Fréttablaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 20
K arl Sigurbjörnsson biskup greindist með krabbamein í nóvember í fyrra. S í ð a n þ á h e f u r hann verið í erfiðri krabbameinsmeðferð. Karl, sem tekur veikindunum af áberandi miklu æðruleysi, segir batahorfur sínar vera góðar „Í fyrra greindist ég með krabba- mein í blöðruhálskirtli sem hafði dreift sér í beinin. Þetta uppgötvað- ist fyrir tilviljun af því að ég var með verk í fæti. Það var brugðist mjög skjótt við, eiginlega ótrúlega hratt. Ég var strax settur í hormónameð- ferð og lyfjameðferð. Ég fékk þó að fresta henni fram yfir áramót, mér fannst ég ekki mega vera að því að byrja fyrr, vildi klára skuldbind- ingar sem ég hafði í starfi í Dóm- kirkjunni og svo voru vinir mínir að etja mér út í að taka saman safn prédikana og því vildi ég koma á rekspöl áður en meðferðin byrjaði. Lyfjameðferðin hófst í byrjun janúar og lauk nú í júní en horm- ónameðferð heldur áfram. „Þetta hefur verið mikið ferðalag,“ segir Karl. „Ég kallaði það pílagrímsferð, ferð um áður ókunnar slóðir, en markmiðið er skýrt – að komast til heilsu. Leiðin er oft torsótt, maður er kýldur niður, missir mátt og er vankaður í heila viku. Næsta vika fer í að ná sér upp og svo fer maður niður aftur. Ég var aldrei neitt þjáð- ur. Verkurinn í beinunum hvarf að mestu leyti. Ég var aðallega ringl- aður og fann til magnleysis. Það er óþægilegt að finnast allt í einu lappirnar lyppast undan manni. Svo er maður skelfing latur og svolítið einangraður því ég mátti ekki vera mikið innan um fólk. Ég er óvanur því að hafa ekki fullt af verkefnum á prjónunum. Á þessum tíma hef ég rifjað upp orð Sören Kierkegaard sem sagði að iðjuleysi væri stórlega vanmetin lífsgæði. Það er ágætt að hugga sig við það.“ Eins og þruma úr heiðskíru lofti Þér hlýtur að hafa brugðið þegar læknar sögðu þér að þú væri með krabbamein? „Auðvitað. Ég hef alltaf ímyndað mér að ég væri ágætlega hraustur. En læknir sem ég þekki sagði við mig að ef hann hefði mátt velja krabbamein þá hefði hann valið þessa tegund. Það er einhver hugg- un í því. En maður hrekkur illilega í kút við sjúkdómsgreininguna. Krabbamein er óttalegt orð, og það slær umfram allt þau sem næst manni standa. Sá sem verður fyrir högginu fær verkefni í hendurnar og gengur í það. Ég stend í glímunni þar sem öllu er teflt fram. Þau sem næst manni standa horfa á, þurfa að glíma við spurningar og ótta, reiði og kvíða sem þau vilja hlífa manni við. Þetta gleymist oft. Allt of oft. Þau nánustu upplifa miklu frekar vanmátt sinn meðan sjúklingurinn er umvafinn og borinn höndum. Ég mæti í mínar meðferðir og þar er brautin vel mörkuð og verkefnin skilgreind, á meðan þau hin sitja uppi með allar spurningarnar, ótt- ann og kvíðann. Sjúkdómsgreiningin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. En þegar ég hugsa um árið þar á undan þá var kannski eitthvað í undirmeð- vitundinni sem var að píska mig áfram. Ég hafði verið með á prjón- unum að þýða skáldsögur eftir Marilynne Robinson og mér fannst ég verða að ljúka við það verk. Í fyrrasumar hugsaði ég stundum með sjálfum mér: Slappaðu af, það er ekki víst að nokkur vilji gefa bækurnar út og óvíst að einhver muni lesa þær, þú hefur nóg annað að gera. Ég var nánast með þrá- hyggju gagnvart því að koma þessu verki frá mér. Kannski var eitthvað innra með mér að segja mér að ég hefði ekki algjörlega ótakmark- aðan tíma.