Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 4
Akstur undir áhrifum vímuefna er aldrei réttlætanlegur. Ökum allsgáð. Minningarsjóður Lovísu Hrundar | lovisahrund.is FERÐAÞJÓNUSTA Líklegt er að dýrari olía og þar með hærri flugfargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. „Ef fargjöldin taka að hækka, krónan helst áfram sterk og kostnaður fer hækkandi, þá er hætt við því að það geti haft neikvæð áhrif á ferða- mannastrauminn hingað til lands,“ nefnir hann í samtali við Frétta- blaðið. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hærri fargjöld geti vissulega haft þau áhrif að fólk ferðist minna. Lágt olíuverð og lág fargjöld hafi átt þátt í vexti ferðaþjónustunnar. „Meira máli skiptir þó að Kefla- víkurflugvöllur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hefur skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu og aukið aðgengi að landinu. Það hefur verið megindrif- krafturinn að baki mikilli fjölgun ferðamanna á undanförnum árum,“ segir Ásgeir. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað um hátt í 50 prósent á síðustu tólf mánuðum með tilheyr- andi kostnaðarauka fyrir flugfélög. Greinendur reikna fastlega með því að sá kostnaður, en olíukostnaður er að jafnaði næststærsti kostnaðar- liður flugfélaga, muni birtast í hærri flugfargjöldum síðar á árinu. „Við gerum áfram ráð fyrir því að til lengri tíma muni hækkun aðfanga leiða til hækkunar meðal- verðs,“ var haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félags- ins fyrr í vikunni. Undir það hafa forstjórar annarra evrópskra flug- félaga tekið. „Það er enginn vafi á því að fargjöld munu hækka,“ sagði Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, í samtali við Bloomberg fyrr í sumar. Jón Bjarki bendir á að lág flugfar- gjöld hafi á síðustu árum stutt við öran vöxt í fjölda ferðamanna hér á landi. „Á seinni árum ferðamanna- uppsveiflunnar – eftir að gengi krónunnar hafði styrkst verulega – hafði það áhrif þegar erlendir ferða- menn voru að velta Íslandi fyrir sér sem áfangastað hvað flugfargjöld voru orðin ódýr. Það vó á móti dýr- tíðinni hér á landi,“ segir hann. Jón Bjarki telur að heilt yfir séu horfur á minni vexti ferðaþjónust- unnar. Þess sjáist þegar ýmis merki. „Það eru engin hættumerki á lofti um að hér verði samdráttur en það lítur út fyrir að vöxturinn verði býsna hægur í ár,“ segir hann. Ásgeir nefnir að beinum flug- ferðum til og frá Íslandi, í gegnum Keflavíkurflugvöll sem höfn, hafi fjölgað verulega með tilheyrandi netáhrifum. Fjölmörg flugfélög fljúgi nú hingað til lands. „Ég tel að þessi þróun haldi áfram, hvort sem íslensku flugfélögin verði áfram leiðandi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferðafólki gerir sér ferð inn í landið sjálft. Í stóra samhenginu skiptir sú þróun meira máli en þróunin á olíuverði eða afkoma íslensku flugfélaganna. Ísland er að fara að verða umferðar- miðstöð Atlantshafsins.“ Ásgeir segir aðspurður að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki lengur eins „fyrirhafnarlaus“ og verið hefur. „Við munum þurfa að vinna heimavinnuna okkar til þess að ná áframhaldandi árangri. Það þýðir ekki eingöngu að reiða sig á sjarma landsins líkt og verið hefur. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að huga betur að rekstrinum og hvaða hópum þau ætla að þjóna. Miklar kostnaðarhækkanir og gengis- hækkun hafa sett gríðarlegan þrýst- ing á hagræðingu í greininni,“ segir Ásgeir. kristinningi@frettabladid.is Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Hækkandi olíuverð eykur kostnað flugfélaga.Talið er að sá kostnaður birtist í hærri fargjöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Meira máli skiptir að Keflavíkurflug- völlur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands Ef fargjöldin taka að hækka, krónan helst áfram sterk og kostn- aður fer hækkandi er hætt við því að það geti haft neikvæð áhrif á ferðamanna- strauminn. Jón Bjarki Bents- son, aðalhag- fræðingur Íslands- banka Vigdís Grímsdóttir skólastjóri Finnboga- staðaskóla sagði skólann ekki verða starfræktan sem grunnskóla næsta skólaár. Hins vegar verður boðið upp á tvö námskeið fyrir krakka í nálægum sveitarfélögum. „Það er aðeins einn nemandi hér í hreppnum, tíu ára gömul telpa. Hún fer í skóla á Drangsnesi, næsta þorpi,“ útskýrði Vigdís.  