Fréttablaðið - 04.08.2018, Síða 55
2 0 1 8
OPIÐ ALLA
VERSLUNARMANNAHELGINA
LÍKA Á MÁNUDAG
FRÁ KL. 11-17
Dásamleg deild samfélagsins
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Laugardagur
hvar@frettabladid.is
4. ágúst 2018
Sýningar
Hvað? Myndlistarsýningin „Heim að
sumri“
Hvenær? 14.00
Hvar? Listaskálinn að Brúnum, Eyja
fjarðarsveit
Á sýningunni eru verk systkin-
anna Eysteins, Kristjáns og
Kristínar frá Munkaþverá. Verkin
eru frá löngu tímabili og eru fjöl-
breytt, svo sem þrívíð verk, grafík,
teikningar, vatnslitamyndir o.fl.
Síðasti sýningardagur er mánu-
dagurinn 6. ágúst.
Hvað? Gísla söguganga
Hvenær? 11.00
Hvar? Gíslastaðir, Haukadal í Dýrafirði
Söguleg gönguferð á slóðir Gísla
sögu Súrssonar í Haukadal Dýra-
firði. Allir göngugarpar fá víkinga-
skikkju til að klæðast meðan á
ferðinni stendur og geta þannig
sett sig enn betur í spor sögu-
hetjanna. Að göngu lokinni
verður boðið upp á víkingarabar-
baragraut Gíslastaða. Það er margt
að sjá á Gíslastöðum og geta gestir
m.a. spreytt sig á refilsaumi er
byggður er á Gísla sögu Súrssonar
og sett þannig sitt spor í söguna.
Leiðsögumaður er Elfar Logi
Hannesson, bókanir eru í síma 891
7025 eða á komedia@komedia.is.
Hvað? Hönnunar og myndlistar
markaður Innipúkans
Hvenær? 14.00
Hvar? Naustin
Hinn árlegi Hönnunar og mynd-
listarmarkaður Innipúkans er nú
haldinn í þriðja sinn.
Hér býðst fólki að kaupa milli-
liðalaust af ungum hönnuðum og
myndlistarfólki.
Tónlist
Hvað? Útihátíð á SPOT
Hvenær? 22.00
Hvar? SPOT, Bæjarlind
Hvað? Afmælistónleikar í Fjölskyldu
garðinum
Hvenær? 14.00
Hvar? Fjölskyldu og húsdýragarður
inn
4. ágúst fagnar Fjölskyldugarður-
inn 25 ára afmæli með stórtónleik-
um og opnun nýs fallturns. Þetta
er viðburður fyrir alla fjölskylduna
þar sem Stuðmenn, Salka Sól og
JóiPé og Króli stíga á svið.
Hvað? 200.000 naglbítar
Hvenær? 20.00
Hvar? Félagsheimilið Flúðum
Ekki deyja úr tónleikaleysi!!!
200.000 naglbítar verða með
tónleika á Flúðum laugardaginn
4. ágúst. 200.000 naglbítar eru
á fullu að taka upp og klára
nýja plötu. Fimm lög af henni
eru komin út og hafa öll ratað á
vinsældalista. Á Flúðum flytja
þeir nýtt efni og gamlar perlur í
bland við naglbítasögur og spjall.
Rokktríóið hefur verið að spila
talsvert undan farið og hefur gert
allt brjálað hvar sem það hefur
komið fram. Tónleikar með
200.000 naglbítum eru jafn sjald-
gæfir – en líka jafn sturlaðir – og
svartir svanir! Húsið og miðasala
opnuð 20.00 og tónleikarnir hefj-
ast 21.00. Miðaverð: 3.000 kr.
Sunnudagur
5. ágúst 2018
Sýningar
Hvað? Vangaveltur um búskaparhætti
Gísla Súrssonar.
Hvenær? Kl. 16.00
Hvar? Gíslastaðir, Haukadal í Dýrafirði
Hinn landskunni búfræðingur
og Kirkjubólspiltur Bjarni Guð-
mundsson eys úr söguaski sínum.
Kappinn hefur stúderað margan
búskapinn og síðustu misseri
búskaparhætti Gísla Súrssonar.
Það er næsta víst að þetta verður
sögulegt og ekki farið með fleipur
enda nam Bjarni við barnaskól-
ann í Haukadal. Hlustunartollur
er aðeins 1.500 kr. Posi á staðnum
og verslun Gíslastaða verður gal-
opin. Kaffi á núll krónur.
