Fréttablaðið - 04.08.2018, Qupperneq 60
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Elmar Hallgríms Hallgrímsson elmar@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Valdimar Birgisson valdimar@frettabladid.is
Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ólafur H.
Hákonarson olafurh@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is og Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI
512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
Lífið í
vikunni
29.07.18-
04.08.18
Rock Paper Sisters er ný íslensk ofurgrúppa sem samanstend-ur af Eyþóri Inga, sem syngur
og spilar á gítar, trommaranum Jóni
Birni Ríkarðssyni, betur þekktur
sem Jónbi úr Brain Police, bassa-
leikaranum Þorsteini Árnasyni og
hljómborðsleikaranum Þórði Sig-
urðarsyni. Fyrsta lag sveitarinnar,
Howling Fool, er þegar farið að
hljóma.
Hljómsveitin hitaði upp fyrir
sjálfan Billy Idol í Laugardalshöll
og fékk glimrandi góðar viðtökur.
„Þetta var alveg stórkostlegt og mjög
gaman. Þetta eru vanir rokkarar
með mér,“ segir Eyþór Ingi, söngvari
bandsins. „Jónbi er auðvitað orðinn
stórtrommari núna því hann hitaði
upp fyrir Guns N' Roses og Billy Idol
nánast í sömu vikunni,“ bætir hann
við.
Jónbi lemur einnig húðir í Brain
Police sem hitaði upp fyrir stór-
tónleika Guns N' Roses. „Þetta var
mikið af nýju efni, nánast nýklárað
þegar við stigum á svið enda hljóm-
sveitin ekki gömul. Við erum að
vinna að plötu og ætlum að gefa
út nokkur lög og koma með plötu
á næsta ári. Við erum komnir til að
vera og við spilum fljótlega aftur,
helst á Gauknum eða Dillon. Þetta
var ekki stofnað sem „stadium
band“ þótt þetta hafi verið fyrsta
giggið,“ segir hann og hlær. „Það
verður líka að komast inn í svitann
og hitann.“
Eyþór segir að hann hafi lítið
spjallað við menn á tónleikunum
og ekki áttað sig á því að Billy Idol
og Steve Stevens væru í sama húsi
og hann fyrr en of seint. „Stevens
var á vappinu en ég átti varla sam-
tal við nokkurn mann. Maður var
svo stressaður fyrir giggið. Þetta
var trúlega mesta spennufall sem
ég hef nokkurn tíma upplifað þegar
við vorum búnir að hneigja okkur.
Það var algjört. Þegar við vorum að
spila var ég nánast brosandi inni í
mér því við vorum að semja sum
lögin daginn áður. Þetta var skrýtið
en algjör eldskírn.
Við fengum góðar viðtökur og
áhorfendur tóku okkur vel svo við
höldum ótrauðir áfram.“
benediktboas@frettabladid.is
Spennufall eftir gigg
Hljómsveitin Rock Paper Sisters spilaði sitt fyrsta gigg þegar hún
hitaði upp fyrir Billy Idol. Eyþór Ingi segir að hann hafi fengið sitt
mesta spennufall eftir gigg þegar hann hneigði sig
Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði
Sumarútsala
í fjórum búðum
Afgreiðslutími Rvk
Mánudaga til föstudaga kl. 10–18
Laugardaga kl. 11–17
Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi)
www.dorma.is
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Sumar
útsala
ALLT AÐ
60%
AFSLÁTTUR
www.dorma.is
V E F V E R S LU N
ALLTAF
OPIN
Rock Paper Sisters er ný íslensk ofurgrúppa sem í eru Eyþór Ingi, sem syngur og spilar á gítar, trommarinn Jón Björn
Ríkarðsson Jónbi úr Brain Police, bassaleikarinn Þorsteinn Árnason og hljómborðsleikarinn Þórður Sigurðarson.
Hljómsveitin glöð og kát eftir giggið góða og spennufallið leyndi sér ekki.
„Þegar við vorum að spila var ég nánast brosandi inni í mér því við vorum að
semja sum lögin daginn áður,“ segir Eyþór Ingi, söngvari hljómsveitarinnar.
ÖÐRUVÍSI AÐ SPILA FYRIR
EINTÓMA HAUSA
Daði Freyr Pétursson tróð upp í
steikjandi hita í Jarðböðunum í Mý-
vatnssveit. Hann sá bara hausana á
fólkinu sem hann spilaði fyrir enda
allir ofan í heitu vatninu.
BÆKUR OG BARN
Ævar Þór Benediktsson er
vinsælasti höfundur
landsins en hans
nýjasta bók,
Ofurhetju-
víddin, var
á toppi
bóksölu-
lista Félags
íslenskra
bókaútgef-
enda í júní.
Fleiri bækur
og barn eru á
leiðinni.
KALEO Á PALEO
Tónlistarhá-
tíðin Paleo
fór fram í
Sviss fyrir
skömmu
þar sem
íslenska-
hljóm-
sveitin Kaleo
spilaði fyrir troð-
fullri hátíð. Gífurlega góður rómur
var gerður að tónleikunum. Rúm-
lega 300 þúsund manns mættu á
hátíðina en Kaleo spilaði ásamt
Lenny Kravitz meðal annars.
SIGURÐUR MYNDAÐI
Sigurður
Guðmundson
söngvari var
með mynda-
vélina á lofti
þegar hljóm-
sveitin GÓSS
ferðaðist um
landið annað
sumarið í röð.
Hljómsveitin
lauk tónleika-
ferðalagi sínu
um landið með tónleikum
á Bryggjunni Brugghúsi.
4 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R40 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
8
-2
0
1
8
0
3
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
8
8
-5
4
0
0
2
0
8
8
-5
2
C
4
2
0
8
8
-5
1
8
8
2
0
8
8
-5
0
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
3
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K