“ Í mjög svo erfiðri meðferð segist Karl alltaf hafa haldið þreki til að lesa, eins að grípa í að ganga frá ræðusafninu, Í helgum steini, sem kom út um páska, og vinna „Ég er engin hetja og auðvitað takast alls konar tilfinningar á,“ segir Karl Sigurbjörnsson. FrÉttablaðið/StEFán Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Leiðin er oft tor- sótt, maður er kýLdur niður, missir mátt og er vankaður í heiLa viku. næsta vika fer í að ná sér upp og svo fer maður niður aftur. að frágangi handrita að trílógíu Marilynne Robinson, en fyrsta bókin, Gilead, kom út um sama leyti. „Þessi verkefni héldu mér nú gangandi. Ég er alltaf með eitthvað að lesa, það er mitt líf og yndi. Ég les skáldsögur og sagnfræði og allt mögulegt.“ Ein þeirra bóka sem hann las síðasta vetur er Emperor of all Maladies eftir Siddhartha Mukherjee. „Höfundurinn er bandarískur af indverskum ættum og í þessum heljarmikla doðranti rekur hann sögu krabbameinsins. Þessi sjúkdómur, krabbamein, er mikil ráðgáta og óttalegur leyndardómur, afskaplega furðu- legt fyrirbæri. Krabbamein hefur verið skelfilegt orð en innan þessa heitis rúmast í rauninni ótal ólíkar skepnur og fyrirbæri sem enginn veit í rauninni hvað er eða hvers vegna það lætur á sér kræla, og sem betur fer er margt af því sem fyrir örfáum misserum var ólæknandi vel viðráðanlegt.“ Hvers vegna ekki ég? Karl er sá fimmti af sex bræðrum sem glímir við krabbamein. „Björn bróðir minn fór úr lungnakrabba. Það tók langan tíma að uppgötva það og hann kvaldist mikið, svo kvaddi Árni Bergur og konan hans skömmu síðar, og síðan Þorkell, sem lést fyrir fimm árum. Einar er núna að glíma við þetta. Auð- vitað fer hver og einn á sinn hátt í sína baráttu, en mér sýnist bræður mínir allir hafa tekið þessu af miklu æðruleysi. Krabbamein er svo ótrúlega algengt. Mér finnst nánast annar hver maður í mínum kunningja- hópi hafa gengið eða vera að ganga í gegnum eitthvað svipað og ég. Þá spyr maður sig: Hvers vegna ekki ég? Hún er áleitin sagan sem Karen Blixen sagði. Hún lá lengi á spítala af því að maðurinn hennar, sem hélt framhjá henni, hafði smitað hana af kynsjúkdómi. Hún var sárþjáð og bálreið og spurði sig: Af hverju ég? Hvers vegna? Svo sá hún dagblað þar sem var slegið upp á forsíðu að franskt rannsóknarskip hefði farist við Ísland, og það hét Pourquoi pas? Hvers vegna ekki? Þá laust niður í huga hennar: Hvers vegna ekki? Þá var eins og réttist úr henni og henni fannst hún geta tekist á við mótlætið af reisn.“ Það gerir þú greinilega líka. „Ja, ég er engin hetja og auðvitað takast alls konar tilfinningar á. Ótti við dauðann fylgir öllu sem lifir. Það er innbyggt í hverja frumu og hverja taug að standa gegn dauð- anum. Við höldum fast í lífið. Í gamla daga var talað um nokk- uð sem heitir Ars moriendi, listin að deyja. Einhvern tímann var verið að spyrja mig út í það hvaða kúnst það hefði verið. Þá fór ég að rifja upp að sem barn fór mamma alltaf með bænirnar með okkur bræðrunum. Þetta var bænaruna, eins og krans af versum. Bænirnar hafði hún lært af mömmu sinni sem aftur hafði lært þær af mömmu sinni og þarna voru bein tengsl alveg aftur á 18. öld. Í mörgum af þessum versum er minnst á dauð- ann. Í einu segir: Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér / vaka láttu mig eins í þér. / Sálin vaki, þá sofnar líf, / sé hún ætíð í þinni hlíf. Karl Sigurbjörnsson tekst á við krabba- mein af æðruleysi. Hann er í fram- haldsmeðferð og segir batahorfur góðar. Trúarvissan styrkir hann í bar- áttunni við veikind- in. Hann vill ekki sjá sig sem sjúkling og segist vera í góðum höndum hjá afar færum læknum. Við erum kölluð til að lifa lífinu lifandi 1 8 . á g ú s t 2 0 1 8 L A U g A R D A g U R20 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 1 8 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 A -1 7 7 0 2 0 9 A -1 6 3 4 2 0 9 A -1 4 F 8 2 0 9 A -1 3 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 1 7 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.