Fréttablaðið - 04.07.2018, Side 60
Hollywood-ræmur
Hvað er amerískara en Holly-
wood? Hér eru nokkrar góðar
Holly wood-ræmur í tilefni dagsins:
Independence Day
Þetta segir sig sjálft. Í guðanna
bænum ekki horfa á nýju myndina
heldur þessa frá 1996 með Will
Smith.
Born on the Fourth of July
(1989)
Tom Cruise með sítt hár og skegg
í hjólastól að garga hásri röddu?
Tilvalið.
Jaws (1975)
Jaws gerist í kringum 4. júlí og er
frábær mynd. Það ætti að nægja.
Forrest Gump
Seinni hluti 20. aldarinnar í
Bandaríkjunum í gegnum gler-
augu Hollywood, svaka fínt í dag.
Air Force One
Forseti Bandaríkjanna gengur frá
hryðjuverkamönnum og hann er
Harrison Ford. Fullkomið.
The Patriot
Ótrúlega „over the top“ drama-
tísk og væmin þjóðernisleðja úr
smiðju hins ástralska Mels Gibson.
Top Gun
Tom Cruise er ótvíræður sigurveg-
ari í leiknum „Besti 4. júlí leikar-
inn“. Hér flýgur hann um í þotum
með góðum félögum.
Taktu 4. júlí alla leið
Sumir segja Ísland bara vera nýlendu Bandaríkjanna og því þá ekki að taka það bara alla leið og halda upp á þjóð-
hátíðardag þeirra Bandaríkjamanna? Eina leiðin til að fagna þessum degi er að gera bara ótrúlega ameríska hluti.
Tom Cruise í sínum besta ham.
Harrison Ford sem forseti Bandaríkjanna öskrar bara „Ameríka!“
Hér getur að líta Ameríkana að nostra við grillkjötið sitt.
Ahh! Einn skítkaldur og bragðlaus beint úr áldós.
Sprengja flugelda
Blaðamaður biðst forláts en það að
sprengja flugelda er eina leiðin til
að fagna 4. júlí fyrir hönd Banda-
ríkjanna. Ég veit, ég veit, það er lík-
lega ólöglegt og af því er mikið ónæði
en risastórir flugeldar að springa
yfir íbúðahverfum er við hæfi í dag.
Margir lesendur blaðsins verða vafa-
laust handteknir fyrir athæfið en það
er bara fórnarkostnaður.
Fara í Costco
Costco er gríðarlega amerísk búð,
jafnvel þó að hún sé í raun eiginlega
bresk hér á landi. Ef þú hlustar ekki
á breskan hreim starfsfólksins og
hunsar breskar merkingar á vörum
er það að koma inn í Costco nánast
eins og ganga á land í hinni stóru
Ameríku. Stórar pakkningar, ódýrar
gallabuxur og svo eitt stykki „hot
dog“ eftir kaupin.
Borða Krispy Kreme
OG Dunkin’ Donuts
Fagnaðu Bandaríkja-deginum
almennilega og fáðu þér bæði
Krispy Kreme og Dunkin’ Donuts á
sama deginum. Það má allt í dag, um
að gera að leyfa sér.
BBQ
Það sem við Íslendingar köllum „að
grilla“ er ekki á nokkurn hátt það
sama og hið ameríska BBQ. Þar á
bæ er BBQ listform eða jafnvel lífs-
stíll. BBQ tekur marga klukkutíma
en kjötið, oftast svínakjöt en líka
naut og kjúklingur, er hægeldað og
jafnvel reykt á gríðarlega lágum hita
og grillmeistarar standa yfir herleg-
heitunum allan sólarhringinn og
smyrja fleskið með heimagerðum
sósum og mæla hita á mínútu fresti.
Það er best að byrja strax, eða að
hafa byrjað að undirbúa þetta í gær.
Drekka bjór sem er meira eins
og vatn en bjór
Það amerískasta af öllu er að drekka
bjór sem er lapþunnur og heitir eitt-
hvað „light“. Þessi siður snýst alls
ekki um bragðið af bjórnum, enda
er bragð bara fyrir snobbara, heldur
snýst þetta um að koma niður sem
mestu magni af sem allra köldustum
bjór á stuttum tíma. Eftir það verður
maður „wasted“ og það er frábært.
Fánar, alls staðar
Það er mikilvægt að skreyta rétt í
dag og þá eru það fánalitirnir sem
eru það eina sem kemur til greina.
Bandaríkjamenn eru ekki með
ströng fánalög og því er bókstaf-
lega hægt að fá hvað sem er í sömu
litum og ameríska flaggið. Það væri
til að mynda hægt að fá sér húsgögn
skreytt stjörnunum og röndunum
fallegu, skella myndum af fánanum
á veggina, skipta út allri nærfata-
skúffunni fyrir naríur í sömu litum
og Gamla dýrðin og geyma gögnin
á USB-lykli sem lítur út eins og
pínuútgáfa stjörnum stráða klútsins.
stefanthor@frettabladid.is
Sirka svona er best að klæða sig í dag.
4 . j ú l í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R24 l í f I Ð ∙ f R É T T A B l A Ð I Ð
Lífið
0
4
-0
7
-2
0
1
8
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
0
-D
4
5
8
2
0
5
0
-D
3
1
C
2
0
5
0
-D
1
E
0
2
0
5
0
-D
0
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K