Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Page 12

Víkurfréttir - 30.04.1981, Page 12
12 Fimmtudagur 30. apríl 1981 VÍKUR-fréttir Sparisjóðurinn í Keflavík sendir öllum launþegum á Suðurnesjum hamingjuóskir f tilefni hátíðisdags verkalýðsins, 1. mai. Sendum starfsmönnum okkar og öðrum launþegum á Suðurnesjum hamingjuóskir á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Skipaafgreiðsla Suðurnesja Útvegsbanki fsiands Hafnargötu 60 - Keflavík sendir öllum launþegum á Suðurnesjum árnaðaróskir í tilefni baráttudags verkalýðsins, 1. maí. „Rétt svo að endar nái saman“ Fyrst lögðum við leið okkar niðurað höfn. Þarhittum viðfyrir þá Helga G. Steinarsson, Guð- mund Ola Reynisson og Kristján Hringsson. Til aö byrja með voru þeir spuröir hvernig launin entust. Þeir töldu að þau entust, að minnsta kosti næðu endar saman. Sögðust þeir líka vinna mikið. Hins vegar bentu þeir á, að þeir hefðu ekki tekjutrygg- ingu, töldu þaö ekki skipta veru- legu máli þar sem vinna væri næg. Tekjur væru misjafnar eftir því við hvað væri verið að vinna. Þeir töldu að verðhækkanir væru miklar. Slíkt rýrði náttúr- lega kaupið. Benti einn þeirrafé- laga á að hann væri að kaupa íbúð og það væri á mörkunum að endar næðu saman. Þannig hald- ast í hendur mikil vinna annars vegar og veröhækkanir og vaxta- greiðslur hins vegar. Á milli þessara þátta standa launin sem rýrna stöðugt. Þeir sögðust ekki sækja fundi í verkalýðsfélaginu nemaeitthvert mál væri til umræðu, sem snerti höfnina sérstaklega. Sögðu jafn- framt að sama gilti um verkalýðs- félög og önnur félög, það stæði sig ekki vel. Sögðu þeir að aldrei gerðist neitt nema menn þrýstu á. Það hefði stundum gerst hjá þeim, en ennþá væri margt sem mætti bæta. Til dæmis vildu þeir fá bætur varð- andi einstakar tegundir vinnu. Nú, og svo myndu þeir náttúr- íega aldrei slá hendinni ámóti al- mennri launahækkun. Einn þeirra félaga taldi verkalýðs- hreyfinguna vera „mafíu allt í gegn“. Að lokum voru þeir spurðir hvaöa merkingu þeir leggöu í 1. maí. Umfram það að vera kær- kominn frídagur töldu þeir að dagurinn væri nauðsynlegur til að minna á kjarabaráttuna. Helgi G. Steinarsson, Guðmundur Ó. Reynlsson, Krlstján Hringsson Óskum starfsfólki okkar og samtökum þeirra tii hamingju meö baráttudag verkalýðsins, 1. maí. Keflavíkurverktakar

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.