Fréttablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 2
Veður Norðan og norðvestan 10-18 m/s. Þurrt og bjart veður sunnan- og vestanlands, annars rigning eða slydda og snjókoma norðan til á landinu ofan 100-200 metra yfir sjávarmáli. sjá síðu 30 Flugtúr í boði bandaríska hersins Föruneyti utanríkisráðherra, hluta utanríkismálanefndar og þingmannanefndar NATO leit í gær um borð í tvær Grumman G2 Grayhound vélar Bandaríkjahers. Vélarnar fluttu hópinn um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman. Ekki var greint frá ferðinni opinberlega fyrir fram. Vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli þrátt fyrir að borgin hafi bannað herflug um völlinn. Hér sést önnur vélin koma til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kynntu þér afsláttarþrep Orkunnar á orkan.is. NÝTT! Nú eru allar 55 stöðvar Orkunnar þínar stöðvar. uMHVERFIsMáL Meirihluti lands­ manna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda og fjórðungur vill banna almenna notkun þeirra með öllu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands á viðhorfi almenn­ ings til flugelda og notkunar þeirra. Svifryksmengun á höfuðborgar­ svæðinu var mæld síðustu tólf ára­ mót. Niðurstöður sýna að dægur­ gildi svifryks, sem er minna en tíu míkrómetrar í þvermál, fór ítrekað yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík og nágrenni. Hæsta klukkustundargildi fíns svifryks, sem er minna en 2,5 míkró­ metrar í þvermál, mældist í Dal­ smára í Kópavogi eða 3.000 míkró­ grömm á rúmmetra. Er það talið Evrópumet í mengun. – sar Margir vilja banna flugelda ALÞINGI Fyrsta umræða um frum­ varp til nýrra mannanafnalaga fór fram á Alþingi í gær. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið opnar það heimildir til nafngiftar upp á gátt að því undanskildu að skylt er að bera að minnsta kosti eiginnafn og vera kennt til foreldris eða foreldra. Frumvarpið er lagt fram af þing­ flokki Viðreisnar, Guðjóni S. Brjáns­ syni, Samfylkingu, og Píratanum Birni Leví Gunnarssyni. Það stefnir að því að mannanafnanefnd skuli lögð niður, nafn þarf ekki að taka íslenska eignarfallsendingu og þá er það ekki lengur skylda að nafn sé í samræmi við íslenskt málkerfi. Þá verður hverjum sem er heimilt að taka upp það ættarnafn sem honum sýnist. Nær sambærilegt frumvarp var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Nokkrar breytingar voru gerðar á texta frumvarpsins milli framlagninga og tóku þær flestar mið af athugasemdum við hið eldra. Meðal þess sem bent var á þá var að það sé ekki skylda sam­ kvæmt því að nafn einstaklings sé ritað með latneska stafrófinu. Með öðrum orðum þá er opnað á þann möguleika að nafn samanstandi af grísku eða kyrillísku letri í heild eða að hluta og hið sama gildir um tölu­ stafi, rúnir eða ýmis tákn. „Í raun og veru leggur frumvarpið engar skorður við nafngiftinni sem slíkri. Í sjálfu sér var það með ráðum gert að opna þetta upp á gátt en fela allsherjar­ og menntamálanefnd að meta hvort ástæða væri til að nafn þyrfti að vera ritanlegt með latnesku letri,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður málsins. Í gegnum tíðina hefur verið rætt um hvort ættarnöfn skuli leyfð eður ei. Tillagan leyfir upptöku nýrra ættar nafna og gott betur. Sam­ kvæmt frumvarpinu verður ein­ staklingi mögulegt að taka upp það ættarnafn er honum sýnist óháð því hvort það hafi verið eyrnamerkt annarri ætt hingað til. „Ættarnöfn njóta engrar sér­ stakrar verndar samkvæmt frum­ varpinu. Það er samkvæmt erlendri fyrirmynd en þar er fjöldinn allur af óskyldum einstaklingum með sama ættarnafn. Ég sé ekki ástæðu til þess að einhver eignarréttur sé á nöfnum,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið hlaut góðar undir­ tektir meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðum að Sjálf­ stæðismanninum Brynjari Níelssyni undanskildum. joli@frettabladid.is Nafnafrumvarp opnar á tákn, tölur og rúnir Nýtt frumvarp til mannanafnalaga setur þau skilyrði ein að einstaklingur beri minnst eiginnafn og kenninafn. Upptaka ættarnafna verði gefin algjörlega frjáls. 31n4r M4rkú5 Ðoarhgpeaorghoarpgoer Σναεφριδυρ Гуюмундур A1 Hér er nokkur myndabankabörn og möguleg nöfn samkvæmt frumvarpinu. A2 FjÖLMIðLAR 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðs­ ins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Sam­ keppniseftirlitið (SKE) setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. 365 á tæp­ lega 11 prósenta hlut í Sýn. SKE setti þau skilyrði að innan tiltekins tíma myndi 365 þurfa að selja hlut sinn í Torgi eða Sýn. 365 hagnaðist um 907 milljónir króna fyrir skatt 2017. Í tilkynningu segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort selja eigi hlut 365 í Torgi eða í Sýn. Hins vegar liggi fyrir að lengri tíma taki að selja óskráða eign en skráða. Því séu þessi skref tekin nú. Engar breytingar verða á daglegum rekstri Torgs eða Fréttablaðsins með þessu. Torg standsetur nú nýjar höfuð­ stöðvar sínar í miðborginni. – khn Kanna sölu blaðsins vegna skilyrða Nýjar höfuðstöðvar Torgs við Hafnartorg í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/EYþóR 2 0 . s E p t E M b E R 2 0 1 8 F I M M t u D A G u R2 F R é t t I R ∙ F R é t t A b L A ð I ð 2 0 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D F -2 4 E C 2 0 D F -2 3 B 0 2 0 D F -2 2 7 4 2 0 D F -2 1 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.