Fréttablaðið - 20.09.2018, Qupperneq 26
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveg@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349
Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368
Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512
5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@
frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@
frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson,
jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429,
Ásdís hefur unnið sem flug-freyja í langan tíma, fyrst hjá Iceland Express og frá árinu
2016 hjá WOW air þar sem hún er
fyrsta freyja. Starfinu fylgir tölu-
vert álag, enda svefn hjá þessari
starfsstétt afar óreglulegur, auk
þess á hún tvö börn og unnusta, og
útskrifaðist í vor með B.Sc.-gráðu
í tölvunarfræði. Það er því nóg að
gera en á sama tíma telur Ásdís
mikilvægt að hugsa vel um bæði
líkama og sál.
„Í mínu starfi er mikilvægt að
drekka mikið af vatni, hugsa vel um
húðina og passa vel upp á svefninn.
Þá finnst mér mikilvægt að huga
vel að því hvað við látum ofan í
okkur og að það sé sem hollast. Ég
spái ómeðvitað í það að ég sé að fá
næringu úr öllum fæðuhringnum
yfir daginn, sérstaklega núna þar
sem ég á von á barni,“ segir Ásdís
en er þó ekki fyrir neinar öfgar. „Ég
banna mér ekki neitt ef mig langar
virkilega í það. Ég hugsa frekar um
að allt sé gott í hófi.“
Finnur mikinn mun
á húð og nöglum
Ásdís er hrifin af vörunum frá Feel
Iceland og notar til dæmis Amino
Collagen duftið töluvert þegar hún
er heima við. „Ég set það í boozt,
djús, hafragraut og meira að segja
í kaffibollann minn. Þegar ég er
að fljúga nota ég hins vegar Age
Rewind hylkin því það er einfald-
lega auðveldara að stinga þeim í
töskuna og minni fyrirhöfn í því.“
Fiskur er í miklu uppáhaldi hjá
Ásdísi enda eru hún frá Ísafirði þar
sem fiskur var á boðstólum allt upp
í fjórum sinnum í viku. „Ég borða
enn þann dag í dag mikinn fisk
enda líður mér alltaf vel þegar ég
borða hann. Hann er svo léttur og
góður í magann. Ein af ástæðum
þess að ég er hrifin af vörunum frá
Feel Iceland er einmitt af því að
þær eru unnar úr íslenskum þorski.
Kollagen er eitt helsta uppbygg-
ingarprótein líkamans og hefur
mjög góð áhrif á hár, húð, neglur
og liði. Eftir að ég byrjaði að taka
inn duftið fór ég að finna mikinn
mun á húð og nöglum. Ég las grein
fyrir nokkrum árum um kollagen
og þar kom fram að það byrjar
að draga verulega úr framleiðslu
þess í líkamanum við 25 ára aldur.
Eftir að ég las þessa grein langaði
mig að byrja að taka þetta inn. Ég
varð mjög ánægð þegar byrjað
var að bjóða upp á þessar íslensku
hágæða vörur frá Feel Iceland.“
Æfir í stoppi í útlöndum
Ásdís reynir að stunda reglulega
hreyfingu, þá einna helst hlaup og
styrktaræfingar með og án lóða
auk þess sem hún hefur gaman
af því að synda. „Þetta kemur í
tímabilum hjá mér. Stundum er
ég mjög dugleg og mæti nánast á
hverjum degi og á öðrum tímum
fer ég kannski einu sinni til tvisvar
í viku. Mér hefur alltaf fundist
hreyfing hjálpa mér mikið við að
yfirvinna þreytuna sem fylgir því
að fljúga. Ég hef til dæmis haft
það fyrir reglu þegar ég fer í stopp
erlendis að fara alltaf í ræktina á
hótelinu eða út að hlaupa. Ég verð
mun orkumeiri fyrir vikið og það
hjálpar mér í tímaruglinu.“
Passar vel upp á húðina
„Þegar kemur að umhirðu
húðarinnar finnst mér einna
mikilvægast að hún sé þrifin bæði
kvölds og morgna. Á kvöldin passa
ég mig að fara aldrei að sofa með
farða framan í mér. Sama hversu
þreytt ég er, þá gef ég mér alltaf
tíma í að taka farðann af. Þegar
ég hef þrifið allt af finnst mér best
að taka kaldan þvottapoka og
strjúka vel yfir allt andlitið, það
er svo hressandi og opnar húðina
svolítið. Ég get heldur ekki farið
að sofa áður en ég hef borið á mig
eitthvert rakakrem. Undanfarið
hef ég verið að nota serumið Be
Kind Age Rewind frá Feel Iceland
á kvöldin fyrir svefninn. Ég get
stundum verið með svolítið þurra
húð, sérstaklega ef ég hef verið að
fljúga mikið, og finnst það virka
vel á þurrkubletti. Ég hef meira að
segja sett það á þurrkubletti á syni
mínum og það virkaði vel,“ lýsir
Ásdís.
