Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Page 2

Víkurfréttir - 30.04.1981, Page 2
VÍKUR-fréttir 2 Fimmtudagur 30. apríl 1981____________ l^ftZ0?TEÉTTIC Útgefandi: Vasaútgáfan Ritstjóri og ábm.: Sigurjón Vikarsson, srfni 2968 Blaðamenn: Steingrímur Lilliendahl, sími 3216 Elías Jóhannsson, sími 2931 Emil Páll Jónsson, sími 2677 Ritstj. og augl. Hringbraut 96, Keflavík, sími 1760 Setning og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik Loftpressa Tek að mér múrbrot, fleygun og borun fyrir sprengingar. Geri föst verðtilboð. S|M, Sigurjón Matthíasson Brekkustíg 31 c - Y-Njarðvík Prjónakonur Nú kaupum við einungis lopapeysur, heilar og hnepptar. Móttaka að Bolafæti 11, Njarðvík, miðvikudagana 22. apríl, 6. og 20. maí kl. 13-15. SÍSLENZKUR MARKAÐUR HF. Keflavík Gæsluvellir Gæsluvellir Keflavíkurbæjar, við Miðtún, Ása- braut og Baugholt, verða opnir á tímabilinu 4. maí til 15. september, kl. 9-12 og 13-17. Vellirnir verða opnir alla virka daga nema laugar- daga. Félagsmálafulltrúi Keflavíkurbæjar Skrifstofuhúsnæði óskast Tryggingamiðstöðin hf. óskar eftir að taka á leigu húsnæði á góðum stað í Keflavík, fyrir umboðs- skrifstofu á Suðurnesjum. Nánari upplýsingar gefur umboðsmaður, Halldór Vilhjálmsson, Ásgarði 9, Keflavík, sími 2694. Að gefnu tilefni „Það er af sem áður var“. Þannig hefst grein í Víkurfrétt- um um „skrílslaeti í kirkjunni" í Keflavík. Ekki veit ég hvaða para- dísarreynslu kirkjugestur er aö tala um, en eflaust gengur hon- um gott eitt til og hyggur með Hallgrími Péturssyni, að heimur- inn versnandi fari, enda þótt við vitum að unglingar hafi orðið til vandræða frá því um 3000 f. Kr. En þó fór svo að fjöðrin, sem skrifunum olli (flautið utan kirkj- unnar) varð að fimm hænum. Ax- arskaft eins unglings varð að ávirðingu margra unglinga sem sóttu fermingarguðsþjónustu 5. apríl e.h., og verða í mínum augum ekki sekir fundnir. Ekki ætla ég að mæla yfirsjón unglingsins bót, en vil ekki hirta hann um of. Ég vænti þess að- eins að hann sé að taka út sinn þroska og leggi af slík strákapör. Mér finnst nokkuð stórt upp í sig tekiö aö tala um skrílslæti í þessu sambandi. Skríll er siðlaus múg- ur, ruslaralýður, aga- og menn- ingarsnautt fólk og skrílslæti því siölaus múglæti. Það er gefið í skyn í greininni að „hálfgerður glundroði" hafi orðið í kirkjunni. Ekki varð ég var við hann. Það má vera að kirkju- gestir séu ekki búnirað áttasig á þeirri nýbreytni að sitja undir lestri lexíu úr Gt. og pistli, en rísa einungis úr sætum viö lestur guðspjalls. En það stendur til bóta og ekkert við unglinganaað sakast í þeim efnum. Mistök geta alla hent og slíkt setur enginn fyrir sig. Axarskaft unglingsins var einnig undir lok athafnarinnar, svo ekki hefur það haft áhrif á athöfnina alla, eins og gefið er í skyn. „Kirkjugestir stóðu upp er þeir áttu aö setjast. Þarna átti aö standa sitja, því annaö væri rök- leysa og í raun ómögulegt. Því má heldur ekki gleyma aö Guö hefur góðan skilning á mistök- um. Hitt þykir mér miður, að í grein- inni er borið á mig og fermingar- börnin, aö þau hafi ekki fariö með trúarjátninguna: „Ferming- arbörnin voru ekki látin fara með trúarjátninguna" (sic). Þetta er fleipur, sem skylt erað leiðrétta. Barn var skírt í upphafi athafnar og þá fóru fermingar- börnin með skírnarskipun og trúarjátningu, eins og gert er ráð fyrir. Það var þessi athugasemd, sem fékk mig til að velta því fyrir mér í hvaða tilgangi grein kirkju- gests er skrifuð. Það er hægt leynt og Ijóst að leita að og lesa inn í með það sem miður fer. Síðan segir kirkjugestur: „Það er illt til þess aö vita aö sóknar- nefndin þurfi aö taka það til bragðs að hafa gæslumenn til þess aö passa skrílinn i sjálfu guðshúsinu" (sic). Þarna er skotiö yfir markið. Ég myndi ekki syngja messur við þannig kringumstæður, enda sýnist mér, samkvæmt síðustu fréttum, að gæslumenn auki fremur vanda safnaðarfólks en að leysa hann. Fermingardagur er dagur unglinganna og það á enginn rétt á að flekka hann. Ef ég ætti að gefa fermingarbörn- unum mínum vitnisburð í ár, þá hafa þau vakiö hjá mér gleöi en ekki vonbrigði og ég treysti því að Guð muni leiða þau um rétta vegu sakir nafns síns. Hinu verðum við öll að gera okkur grein fyrir, að kirkjan er samfélag syndara, sem lifa af fyrirgefningu Guðs. Ég skal ekki draga í efa að kirkjugesti hafi þótt umrætt atvik leitt. Það fannst mér einnig og svo er um fleiri. En kirkjugesti fannst það ekki nógu leitt til þess að þegja yfir því. Þar greinir okk- ur á. Það er víst borin von að ég fái kirkjugest og ýmsa blaðamenn inn á þaö sjónarmið. En heim- urinn verður seint frelsaður í dagblöðum, og um síðir munum við öll koma með leyndar og Ijós- ar ávirðingar fram fyrir þann Guð, sem einn getur fyrirgefið þær. Ólafur Oddur Jónsson Keflavík: Nýtt útgerðar- fyrirtæki stofnað Nýlega var stofnaö nýtt fyrir- tæki í Keflavík, sem ber nafniö Stafnes hf., og er tilgangur fyrir- tækisins útgerð fiskiskipa, fisk- verkun, inn- og útflutningur, en Stafnes hf. gerir nú þegar út eitt skip, m.b. Ólaf Inga KE 34. Stofnendur fyrirtækisins eru Margeir Margeirsson, Ingibjörg Reykdal, Pétur Jóhannsson, Harpa Hansen, örn Einarsson og Jóna Stígsdóttir, öll til heim- ilis i Keflavík. Framkvæmda- stjóri er Margeir Margeirsson. Gott atvinnu- ástand eins og er Nú loks hefur tekist að koma öllu því fólki sem var á atvinnu- leysisskrá í vetur ( atvinnu, en horfur eru þó ekki alltof góðar varöandi sumarið og þegar skólakrakkarnir koma á vinnu- markaðinn. Eftireru þó áatvinnuleysisskrá nokkrir aðilar sem eru með skerta starfsorku og geta því ekki unnið hvað sem er. Mjög er oröin þörf á að koma upp vernduðum vinnustað til aö þetta fólk geti unniö einhver létt störf hluta úr degi.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.