Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1981, Side 16

Víkurfréttir - 30.04.1981, Side 16
16 Fimmtudagur 30. apríl 1981 VÍKUR-fréttir LÖÐALEIGUMÁLIÐ Framh. af bakslöu leigutakar skriflega og mót- mæltu hækkun leigunnar. Þessir 5 eru: Friðrik Karlsson, Valtýr Guðjónsson, Steinunn Þor- steinsdóttir, Torfi Gíslason og Stefán Hallsson. Valtýr segir í bréfi sínu til landeigenda m.a.: „Skv. lóðarsamningi dags. 4.9. 1944, þinglýstum 7.10. sama ár, óuppsegjanlegum og án tíma- takmarkana, á lóöarleiga fyrir lóðina (Suöurgötu 46) aö vera á ári kr. 19,35 (gkr). Ákvæðum samningsins um þetta, sem og öðrum ákvæðum hans, er að mínu mati ekki hægt að breyta nema að gerðu samkomulagi leigusala og leigutaka um breyt- ingar. Mótmæli ég því fyrr- greindri kröfu." Þó að um 90% hinna 299 leigutaka hafi hunsað kröfu landeigenda með því að greiöa ekki umrædda leiguhækkun, ákváðu landeigendur að hefja prófmál á hendur þeim 5 er leyfðu sér að svara skilmerki- lega fyrir sig. RÉTTUR ER SETTUR Fyrir Bæjarþingi Keflavíkur geröu landeigendur þá dómkröfu, að fallist yrði á niöur- stööu matsmanna og leigugjald- ið ákveðið 2% af fasteignamati lóðanna. Tók sú krafa yfir árin 1977-’80. Bentu þeir á að slík deilumál hefðu áður komið fyrir dómstóla og hlotið afgreiðslu í hæstarétti á þann veg, að gamlir lóðaleigu- samningar hefðu verið ógildir varöandi leigugjaldiö. Þá gerðu landeigendur þá kröfu að hinum stefndu yrði gert aö greiöa rekstur málsins, sem þeir höföuöu gegn þeim. Lögmaður stefndu, Jón G. Briem, krafðist sýknu af öllum kröfum landeigenda. Var hún studd þeim rökum aö í gildi væru óuppsegjanlegir samningar um lóðarleigu til óákveðins tíma. Málskostnaðar var krafist úr hendi landeigenda, enda órétt- látt að þau 5 yrðu fyrir þeim út- gjöldum, sem landeigendur sjálfir völdu að hefja prófmál gegn úr hópi 299 leigutaka. DÓMSORÐ Dómsorð Valtýs Sigurðssonar kveður eingöngu á um hækkun Ióðarleigunnarfyrir1980, þannig að leigan nemi það ár 2% af fast- eignamati. Krafa landeigenda um hækkun 1977-79 náði þannig ekki fram að ganga. Dómurinn sem slíkur er þess eðlis, að af honum veröur ekki ráðið hver leigan verður til fram- búöar. Þar kemur þrennt til greina: a) Leigan verður hin sama að krónutölu næstu 10 ár a.m.k. eins og hún var ákveðin með framangreindum dómi fyrir árið 1980. b) Leigan verður eins og upp- haflega var ákveöiö í gömlu lóðarleigusamningunum. c) Leigan verður 2% af fast- eignamati lóðar eins og það er á hverjum tíma. Þá er þess að geta að niöur- staða dómarans nær að sjálf- sögðu einvöröungu til þeirra 5 er mál var höfðað gegn. Leigutakarnir 5 hafa þegar orðið að standa straum af um- talsverðum málflutningskostn- aði, eða í kringum 1% millj. gkr. Ekki er ósennilegt að málum þessum verði áfrýjað til hæsta- réttar og fari svo, mun það leiða til enn frekari útgjalda. GRÓÐAVON OG FLJÓTFÆRNI Það er vitanlega deginum Ijós- ara, að landeigendur heföu aldrei farið út í þennan mála- rekstur ef ekki kæmi til gróöavon þeirra. Menn standa ekki í því upp á grín og gaman að fá dóm- stóla til liös við sig í aö vanefna orð forfeðra sinna og lögmæta samningsgerð. Landeigendur byggöu stefnu sínar í aðalatriðum á matsgerð- inni, sem fram fór. En mats- mönnum var ekki falið að úr- skurða um það hvo’rt lóðarleigu- samninga skytdi halda eöa ekki. Þeir mátu einungis hæfilegt af- gjald af lóðunum eins og ef samningar um afnot þeirra hefðu aldrei verið gerðir. Það hlýtur því aö teljast til fljótfærni af hálfu landeigenda aö byggja hækk- unarkröfur sínar á slíkri niður- stöðu eins og fram kemur í bréfi lögmanns þeirra 15.11. 77 og bréfi Friðriks Á. Magnússonar 8. 10. 79. Meö því einu aö svara þessari lögleysu landeigenda var leigu- tökunum 5 stefnt fyrir dómstóla. SPURNING UM „PRINSIPP" Enda þótt 19-20 gkr. lóðar- leigugjald þyki frekar lágt, þá snýst þetta mál i eöli sínu ekki um þaö atriöi af hálfu stefndu. ( þeirra augum er þetta prófsteinn á það, hvort menn megi treysta því að löglega gerðir samningar verði haldnir, hvort menn geti treyst því að ekki verði komið aftan að þeim síðar. Spurningin snýst um „prinsipp" en ekki krónutölu. HVERJIR ERU LANDEIGENDUR? Þar sem mörgum leikur vafa- lítið hugur áaðvitahverjirstanda aö baki þeim félagsskap er „Landeigendur Y-Njarðvíkur- hverfis með Vatnsnesi" nefnist og á 299 lóöir í Keflavík, skal þaö upplýst. Getið er um jörð, eign- arhluta hennar í umræddu landi og að lokum eigendur: Njarðvík I, 13.46%: Keflavíkurkaupstaður. Njarðvík II, 13.46%: Hulda Einarsdóttir, Njarðvík Sigrún Einarsdóttir, Njarðvík Höskuldarkot I og II, 19.70%: Anna Magnúsdóttir, Njarðvík Friðrik Á. Magnúss., Njarðvík Ólafur Magnússon, Njarðvík Garðar Magnússon, Njarðvík Magnús Magnússon, Njarðvík Þórukot, 18.68%: Stefán Björnsson, Njarðvík Þorleifur Björnsson, Njarðvík Guörún Á. Björnsd., Njarðvík Þórir Björnsson, Njarðvík Vatsnes, 12.32%: Kristín Guðmundsd., Reykjav. Sigríður Jónsdóttir, Keflavík Helga Þorsteinsdóttir, Keflav. Ásta Jónsdóttir, Keflavík Bolafótur, 12.32%: Guðrún Þorsteinsdóttir, Rvík Höskuldarkot III, 5.40%: Fjóla Valdimarsdóttir, Keflavík Margrét Valdimarsd., Keflavík Hörður Valdimarsson, Keflav. Árni S. Valdimarss., Reykjavík Njarðvík III, 4.66%: Ingibjörg Danivalsd., Njarðv. NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT 14. MAÍ ÚTBOÐ Njarðvíkurbær óskar eftir tilboðum í gangstétta- gerð í Njarðvík í sumar. Aðalverkþáttur er steypa á um 5000 fermetrum gangstétta. Útboðsgögn fást á skrifstofu undirritaðs, Fitjum, Njarðvík, gegn 300 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 7. maí 1981 kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurnesjum óskar öllum launþegum á Suðurnesjum til hamingju með hátíðisdag verkaiýðsins, 1. maí.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.