Tónleikar
Hvað? Nightjar (SE) – Pikknikk tón
leikar
Hvenær? 15.00
Hvar? Norræna húsið
Nightjar er dúó frá Bretlandi/
Tyrklandi sem spilar blöndu af
tyrkneskri klassískri tónlist og
vestrænu poppi. Hljómsveitin var
stofnuð í Svíþjóð og spilaði með
tónlistarmönnum víða um heim
áður hún varð dúó. Náttfarinn (e.
the nightjar) er gestur frá suðræn-
um löndum sem vakir á nóttinni
sem er lýsandi fyrir bakgrunn og
áhugamál dúósins, þeirra Lloyds
Degler og Mehmets Ali Arslan.
Mánudagur
6. ágúst 2018
Viðburðir
Hvað? Mánudagsklúbbur Borðhalds á
Coocoo’s Nest
Hvenær? 18.00
Hvar? Coocoo’s Nest, Grandagarði 23
Á mánudögum á The Coocoo’s
Nest ætlar Borðhald að bjóða upp
á það nýjasta og besta sem gerist
í náttúruvínum og fá til samstarfs
við sig unga og efnilega kokka til
að para rétti við vínin.
Stakur réttur kostar 2.000 kr.
og stakt vínglas kostar 1.600 kr.
Pörun er svo á 3.000 og 4-rétta
tasting á 10.000 kr. Þetta er eitt-
hvað sem vín- og mataráhugafólk
má ekki missa af.
Hvað? Rómönsur – einkasýning Ragn
hildar Jóhanns
Hvenær? 10.00
Hvar? Hafnarstræti 16
Á sýningunni má sjá fjögur ný
málverk af íslenskum femínistum
lesandi ástarsögur, Fríðu Rós
Valdimarsdóttur, Hildi Lilliendahl
Viggósdóttur, Maríu Lilju Þrastar-
dóttur og Sóleyju Tómasdóttur.
Auður Jónsdóttir rithöfundur
skrifar í sýningarskrá: „Allar kon-
urnar á myndum Ragnhildar hafa
subbað sig út í opinberri umræðu.
Þannig hafa þær allar dæmt sig
til að vera fláráð kvendi í rauðu
ástar sögunum. Og í athugasemd-
um dagsins í dag á netinu. Þær eru
konurnar sem karldólgar fullyrða
að séu svona ákveðnar í skoðun-
um sínum af því að þær séu ekki
nógu kvenlegar.“ Á sýningunni
verður gjörningur fluttur af fjölda
kvenna, hann hefur hvorki upp-
haf né endi en verður í gangi alla
opnunina.
Hvað? Útileikir
Hvenær? 13.00
Hvar? Árbæjarsafn
Um verslunarmannahelgina
verður venju samkvæmt blásið
til fjölbreyttrar leikjadagskrár
á Árbæjarsafni. Dagskráin er
ætluð krökkum, en hún er að
sjálfsögðu opin öllum þeim sem
ætla að njóta þess sem Reykja-
vík hefur upp á að bjóða þessa
mestu ferðahelgi ársins. Frá
kl. 13.00, bæði sunnudaginn
5. ágúst og mánudaginn 6. ágúst,
geta gestir keppt í pokahlaupi,
skjaldborgarleik og reiptogi, svo
nokkuð sé nefnt. Á safninu er
fjölbreytt úrval af útileikföngum
sem krökkum býðst að nota að
vild, svo sem húlahringir, snú-
snú, kubb og stultur og síðast
en ekki síst flottir kassabílar. Þá
verður hægt að grípa í badmin-
tonspaða og á gamaldags rólu-
velli eru rólur, vegasalt og sand-
kassi. Við mælum með að yngsta
kynslóðin heimsæki sýninguna
„Komdu að leika“ í safnhúsi
sem kallast Landakot en þar er
mikill fjöldi leikfanga frá ýmsum
tímum sem krökkum er frjálst að
leika sér með. Á sunnudeginum
6. ágúst mun sr. Petrína Mjöll
Jóhannesdóttir þjóna fyrir altari
í litlu kirkjunni á Árbæjarsafni
kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur
og Krisztina Kalló Szklenár leikur
undir á orgel. Í Dillonshúsi verða
að sjálfsögðu ljúffengar veitingar
í boði alla helgina. Árbæjarsafn
er opið daglega í sumar frá kl.
10.00-17.00.
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 35L A U g A R D A g U R 4 . á g ú S T 2 0 1 8
0
4
-0
8
-2
0
1
8
0
3
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
N
Y
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
8
-6
7
C
0
2
0
8
8
-6
6
8
4
2
0
8
8
-6
5
4
8
2
0
8
8
-6
4
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
3
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K