Fréttablaðið - 04.08.2018, Side 26

Fréttablaðið - 04.08.2018, Side 26
Ég ákvað að taka þátt bara til að hafa gaman og það gekk miklu betur en ég bjóst við. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Birta Líf Þórarinsdóttir er ein þeirra Íslendinga sem taka nú þátt í heimsleikunum í Cross- Fit, en Birta keppir í flokki 14-15 ára. Birta hefur stundað íþróttir árum saman en byrjaði í CrossFit fyrir um einu og hálfu ári og hefur þegar unnið Íslandsmeistaratitil í sínum flokki. Birta segist ekki hafa mikinn tíma fyrir annað en CrossFit. „Ég eyði þeim litla tíma sem ég hef í að vinna í barnagæslunni í CrossFit Reykjavík,“ segir hún. „Svo reyni ég að eyða tíma með fjölskyldunni og vinunum. Ég hef stundað íþróttir í mörg ár. Ég prófaði fótbolta, eins og flestir, en byrjaði svo í fimleikum og stundaði þá heillengi og vann þrjá Íslandsmeistaratitla í hópfim- leikum,“ segir Birta. „Svo byrjaði ég í CrossFit og ólympískum lyftingum fyrir einu og hálfu ári þegar vinur pabba plataði mig með sér á æfingu og eftir það hef ég ekki hætt. Í ár vann ég síðan Íslandsmeistara- titil 15-16 ára stúlkna í CrossFit og ólympískum lyftingum.“ Þetta er bara byrjunin Birta ákvað að taka þátt í heimsleik- unum í ár vegna þess að í fyrra gekk henni svo vel í undankeppninni fyrir sjálfa undankeppni leikanna. „Ég ákvað að taka þátt bara til að hafa gaman og það gekk miklu betur en ég bjóst við, en samt ekki nógu vel til að komast í undan- keppnina sjálfa,“ segir hún. „Eftir það kviknaði einhver neisti í mér og mig fór að langa að fara á leikana. Þá ákvað ég að gera þetta af fullum krafti!“ Birta er mjög spennt fyrir þátt- tökunni á heimsleikunum. „Undir- búningstímabilið fyrir leikana er búið að vera ótrúlega skemmtilegt, þannig að ég get ekki beðið eftir því að fá að komast á keppnisgólfið,“ segir hún. Henni finnst ekki ógnvekjandi að ferðast alla leið til Wisconsin í Bandaríkjunum til að keppa á svona risastóru móti. „Ég er frekar vön því að fara í keppnisferðir út af fimleikunum, þannig að ég er meira spennt frekar en að finnast þetta ógnvekjandi,“ segir hún. Velgengnin kveikti neista Birta Líf Þórarinsdóttir keppir í flokki 14-15 ára á heimsleikunum í CrossFit í ár. Hún segir að sér hafi gengið betur í CrossFit en hún bjóst við og það hafi kveikt neista sem dreif hana á leikana í ár. Birta Líf Þórarinsdóttir er spennt fyrir því að safna reynslu á heimsleik- unum í CrossFit. Birta stundaði fimleika árum saman og hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í hópfimleikum. MYND/INSTAGRAM Birta byrjaði í CrossFit og ólympískum lyftingum fyrir um einu og hálfu ári og hefur ekki hætt síðan. MYND/INSTAGRAM Í ár vonast Birta til að safna reynslu fyrir frekari keppni í Cross- Fit. „Þetta hljómar kannski ótrúlega klassískt, en markmiðið er að gera mitt allra besta og hafa ótrúlega gaman en á sama tíma að safna eins mikilli reynslu og ég get fyrir komandi leika,“ segir hún. „Þetta er bara byrjunin.“ Birta dregur að sjálfsögðu inn- blástur frá íslensku CrossFit „dætr- unum“ og hún vonast til að feta í fótspor þeirra. „Íslensku dæturnar eru klárlega mínar helstu fyrir- myndir,“ segir hún. „Þær sönnuðu fyrir mér að draumurinn um að komast á leikana geti ræst.“ 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . áG ú S T 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 4 -0 8 -2 0 1 8 0 3 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 8 -7 1 A 0 2 0 8 8 -7 0 6 4 2 0 8 8 -6 F 2 8 2 0 8 8 -6 D E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.