Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Side 5

Víkurfréttir - 30.04.1981, Side 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 30. apríl 1981 5 heilbrigðisþjónusta ALDRAÐRA - Framh. af 22. sf&u En ég hef orðið vör við að sumir vita ekki um þessa mögu- leika og er því brýnt að skipu- leggja upplýsingar um alla þessa Þætti, sem stuðla að lengri heimaveru aldraðra. Það er til, að aldraðir líti á slíka aðstoð sem ölmusu, finnst þeir vera komnir á framfæri annarra, - „á sveitina". Ég held nú að hægt sé að leiðrétta það sjónarmið. Þessi aðstoð, heimilishjálpin og heimahjúkrunin, er sjálfsögð þjónusta við hina eldri, sem eru búnir að skila sínu dagsverki og hafa með því búið í haginn fyrir þá yngri. Og vel að merkja, ódýr- ari fyrir þjóðfélagið en dvöl á stofnunum. Ég ál ít ef þessi r þættir væru vel athugaðir og uppbyggðir, mætti brúa bilið milli heimilis og hjúkr- unardeildar við sjúkrahúsið, jafnvel þótt heilsugæslan verði næsti áfangi. En það þarf að hanna hjúkr- unardeild með „notagildi númer 1" í huga. Til dæmis þarf aðmiða salerni og sturtur viðþarfirfólks í hjólastólum, en það hefur því miður ekki verið gert nema að nokkru leyti í þeim áfanga sem enn er í smíðum. Salernisher- bergið er t.d. svo lítið að ekki er hægt að loka dyrunum ef stóll- inn er inni. Hver heilvita maður sér hve fráleitt þetta er, ef á að stuðla að því að fólk sé sjálf- bjarga. Sturtur eru hannaðar þannig að sturtan er föst og þannig staðsett að aðstoðar- maður sjúklings þyrfti að vera í baðfötum, annars verður hann gegndrepa. Eitt enn vil ég nefna: Svalir eru þannig að ekki er hægt að renna hjólastól út á þær, hæöarmunur er þar og þar að auki þröskuldur. Svo er ekki hægt að snúa hjólastól á svölun- um. Og það sorglega er, að starfs- fólk sem ætti best að vita hvar skórinn krepþir, hefur ekki verið haft með í ráðum og fær engu breytt. Mérfinnstað það hefðiátt að hugsa meira um notagildiðog láta stallana utan á byggingunni eigasig. Sjúkrahúsfinnst mérað eigi að miðast við notagildi og þarfir þeirra sem inni eru, en ekki vera eins konar minnisvarði um arkitektinn (utan frá séð). Við ættum að athuga allt vel og gera síðan stórt átak í þágu þeirra öldruðu - láta árið þeirra verða ár athafna, en ekki bara orða. Bifreið fjarlægð Skaöabóta krafist Á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur 7. apríl sl. var.tekiðfyrir bréf frá Bjarna Daníelssyni, Vatns- nesvegi 28, þar sem hann fer fram á skaðabætur vegna bif- reiðar sem fjarlægð var af hreins- unardeild bæjarins. Er málið nú í athugun hjá lögmanni bæjarins. Það má með sanni segja, að hvert sveitar- og bæjarfélag hafi í mörg horn að líta og forráða- menn þeirra verði að meta og vega hvað er brýnast hverju sinni. Það hefur margt verið gert á félagslegu sviði, sem ber að þakka, bæöi í þágu ungra og aldinna. Þeir yngri bera sig eftir björginni og knýjaáum úrbætur, en það gera öldruðu hjúkrunar- þurfarnir ekki. Við eigum að sjá sóma okkar í að hlúa að þeim og sinna þeirra þörfum á eins full- kominn og hagkvæman hátt og mögulegt er. Ef við sem starfsþrek höfum leggjum málefninu lið, með orku hugar og handa og liggjum ákki á liði okkar, þá getum við lyft Grettistaki. Hugsið um þessi mál og látið ykkar skoðanir í Ijós. Lifið heil. NÝTT HAPPDRÆTTISAR m ppdpÆ^' m AÐALVINNINGUR IÐUDAVINNINGAR FERÐAVINNINGAR Húseign að eigin vali fyrir kr. 700.000.-. Dregin út í 12. flokki. 9 íbúðavinningar á 150.000.- og 1 á 250.000.-. 300 ferðavinningar á 10 þúsund krónur hver. í FYRSTA FLOKKI DÍLAVINNINGAR SUMARDÚSTAÐUK íbúðarvinningur á kr. 250.000.- Peugeot 505 á kr. 137.000.- 8 bílavinn- ingar á kr. 30.000.- 25 utanferðir á kr. 10.000.-. Auk margra húsbúnaöarvinninga á 700 og 2000 kr. Dregið verður 5. maí 100 bflavinningar á 30 og 50 þúsund — þar af 2 valdir bílar: Peugeot 505 í maí og American Eagle í desember. Fullfrágenginn sumarbústaður meö öllum búnaöi aö verömæti 350.000.- dreginn út í júlí Auk þess veröur fjöldi húsbúnaöarvinninga á kr. 700 - og kr. 2.000.- hver. Endurnýjunarverö miöa kr. 25.- ársmiöi kr. 300- Sala á lausum miöum er hafin. Miöi er möguleiki. Búum öldruöum áhyggjulaust ævikvöld. Umboð í Keflavík: Bókabúð Keflavíkur, sími 1102

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.