Hún byrjar morgnana alltaf á
því að taka kaldan þvottapoka og
strjúka vel yfir andlitið og setja svo
á sig gott rakakrem.
Hún áréttar að ekki sé nóg að
bera bara á sig krem og spá svo
ekkert í mataræðið enda hefur hún
trú á því að það sem fari inn fyrir
varirnar skipti miklu máli þegar
kemur að fallegri húð.
Setur sér raunhæf markmið
„Ég reyni að vera dugleg að setja
mér markmið, hvort sem það er
í líkamsrækt, mataræði, upp-
eldinu, fjármálum eða hverju sem
er. Það er alltaf gaman að hafa að
einhverju að stefna. Það sem mér
finnst virka best fyrir mig er að
setja mér markmið fyrir hverja
viku í senn, ekki að hafa þau
of löng og geta einbeitt mér að
stuttum tímabilum í einu. Þó er
auðvitað fínt að setja sér langtíma-
markmið líka,“ segir Ásdís en bætir
við að mikilvægt sé að hafa mark-
miðin raunhæf en vera þó ekki að
brjóta sig niður þó þau náist ekki.
Ásdís á sér mörg áhugamál.
„Númer eitt er alltaf að verja sem
mestum tíma með fjölskyldunni,
sameina áhugamál mín með
henni og gera eitthvað skemmti-
legt saman. Einnig finnst mér fátt
eins notalegt og að prjóna og hef
ég prjónað frá því að ég var 10
ára gömul. Ég prjónaði til dæmis
skírnarkjólinn á strákinn minn. Á
sumrin erum við dugleg að fara í
Leirufjörð í Jökulfjörðum, þar sem
ekkert rafmagn eða símasamband
er. Það er uppáhaldsstaðurinn
minn í öllum heiminum, og næ
ég aldrei að slaka jafn mikið á
og þegar ég er þar. Þar er mikið
prjónað, spilað, borðaður góður
matur, leikið sér í fallegri nátt-
úrunni og síðast en ekki síst mikið
hlegið.“
Framhald af forsíðu ➛
Ásdís Svava Hallgrímsdóttir er hér með föður sínum, Hallgrími Magnúsi, en
þau tóku bæði þátt í tíu kílómetra hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra.
Fjölskyldan fór til Tenerife og naut veðurblíðunnar. Hér er Ásdís á góðri
stundu með börnum sínum, Sigfúsi Þór 4 ára og Emilíu Önnu 10 ára.
Með ömmu sinni og afa, Addý og Dengsa, sem fengu góða þjónustu um borð.
Amino Marine Collagen og Age Rewind frá Feel Iceland. Ásdís notar það fyrra
heima við en hylkin finnst henni gott að nota þegar hún er að fljúga.
Be Kind, Age Rewind
er flott serum frá Feel
Iceland sem Ásdísi
finnst gott að bera á sig.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
2
0
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
F
-6
5
1
C
2
0
D
F
-6
3
E
0
2
0
D
F
-6
2
A
4
2
0
D
F
-6
1
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
1
9
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K