Bjarnheiður Hallsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi stjórn- sýslu þjóðgarða í landinu harðlega í aðsendri grein. Sagði gjaldskrár- breytingar kynnt- ar með of stuttum fyrirvara. „Eru fyrirvaralausar og íþyngjandi gjaldahækkanir upp á hundruð milljóna í besta falli óskiljanlegar og verða að teljast óþolandi stjórnsýsla og virðingar- leysi við þá sem reka ferðaþjón- ustufyrirtæki,“ skrifaði hún. Ása Karen Baldurs nemi fékk vegna mis- lesturs á lands- númeri miklu fleiri símtöl en hún kærði sig um frá reiðum farþegum WOW air sem vildu endurheimta glataðan farangur. Ása, sem starfar ekki fyrir WOW, reyndi fyrst að vera hjálpleg en gafst upp. WOW hafi sagt henni að ekkert væri við þessu að gera. Er Fréttablaðið hafði samband við WOW kvaðst fyrir- tækið ætla að skipta um númer og færði Ásu gjafabréf. Þrjú í fréttum Nemendaleysi, óvænt gjald og símhringingar TÖLUR VIKUNNAR 29.07.2018 – 04.07.2018 VIÐSKIPTI Greiðslukortafyrirtækið Valitor, sem er í eigu Arion banka, tapaði 204 milljónum króna fyrir skatta á öðrum fjórðungi ársins. Til samanburðar skilaði félagið 1.045 milljóna króna hagnaði á sama tíma í fyrra. Fram kemur í árshlutareikn- ingi Arion banka, sem birtur var á fimmtudag, að rekstrartekjur Valitors hafi numið 1.871 milljón króna á öðrum ársfjórðungi borið saman við 2.779 milljónir króna á öðrum fjórðungi síðasta árs. Þá námu rekstrargjöld kortafyrir- tækisins 2.050 milljónum króna á öðrum fjórðungi ársins en þau voru 1.742 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Alls tapaði Valitor 769 milljónum króna fyrir skatta á fyrstu sex mán- uðum ársins. Eignir kortafyrirtækisins námu auk þess 45.536 milljónum króna í lok júnímánaðar borið saman við 46.031 milljón á sama tíma á síð- asta ári. Heildarskuldir voru 29.900 milljónir í lok júní síðastliðins en þær voru 29.632 milljónir í lok júní í fyrra. Í fimm ára áætlun félagsins er gert ráð fyrir að það skili rekstrarhagn- aði innan fáeinna ára. Arion banki hefur sem kunnugt er fengið alþjóðlega ráðgjafa til þess að meta hvernig best sé að haga fram- tíðareignarhaldi  Valitors. Kemur meðal annars til greina af hálfu bankans að selja meirihluta í félag- inu. – kij Valitor tapaði ríflega 200 milljónum Viðar Þor- kelsson, er forstjóri Valitors, en greiðslu- kortafyrir- tækið er í eigu Arion banka. FRÉTTABLAÐ- IÐ/STEFÁN 43 tónleikar með Paul McCartney eru komnir í bækur Davíðs Stein- grímssonar sem stefnir á að fara á sína fimmtugustu tónleika með bítlinum áður en árið er á enda. 26 þúsund manns horfðu á einhvern hluta útsendingar RÚV frá fullveldis- hátíð Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí síðastliðinn. 600 milljónir króna eru greiddar í arð út úr Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjón- ustufyrirtæki. 2,7 milljarðar króna töpuðust á rekstri Icelandair Group mánuðina apríl, maí og júní og alls sex milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. 24,7 stiga hiti mældist á Patreksfirði í hitabylgju sem gekk yfir landið síðastliðinn sunnudag. Aðalhagfræðingur Ís- landsbanka telur líklegt að hærri fargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi. Dósent í hagfræði segir vöxt Keflavíkur- flugvallar sem flutninga- miðju hafa verið drif- kraftinn að baki fjölgun ferðamanna. 4 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 8 -2 0 1 8 0 3 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 8 -4 5 3 0 2 0 8 8 -4 3 F 4 2 0 8 8 -4 2 B 8 2 0 8 8 -4 1 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.