Fréttablaðið - 04.08.2018, Síða 43

Fréttablaðið - 04.08.2018, Síða 43
Íbúar elda sér sjálfir í nýuppgerðum eldhúsum í Víðinesi. Víðines er stór og myndarleg bygging. Þar var eitt sinn elliheimili. Þá bjuggu þar hælis- leitendur áður en húsnæðið var nýtt í tilraunaverkefni fyrir heimilislaust fólk. Svanur segir mikl- ar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu. Keypt húsgögn og heimilistæki. Þar er þrifalegt. Svanur inni í gamla húsbílnum sem hann bjó í síðasta vetur. hann og það gerir líka lítill hvolpur. „Þetta er Jana. Ég ætla að halda henni,“ segir hann. „Ég var á tjaldsvæðinu í Laugar- dal áður en ég kom hingað. Þar áður í Hafnarfirði. Ég gat ekki verið með Kleó í íbúðinni sem ég leigði þar. Leigusalinn var að gefast upp á sífelldum kvörtunum vegna hundsins. Ég þyrfti að losa mig við hundinn. Það myndi ég aldrei gera. Ég tók Kleó að mér fyrir lífstíð. Og nú hefur Jana bæst í hópinn. Ég fór. Ég reif út aftursætin í bílnum til að sofa í. Og þannig byrjaði það. Ég var orðinn heimilislaus. Ég gat svo ekki sofið almennilega í jeppanum og keypti mér húsbílinn og settist að í Laugardal. Nú er ég kominn hingað,“ segir hann. Hann horfir á Netflix eins og Tindur Gabríel. „Ég er að safna mér fyrir sjónvarpi. Ég hef ýmis áhuga- mál. Ég myndi vilja geta ferðast. Það hefur reyndar verið leiðinlegt veður. Því stytti ég mér stundirnar og horfi á bíómyndir,“ segir hann. Hafa stjórnmálamenn komið hingað og heimsótt ykkur? „Þeir komu hingað fyrir kosning- arnar. Það var aðallega stjórnar- andstaðan, Sjálfstæðisflokkurinn og Flokkur fólksins. Eyþór Arnalds hefur oft komið hingað. Sam- fylkingin hefur ekki komið að mér vitandi,“ segir hann.  En hvað um það að Víðines er heldur afskekkt? „Maður getur líka verið ein- mana í borg. Eins og Tindur veit,“ segir hann og horfir til félaga síns. „Maður fer í bæinn í stressið og vit- leysuna og kemur svo aftur hingað. Tilfinningin er svo góð. Kannski hentar þetta ekki öllum. En okkur þykir lífið gott hér,“ segir Svanur. Ég myndi líka vilja setja niður rauð- rófur og halda hænur. Ég kann vel við sveita- lífið. einu sinni ætlaði Ég mÉr að verða bóndi en það fór út um þúfur. h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 23l A U g A R D A g U R 4 . á g ú s T 2 0 1 8 0 4 -0 8 -2 0 1 8 0 3 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 8 -6 2 D 0 2 0 8 8 -6 1 9 4 2 0 8 8 -6 0 5 8 2 0 8 8 -5 F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.