Fréttablaðið - 04.08.2018, Síða 31

Fréttablaðið - 04.08.2018, Síða 31
Össur leitar að jákvæðum, metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi með brennandi áhuga á öryggismálum til að vinna í umhverfis- og öryggisdeild fyrirtækisins. Starfið felst í því að vinna að stöðugum úrbótum á öryggiskerfi Össurar í samstarfi við aðrar deildir fyrirtæksins á Íslandi, auk þátttöku í úrbótaverkefnum í samstarfi við aðrar starfsstöðvar Össurar um allan heim. Umhverfis- og öryggisdeildin ber ábyrgð á samræmingu umhverfis- og öryggismála á starfsstöðvum Össurar um allan heim. SÉRFRÆÐINGUR Í ÖRYGGISMÁLUM Össur er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði stoð- og stuðningstækja. Hjá félaginu starfa um 3.000 manns í 25 löndum. Gildi félagsins eru: Heiðarleiki – Hagsýni – Hugrekki. WWW.OSSUR.COM Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2018. Sótt er um starfið á vef Össurar, ossur.is/mannaudur. Athugið að velja viðeigandi starf. Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild í síma 515 1300. STARFSSVIÐ • Áhættumat starfa • Slysaskráningar • Rýmingaræfingar • Eldvarnir, brunaöryggi og -úttektir • Umsjón með gagnabanka fyrir öryggisblöð • Þátttaka í innri og ytri úttektum • Þjálfun starfsfólks • Stöðugar úrbætur á öryggiskerfi Össurar HÆFNISKRÖFUR • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla á öryggismálum fyrirtækja • Þekking og reynsla á alþjóðlegum öryggisstöðlum er kostur • Reynsla í verkefnastjórnun er kostur • Mjög góð enskukunnátta, bæði skrifleg og munnleg • Mjög góð hæfni í að koma fram • Mjög góð hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópum ÁRNI ÆTLAR AÐ VERÐA GEIMFARI Ertu með háskólamenntun á uppeldissviði, s.s. tómstunda- og félagsmálafræði? NÝTT STARF Frístundaráðgjafar og aðstoðarforstöðumenn á frístundaheimilum Ný störf á frístundaheimilum eru nú laus til umsóknar þar sem unnið er í nánu samstarfi við grunnskóla, á skólatíma, með það að meginmarkmiði að efla félagsfærni barna. Um er að ræða full störf fyrir fagmenntað fólk sem veitir tækifæri til að taka þátt í þróun á nýju og spennandi samstarfsverkefni frístundaheimila og grunnskóla. Nánari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar: https://reykjavik.is/laus-storf/sfs VILTU LÁTA DRAUMA RÆTAST OG VINNA MEÐ FRAMTÍÐS LANDSINS? FRÍSTUNDAHEIMILI REYKJAVÍKURBORGAR Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu forstöðumanns á heimili fyrir börn Sveitarfélagið Árborg leitar eftir öflugum, sjálfstæðum og jákvæðnum starfsmanni til að gegna forstöðu í nýju þjónustu- úrræði fyrir börn. Gert er ráð fyrir að forstöðumaður taki vaktir sem hluta af stöðugildi hans. Helstu markmið þjónustunnar er að veita fjölskyldumiðaða þjónustu sem mætir þörfum barna og fjölskyldna fyrir sértæka þjónustu. Auka lífsgæði barnanna, þátttöku þeirra í samfélaginu og bæta líðan þeirra. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Barnasátt- málinn eru grunnstoðir starfseminnar. Helstu verkefni og ábyrgð: • Stjórnun og fagleg ábyrgð á þjónustu við börnin • Fjárhagsleg ábyrgð • Stjórnun starfsmannamála • Samstarf og samráð við íbúa, aðstandendur og hagsmuna- samtök fatlaðs fólks • Þátttaka í þverfaglegu samstarfi er snýr að þjónustu við fatlað fólk Menntun og hæfniskröfur: • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði félags-, menntunar- og/eða heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af þjónustu við fatlað fólk með flóknar og samsettar skerðingar • Þekking og reynsla á fötlunum barna og áhrifum þeirra á daglegt líf • Þekking á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmálanum og hugmyndafræðinni um sjálf- stætt líf í þjónustu við fatlað fólk • Þekking og reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Sveitar- félagsins Árborgar Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga. Störfin hæfa jafnt körlum sem konum. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist skriflega til Félagsþjónustu Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfossi, eigi síðar en 17. ágúst 2018. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaug Jóna Hilmars- dóttir, félagsmálastjóri, gudlaugjona@arborg.is eða í síma 480-1900. ATVINNUAUGLÝSINGAR 5 L AU G A R DAG U R 4 . ág ú s t 2 0 1 8 0 4 -0 8 -2 0 1 8 0 3 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 8 8 -3 B 5 0 2 0 8 8 -3 A 1 4 2 0 8 8 -3 8 D 8 2 0 8 8 -3 7 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.