flytja
nú um 120 milljarða á ári út úr
hagkerfinu að viðbættum öðrum
innlendum fjárfestum. Á sama
tíma hefur erlendum aðilum verið
haldið frá skuldabréfamarkaðnum
með innflæðishöftum. Mikið
hefur verið rætt og ritað um skað-
semi innflæðishaftanna að undan-
förnu, óþarfa þeirra og áhrif þeirra
á íslenskt vaxtastig – nú seinast í
niðurstöðum þeirra erlendu sér-
fræðinga sem nefnd um endurskoð-
un peningastefnunnar kallaði til.
Skaðsemi hafta er meiri því smærri
sem fjármagnsmarkaðir eru þar sem
höft loka fyrir ákveðnar tegundir
fjárfesta og stuðla að fákeppni fyrir
þá sem eftir sitja. Einnig hefur mikil
aukning sjóðsfélagalána lífeyris-
sjóða sogað til sín stóran hluta ráð-
stöfunarfjár þeirra sem hefur ásamt
brotthvarfi erlendra skuldabréfa-
fjárfesta stuðlað að fallandi veltu á
skuldabréfamarkaði. Samkvæmt
tölum Seðlabankans minnkaði
skuldabréfaeign lífeyrissjóða um
90 milljarða króna á árinu 2017,
leiðrétt fyrir verðbólgu og metnu
meðaltali áfallinna vaxta.
Áhrif þessa birtast víða. Þrátt fyrir
mikinn efnahagsuppgang hefur
ávöxtun hlutabréfavísitölunnar
einungis verið 3% á ári frá árs-
lokum 2015 samanborið við 12%
árlega ávöxtun S&P 500. Seinustu
12 mánuði hefur íslenska hluta-
bréfavísitalan lækkað um 0,5%
en innlend fyrirtæki sem eru háð
fjármögnun á innlendum skulda-
bréfamarkaði hafa hrapað fram af
björgum. Atvinnuhúsnæðisfélögin
þrjú hafa lækkað um 22% að meðal-
tali og vegin rekstrarávöxtunarkrafa
umfram áhættulausa vexti nærri tvö-
faldast, úr um 2% í 4%. Eina skráða
íbúðaleigufélagið selst nú á 70% af
bókfærðu virði eigna sinna.
Í umhverfi eins og hér hefur verið
lýst vilja fjárfestar síður taka áhættu
og ráðast í ný verkefni, frekar minnka
skuldir og kaupa til baka eigið fé
fyrirtækja. Með miklar fjárfestingar í
íbúðarhúsnæði og öðrum innviðum
fram undan, er rík ástæða til að hafa
áhyggjur af þessari þróun. Vandinn
er hins vegar heimatilbúinn. Óbreytt
haftastefna Seðlabankans, sem lokar
á aðgengi íslenskra fyrirtæki að nýju
fjármagni, mun sjá til þess að kæla
hagkerfið niður fyrir frostmark. Er
ekki tími til kominn að við hlustum
á ráðleggingar erlendra sérfræðinga?
Þurrkur á fjármagnsmarkaði
Agnar
tómas Möller
framkvæmda-
stjóri Sjóða hjá
GAMMA
Fengu jafnmikið
og Kristján
Loftsson
Mikillar óánægju
gætir meðal inn-
lendra fjárfesta
sem tóku þátt
í hlutafjárút-
boði Arion banka
um þá ákvörðun
Kaupþings að skerða tilboð þeirra
nánast að fullu. Að sögn kunnugra
var þannig fjöldi almennra fjárfesta
– þeirra sem buðu 15 milljónir króna
eða minna – um 3.600 en hver og
einn fékk úthlutað hlut að jafnvirði
um 170 þúsundum króna. Almennir
fjárfestar fengu því samanlagt að
eignast um 630 milljóna króna hlut í
bankanum en það er álíka stór hlut-
ur og Vogun, sem er að stærstum
hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og
fjölskyldu, keypti í bankanum.
Kaupa
auglýsingar
á Facebook
Samkeppniseftir-
litið sætir gagn-
rýni úr ýmsum
áttum þessa dag-
ana og það ekki
að ástæðulausu.
Eftirlitsstofnunin,
sem páll Gunnar pálsson
stýrir, hefur reynt eftir fremsta megni
að svara gagnrýnisröddunum eins og
glöggir notendur samfélagsmiðilsins
Facebook hafa vafalaust tekið eftir.
Þannig hefur ríkisstofnunin keypt
auglýsingar á miðlinum af miklum
móð til þess að koma málflutningi
sínum á framfæri. Það er ekkert
óeðlilegt við að ríkisstofnanir svari
gagnrýni á málefnalegan hátt en það
hlýtur að mega setja spurningarmerki
við að fjármunum skattborgara sé
varið í að kaupa áróðursauglýsingar.
Skuldlaus hreppur
Sala Skútustaða-
hrepps á 5,9
prósenta hlut í
Jarðböðunum
við Mývatn
gerði sveitar-
félaginu kleift
að greiða upp öll
sín langtímalán og er
það því orðið skuldlaust. Þessu lýsti
sveitarstjórinn Þorsteinn Gunnars-
son yfir í síðustu viku. Sveitarfélagið
seldi hlutinn fyrir 264 milljónir
króna í vor en til samanburðar lýstu
fjárfestar fyrst yfir vilja til þess að
kaupa hlutinn fyrir um 50 til 70 millj-
ónir á vordögum 2015. Söluferlið,
sem var í höndum fyrirtækjaráð-
gjafar Íslandsbanka og hófst í janúar
á þessu ári, heppnaðist afar vel, að
sögn Þorsteins, og reyndist hreinn
söluhagnaður Skútustaðahrepps
vera um 195 milljónir.
✿ Aukning fjárfestingarkosta frá 2015
350
300
250
200
150
100
50
0
-50
n Skuldabréfaútboð
n Sjóðsfélagalán
n Erlend fjárfesting lífeyrissjóða
n Samtals árleg aukning frá 2015
í milljörðum króna.
4 . j ú l í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R10 markaðurinn
0
4
-0
7
-2
0
1
8
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
0
-B
6
B
8
2
0
5
0
-B
5
7
C
2
0
5
0
-B
4
4
0
2
0
5
0
-B
3
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K