Fréttablaðið - 18.08.2018, Síða 88

Fréttablaðið - 18.08.2018, Síða 88
Valtýr og Egill eru ellefu ára og þeir eru bekkjarfélagar í Laugarnesskóla. Hafið þið verið vinir lengi? Já, við kynntumst þegar við vorum 0 ára, þá áttum við heima í sama húsi og mömmur okkar eru vinkonur. Nú eiga drengirnir heima mun lengra hvor frá öðrum en það aftr- ar þeim ekki frá því að hittast oft. Enda eiga báðir hjól og eru miklir íþróttastrákar. Egill: Fótbolti er aðaláhugamálið okkar. Við erum í Þrótti. Valtýr: Svo æfum við báðir körfu- bolta. Ég var í fimleikum líka en hætti í þeim. Egill. Við höfum alveg prófað fleiri íþróttir. Ég hef prófað frjálsar og klifur og líka badminton. Ég held ég hafi prófað flest nema skylmingar.“ Hafið þið gert eitthvað sniðugt í sumarfríinu annað en að vera í fótbolta? Egill: Ég var í Barcelona í þrjár vikur. Það var fínt en rosalega heitt. Ég kom heim 9. ágúst. Valtýr: Og ég fór til Danmerkur. Það var líka heitt þar. Ég fór í Tívolí, það var rosa gaman. Mig svimaði samt svolítið og varð flökurt þegar ég fór í fallturninn, ég er nefnilega pínu lofthræddur. Ég var líka í Vatnaskógi í sumar í eina viku. Það var gaman. Egill: Já, við vorum saman í Vatna- skógi fyrir einu ári. Svo höfum við líka farið saman til útlanda með fjölskyldum okkar. Þá vorum við á Krít. Eigið þið einhver dýr? Valtýr: Ég á páfagauk. Hann heitir Snjókorn og er blár með doppum. Hann er skemmtilegur en bítur fast. Einu sinni beit hann mig til blóðs. Hann labbar stundum á hausnum á mér og einu sinni skeit hann þar. Egill: Já, ég á hund. Hann heitir Trölli en er samt enginn risi. Við áttum tvo hunda en það var bara of mikið vesen. Ég sé oft um að gefa Trölla en ég fer ekki eins oft með hann út eins og ég fór með hinn hundinn. Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir? Egill: Fótboltamaður og fótbolta- þjálfari. Valtýr: Fótboltamaður og vísinda- maður. Stundum með páfagauk á hausnum Vinirnir Egill Harðarson og Valtýr Kjartansson eru sprækir íþróttastrákar og eiga báðir dýr. Valtýr og Egill nota hvert tækifæri sem þeir geta til að leika sér með bolta, enda stefna báðir í fótboltann þegar þeir verða stórir. Fréttablaðið/Eyþór Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Grínbækur eins og til dæmis Kiddi klaufi. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Lóa! Trúnaðarkver.  Bókin er um Lóu og lífið hennar. Það gerist mjög mikið. Lóa er að hitta vinkonu sína og njósnar um strák sem hún er skotin í. Mamma hennar er oft í tölvuleikjum og er skotin í manni sem heitir Ríkharður. Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Rottu- borgara. Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Hún væri eitthvert ævintýri, held ég. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppá- haldi hjá þér? Disney-bækurnar voru mest í uppáhaldi. Ferðu oft á bókasafnið? Nei, ég á svo mikið af bókum heima. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er að æfa dans og er á reiðnámskeiði í sumar. Svo finnst mér mjög skemmtilegt í sveitinni. Mér finnst gaman að teikna og leika með vinum mínum. Í hvaða skóla ertu? Melaskóla. Lestrarhestur vikunnar Heiða Lilja 9 ára Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið efna til sumarlesturs fyrir krakka. Verið velkomin í bóka- safnið í ykkar hverfi, veljið eitt pappírsdýr sem þið finnið á safninu, skrifið nafn, símanúmer, aldur og nafn á áhugaverðri bók sem þið hafið lesið og takið þannig þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. „Almáttugur,“ hrópaði Róbert upp yfir sig. „Við erum föst hérna inni og munum aldrei komast út,“ bætti hann við skelfingu lostinn. „Enginn mun nokkurn tímann finna okkur og við munum svelta í hel.“ „Svona nú Róbert minn,“ sagði Kata höstuglega. „Þetta er nú bara völundarhús og það er alltaf einhver leið út úr völundarhúsum.“ Konráð á ferð og flugi og félagar 214 Getur þú hjálpað Róberti og K ötu að komast ú t úr völundar - húsinu? ? ? ? 1 8 . á g ú s t 2 0 1 8 L A U g A R D A g U R36 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð krakkar 1 8 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 9 9 -F E C 0 2 0 9 9 -F D 8 4 2 0 9 9 -F C 4 8 2 0 9 9 -F B 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 1 7 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.