Fréttablaðið - 04.08.2018, Side 12

Fréttablaðið - 04.08.2018, Side 12
TINNA BJÖRK KRISTINSDÓTTIR samfélagsmiðlastjarna Ég ætla að gera eitt mjög frum- legt! Ég ætla að fara til Vest- mannaeyja. Þar verður víst hátíð sem ekkert margir vita af. Ég fer með kærastanum mínum og góðum hópi vina. Ég hef farið nokkrum sinnum, fyrst þegar ég var þrettán ára, svo þegar ég var sextán ára. Þá var ég ekki alveg að finna mig þarna. En ég fór svo aftur tíu árum seinna þegar ég var 26 ára gömul og féll þá fyrir há- tíðinni og fór svo aftur í fyrra. Há- tíðin er ekki eins og margir halda, það eru ekki allir dauðadrukknir. Náttúran er falleg, það er hægt að fara í sund, fara út að borða og svo í dalinn um kvöldið. SVALA BJÖRGVINS- DÓTTIR tónlistarmaður Ég er að spila á Innipúkanum í Reykjavík á laugar- dagskvöldið kl. 22.30. Verð í bænum og ætla að hafa gaman með vinkonum mínum. STEFÁN JAKOBSSON söngvari Ég verð í Vest- mannaeyjum með kærustunni minni. Tek jafnvel eitt eða kannski tvö lög – hver veit. HJÖRVAR HAFLIÐASON útvarpsstjarna Ég verð á Ítalíu með Heiðrúnu og Kára syni okkar. BIRKIR VAGN ÓMARSSON einkaþjálfari Ég er auðvitað að fara á Þjóð- hátíð. Myndar- legasti lyfjafræð- ingur landsins, Viktor Númason, fer með mér. EINAR BÁRÐARSON Ég verð með fjöl- skyldunni að lifa og njóta. Einu plönin eru að skjótast aðeins upp í Grímsnes á laugardaginn, þá verður sjálfsagt aðeins komið við á Selfossi enda ekki annað hægt. Annars verðum við að mestu leyti í borginni og ætli þú finnir mig ekki með familíunni á einhverju af gourmet kaffi- eða veitingahúsum „Notting Hill Íslands“, betur þekkt sem miðbær Hafnarfjarðar, að gæða mér á ljúfmeti og horfa upp í sólina sem ætlar að flytja lögheimili sitt þangað yfir helgina og borga þar útsvar í stórum slummum. HALLBERA GÍSLADÓTTIR landsliðsmaður í knattspyrnu Fyrsta skipti í langan tíma sem ég er ekki með einhver svakaleg plön um verslunarmannahelgina. Ég ætla að njóta helgar- innar með fjölskyldu minni með útiveru og góðum mat. Skella mér jafnvel í sumarbústað á Flúðum og hver veit nema maður endi á ein- hverju sveita- balli þar. Hvað á að gera um helgina? Hátíðir haldnar víða um land Mesta ferðahelgi ársins er upprunnin. Margir landsmenn verða á faraldsfæti um helgina og sækja útihátíðir. Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta Bolungarvík Drullumall á daginn en stuð á kvöldin, sveitaball og dans- leikur. Innipúkinn Miðbær Reykjavíkur Fjölbreytt tónleikadag- skrá á föstudags-, laugardags-, og sunnudagskvöld. Unglingalandsmót UMFÍ Þorlákshöfn Vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Keppt í frjálsum íþróttum, dansi, golfi o.fl. Norðanpaunk Laugarbakki Árlegt ættarmót pönkara, á hátíðinni koma fram yfir 40 hljómsveitir. Sæludagar KFUM & KFUK Vatnaskógur Fjölskylduhátíð þar sem lögð er áhersla á góða samveru, þrautir, leiki og tónlist. Ein með öllu Akureyri Fjölskyldu- hátíð með skemmtidagskrá, tónleikum og böllum, útivist og leikjum. Neistaflug Neskaupstaður Tjaldmarkaður, skrúð- ganga, strandblaks- mót, flugeldasýning og brunaslöngubolti á milli hverfa. Flúðir um versló Flúðir Furðubátakeppni, tónlist, brenna og brekkusöngur, leikhópurinn Lotta mætir á svæðið. Kotmót Hvítasunnukirkjunnar Fljótshlíð Kristilegt fjölskyldumót haldið af Hvíta sunnukirkjunni. Þjóðhátíð í Eyjum Herjólfsdalur Brenna, flugeldasýning og brekkusöngur, Fjölmörg tónlistaratriði. Líkur á skúrum víða um land Þegar Haraldur Ólafsson veður- fræðingur var að læra að gera veðurspár fékk hann gott ráð frá læriföður sínum. „Hann sagði við mig: Halli minn. Ef þú átt nokkurn kost á því að spá vondu veðri, þá skaltu gera það. Þessi regla á mjög oft við. En ef hún á einhvern tímann ekki við þá er það um verslunarmannahelgina. Það hefur viljað loða við veður- spár um verslunarmannahelgina: Líkur á skúrum víða um land. Það hittir svo skemmti- lega á að sú setning er raunhæf um helgina!“ segir Haraldur. Fréttablaðið + um helgina : Gott podkast er góður ferðafélagi. Listi yfir áhugaverð innlend og erlend podköst. 4 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R12 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 0 4 -0 8 -2 0 1 8 0 3 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 8 -5 4 0 0 2 0 8 8 -5 2 C 4 2 0 8 8 -5 1 8 8 2 0 8 8 -5 0 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.