Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 30.04.1981, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 30. apríl 1981 VÍKUR-fréttir Skrifstofustarf Karl eða kona óskast nú þegartil starfa á skrifstofu Miðneshrepps, Sandgerði. Umsækjandi þarf að hafa verslunarskóla- eða hlið- stæða menntun, auk reynslu í skrifstofustörfum. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 7. maí n.k. Sveitarstjóri Miðneshrepps Tjarnargötu 4, Sandgerði KEFLAVfK Utsvör Aðstöðugjöld Fjórði gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara og að- stöðugjalda er 1. maí n.k. Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig dráttar- vexti og önnur óþægindi. Innheimta Keflavíkurbæjar Orlofshús VKFKN Dvalarleyfi Frá og með mánudeginum 4. maí n.k. verða af- greidd dvalarleyfi í orlofshúsum Verkakvenna- félags Keflavíkur og Njarðvíkur, sem eru á eftir- töldum stöðum: 1 hús að ölfusborgum í Hveragerði 1 hús að Húsafelli í Borgarfirði Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsunum á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, sitja fyrir dvalarleyfum til 8. maí n.k. Leiga verður kr. 400.00 á viku og greiðist við úthlutun. Dvalarleyfin verða afgreidd á skrifstofu VKFKN að Hafnargötu 80, Keflavík. Úthlutað verður eftir þeirri röð sem umsóknir ber- ast. Ekki verður tekið á móti umsóknum bréflega eða símleiðis. Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Rafveita Njarövíkur: Strengjalagnir í Seyluhverfi fjár- frekustu framkvæmdirnar 1981 Á fundi rafveitunefndar NjarfS- víkur 26. febr. sl. skýrði rafveitu- stjóri frá því að spennistöð í Sjö- stjörnunni, sem er 500 kva, væri orðin yfirlestuð og nauðsyn bæri til að setja nýjan spenni, 800 kva, sem væri nægur fyrir svæðið, jafnf ramt því að fjarlægja spenni- stöðina við Bjarg. í Innri-Njarövík þarf að taka niður háspennuloftlínu milli Ak- urbrautar og Njarðvíkurbrautar og ganga frá tengingu á há- spennustreng sem lagður var í vetur. Áframhald verður á strengjalögnum í Seyluhverfi eftir því sem byggist. Eru þetta fjárfrekustu framkvæmdirnar. Annað sem liggur fyrir er frágangur og tengingar á vænt- anlegum byggingum við Borgar- veg og Móaveg. Færa þarf há- spennustreng úr væntanlegum byggingarlóðum við Bolafót. Með götulýsingu þarf að koma varanlegri lýsinguáhafnarsvæð- inu, svo og í þeim hverfum sem byggjast. Þá skýrði rafveitustjóri einnig frá því, að starfsmenn rafveit- unnar væru að smíða töflu og búnað í spennistöð við Brekku- stíg, en sé sú tafla og búnaður aðkeyptur kostar hann 50.000 kr. Efni í búnaðinn kostar um 10.000 kr., svo þar sparast stór upphæð, þar sem starfsmenn rafveitunnar vinna þetta á dauðum tíma. Rætt var um framkvæmdir al- mennt og auknar greiðslur fyrir orkukauþ, sem skellt var á í nóv. ’80, sem ekki fást innheimtar með hækkun á sölutaxta, og mun valda rafveitunni miklum erfiðleikum. Skemmurnar tína tölunni Nokkur hús eru rlsln i Seyluhverfi Að undanförnu hefur Keflavík- urbær unniðaðsamkomulagi við eigendur skemmanna sem eru á byggingarsvæði Heiðarbyggðar IV, og hefur tekist samkomulag við eigendur að 8 skemmum, ým- ist um kaup á þeim eða að bær- inn láti fjarlægja þær. Ástand þessara skemma er mismunandi, eöa allt frá því að vera að falli komnar og upp í að vera i ágætu standi, eins og t.d. þær skemm- ur sem bærinn hefur nýlega keypt af Síldarútvegsnefnd. Nú er unnið að því að gera svæði það sem skemmurnar hafa staðið, byggingarhæft og er reiknað með að því verði lokið um mánaðamótin maí-júní n.k., en þarna mun rísa einbýlishúsa- hverfi er gengið hefur undir nafn- inu Heiðarbyggð IV.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.