Fréttablaðið - 20.09.2018, Page 32

Fréttablaðið - 20.09.2018, Page 32
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442 Þróun bíla síðastliðin ár hefur verið í þá átt að fólk getur gert æ minna við þá sjálft. Þó eru vissir hlutir sem alltaf þarf að huga að. Til dæmis þarf að kanna reglu- lega olíustöðu á vélinni og mælt með að gera það ekki sjaldnar en á þúsund kílómetra fresti. Ekki er nóg að gera það bara þegar farið er með bílinn í smur,“ segir Runólfur sem telur að of fáir velti þessum hlutum fyrir sér. „En það hefur komið fram í gögnum DEKRA, stærsta skoðunarfyrirtækis í Evrópu, að skemmdir á vélum sem rekja megi til ófullnægjandi olíu- stöðu sé vaxandi vandamál.“ Sumum hrýs kannski hugur við því að þurfa að kanna olíu- stöðu en það er ekki flókið verk. Á heimasíðu FÍB er til dæmis að finna myndband þar sem fólki er leiðbeint með hvernig eigi að sinna slíku grunnviðhaldi. Þeir sem ekki treysta sér í verkið geta leitað til þjónustuaðila. Réttur þrýstingur mikilvægur Annað sem er vert að skoða um leið og olíustaðan er könnuð er loft- þrýstingur í hjólbörðum. „Rangur loftþrýstingur getur haft slæm áhrif á aksturseiginleikana og valdið missliti á dekkjum. Öryggið er ekki jafn gott og ef dekkin eru með eðlilegan þrýsting. Þá getur rangur þrýstingur einnig haft áhrif á elds- neytiseyðslu.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gefur góð ráð til bifreiðaeigenda um hvernig best sé að sinna viðhaldi og undirbúa bíla fyrir vetur. Mynd/Anton BRink Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Bíllinn búinn undir veturinn Í aðdraganda vetrar er vert að huga að nokkrum atriðum. Runólfur nefnir hér nokkur þeirra: l Þrif skipta máli en bónið dregur úr viðloðun snjós og íss. Þá ver góð bónhúð gegn tæringu frá salti sem stráð er á götur á veturna. l Að smyrja læsingar með lásaolíu dregur úr líkum þess að læsingarnar frjósi fastar. Einnig er gott að bera silíkon á þéttilista hurða svo þær festist ekki í frosti. l Ekki hafa tankinn tóman eða hálffullan lengi. Fyllið bílinn af bensíni eða dísil því hætt er við að loftraki þéttist á veggjum tanks og safnist fyrir. Í frosti verður klakamyndun og íshrönglið getur stíflað bensín- leiðslur. l Setjið ísvara í bensín á haustin. Almennt er talið nægjanlegt að nota 200 ml af ísvara við þriðju hverja áfyllingu. l Gang- ið úr skugga um að hjólbarðar séu heilir með réttum þrýstingi og ætlaðir til vetraraksturs. Gúmmíblanda í sumardekkj- um byrjar að harðna þegar hitinn er kominn niður fyrir sjö gráður og við 15 gráðu frost verða sumar- hjólbarðar álíka harðir og hart plastefni. l Þrífið hjólbarða reglulega því tjara og önnur óhreinindi draga úr veggripi. l Athuga þarf frostþol kæli- vökvans á haustin. Frostþol ætti að vera a.m.k. -25°C. Ein- faldast er að nota frostlagar- mæli sem hægt er að fá að láni á flestum bensín- og smurstöðvum. l Fyllið rúðuvökvakútinn með frostþolnum vökva. l Gott er að athuga virkni þurrknanna og hvort blöðin séu í lagi. Oft nægir að strjúka yfir blöðin með tusku vættri upp úr tjöruleysandi efni. Ef þurrkublöðin eru slitin þarf að skipta um þau strax enda mikilvægt öryggisatriði að hafa gott útsýni. l Hafið í huga að eldsneytiseyðsla eykst í kulda, stundum allt að 20 prósent. Bíllinn kemst því styttra á tankinum en að sumarlagi. Runólfur segir réttan þrýsting mismunandi eftir bílum. Oftast komi upplýsingarnar fram í eigendahandbókinni og stundum standi það í hurðafalsi eða undir afturhlera. „Ef fólk er í einhverri óvissu getur það haft samband við viðeigandi bifreiðaumboð. Flestar þjónustustöðvar bensínstöðvanna eru með loftdælur og víða eru komnir rafrænir þrýstimælar sem eru auðveldir í notkun. Þar getur fólk strax séð hver þrýstingurinn er og stillt þann þrýsting sem á að fara á hjólbarðana. Oft má fá lánaða loftmæla á bensínstöðvum eða hjól- barðaverkstæðum og svo má einnig kaupa þá á bensínstöðvum, í bíla- varahlutaverslunum og hér í FÍB.“ Rétt vélarolía skiptir máli Runólfur segir reglulegt og gott viðhald afar mikilvægt. Það auki endingu bílsins og endursöluverð hans. Vel útfyllt smurbók hafi mikið að segja um endursölumöguleika og mikilvægt sé að fylgja tilmælum í þjónustuhandbók bílsins um að fara í þjónustuskoðanir. En hvað gerist ef fólk trassar að fara með bílinn í smur? „Það getur haft alvarleg vélavandræði í för með sér. Framleiðendur hafa farið í að breyta uppbyggingu véla til að ná fram betri eldsneytisnýtingu en það gerir vélarnar viðkvæmari og enn mikilvægara að nota góða og ekki síst rétta smurolíu. Sumir fram- leiðendur ganga langt og mælast til þess að notað sé mjög þröngt úrval vélarolíu á þeirra ökutæki.“ Betra að skipta út en laga Eitt og annað í vél bifreiða slitnar með tímanum. Best er að skipta slíku út áður en það eyðileggst. Dæmi um slíkt er tímareim sem er að finna í mörgum bílum. „Það þarf að fylgjast með leiðbeiningum bílaframleiðandans um á hvaða tímapunkti eigi að skipta um tíma- reim. Oftast er miðað við kílómetra, oft um 100 þúsund, eða að skipta eigi innan ákveðins tímaramma. Mikilvægt er að skipta um tíma- reim áður en hún fer yfir á tíma, því í verstu tilfellum er vélin ónýt ef hún gerir það. Eitt af því sem fólk þarf að hafa í huga þegar það er að kaupa ökutæki er að kanna hvenær var síðast skipt um tímareim ef slík er í bílnum.“ VARAHLUTIR Í AMERÍSKA BÍLA VERKSTÆÐI • VARAHLUTIR • SMURÞJÓNUSTA Smiðjuvegur 34 , gul gata • Kópavogi • sími 544 5151 biljofur@biljofur.is • www.biljofur.is Smiðjuvegur 72, gul gata • Kópavogi • sími 555 4151 varahlutir@biljofur.is • www.varahlutir.biljofur.is FAGMENN Í BÍLAVIÐGERÐUM Frí skoðun í október SKOÐUN INNIHELDUR: Stýrisgangur ath. • Bremsur ath. • olíumæling • frostþol og kælivökvi mældur • hurðar og skrár smurðar • perur ath. • loft jafnað í dekkjum • rafgeymir álagsmældur. - Ath! Efni ekki innifalið. 2 kynninGARBLAÐ 2 0 . S e p t e M B e R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R ViÐhALd BÍLSinS 2 0 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D F -2 9 D C 2 0 D F -2 8 A 0 2 0 D F -2 7 6 4 2 0 D F -2 6 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.