Víkurfréttir - 30.04.1981, Qupperneq 11
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 30. apríl 1981 11
í tilefni af 1. maí fór blaðiö á
nokkra vinnustaöi og leitaði álits
launþega á stöðu kjaramála. Til
dæmis var fólk spurt hvernig
laun entust, hvort það áliti að
verðlag hækkaði meira en laun,
hvernig það teldi verkalýðs-
hreyfinguna standa sig í barátt-
unni fyrir bættum kjörum o.s.frv.
Greinilega kom í Ijós, að meðal
launþega ríkir megn óánægja
með laun.
Allir voru viðmælendur sam-
mála um, að útilokað sé að sjá
fjölskyldum farborða með fjöru-
tíu stunda vinnuviku. Mögulegt
væri fyrir einhleypt fólk að
skrimta á slíkum launum. Þeir
sem væru með fjölskyldu væru
einfaldlega dæmdir til aö stunda
alla þá vinnu sem mögulega
fengist, um kvöld og helgar. Oft á
tíðum gildir þetta bæði um eigin-
mann og eiginkonu.
L/EG5TU
Baráttudagurinn, 1. maí
Ástæðurner fyrir þessu vinnu-
álagi eru margar. Til dæmis örar
verðhækkanir. Framfærslan
verður æ dýrari með hverjum
degi. Fólk sem stendur í
húsnæðiskaupum horfir fram á
óheyrilegar vaxtagreiðslur, auk
venjulegra afborgana. Þegarsvo
fólk hefur þrælað sér út til að
standa straum af framfærslu fjöl-
skyldunnar, heimtar ríkið hærri
skatta vegna þess að fólk hefur
mjakast upp fyrir meðaltekjur.
hað eru sem sagt flestir sem
teygja arma sína ofan í vasa laun-
þega. Fólk er að vonum orðið
langþreytt á þessum skollaleik
og eins og einn viðmælandi benti
á, ,,að ef ekki er hægt að tryggja
að heimilin gangi, þá held ég að
ekkert geti gengið."
Þá eru ónefndar margs konar
hliðarverkanir slíks vinnuálags.
Þannig virðast frítímar margra
launþega fara í það eitt að afla
sér hvíldar. Margir þættir í eðli-
legu fjölskyldulífi fara af til vill
forgörðum. Slíkt málsnýrekkiað
fólki sem eintaklingum. Það
mál snýr m.a. að verkalýðshreyf-
ingunni til lausnar.
Vart er hægt að segja, að fólk
hafi hrópað húrra fyrir fram-
gangi verkalýðshreyfingarinnar.
Flestum fannst forysta hennar
vera í órafjarlægð. Sumir veltu
því fyrir sér hvernig skrifstofu-
menn í Reykjavík bæru skyn-
bragð á hagsmuni þeirra, þar
sem þeir hefðu aldrei svo mikiö
sem komið á staðinn. Um hvað
tala slíkir menn í samningum?
Verðbólgupappíra og vísitölur?
Það er ef til vill í lagi aö menn
dundi sér við slíkt, hitt er hins
vegar lágmarkskrafa, að skapa
fólki grundvöll fyrir mannsæm-
andi lífi.
Það er því bláköls staðreynd,
að kjör launþega eru langt fyrir
neöan það mark sem talist getur
mannsæmandi. Verkalýðshreyf-
ingin er þögul þessa dagana og
hófsöm, og það er áleitin spurn-
ing, hvort forysta hennar tekur
meira mið af beinum hagsmun-
um launþega, eða grátkór at-
vinnurekenda þegar gengið er til
samninga. Einnig má spyrja
hvort það sé launþegum til hags-
bóta, að forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar gifti sig inn í
pólitíska flokka og fái þingsæti í
brúðargjöf.
Það geta því væntanlega flest-
ir tekið undir það sem fram
kemur í viðtölunum hér í blaðinu.
Það er ekki skipulagður grátkór
með tugi sérfræðinga að baki
sér, sem talar um þjóðhagslega
hagkvæmni, brostnar efnahags-
legar forsendur framleiðslunnar
eða annað í þeim stíl, heldur ein-
faldlega fólk, sem krefst mann-
sæmandi launa fyrir vinnu sina.
eps.
Óskum verkafólki
til hamingju með baráttudag
verkalýðsins, 1. maí.
Félagar! Fjölmennið í kröfugönguna og
takið virkan þátt í hátíðarhöldum dagsins.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis
Sendum öllum launþegum
á Suðurnesjum
Árnaðaróskir í tilefni baráttudags
verkalýðsins, 1. maí.
Bæjarstjórn
Keflavíkur