Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 4

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 08.11.1979, Blaðsíða 4
4 viðskiptum við önnur lönd á árinu. Atvinna hefur einnig verið mikil. Að þessu leyti hefur hér tekizt betur en víða um lönd. Verðbólga hefur aftur á móti enn færzt í aukana á árinu. Ytri aðstæður eins og olíuverðshækkun eiga hér nokkum hlut að máli, en verðbólgan er þó fyrst og fremst óleyst, innlent vandamál. Á síðasta fjórðungi ársins 1979 er árshraði verðbreytinga á flesta mæhkvarða um eða yfir 50%. Litlar líkur virðast til, að úr verðbólgunni dragi á næstunni að óbreyttri efnahagsstefnu. Efnahagsþróunin í umheiminum. Síðustu árin hefur hagvöxtur í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku verið tæplega 4% að meðaltali á ári og er það nokkuð neðan við meðalvöxt undanfarin 20—30 ár. Hagvöxtur hefur verið yfir meðaltali í Bandaríkjunum en yfirleitt hægari í öðram ríkjum. I>rátt fyrir tiltölulega hægan hagvöxt hefur verðbólga verið 7—8 % að meðaltali, en það er talsvert meira en venjulegt var á áranum frá 1950 til 1970. Þrálát verðbólga er reyndar tahn ein meginástæða þess, að hagvöxtur hefur ekki orðið meiri en raun ber vitni eftir stöðnun og reyndar samdrátt á áranum 1974 og 1975. örari hagvöxtur í Bandaríkjunum en í öðram iðnríkjum olli því, að halli var á utanríkisviðskiptumBandaríkjanna árin 1977 og 1978 ogverðbólgafórvaxandi á síðari hluta ársins 1978. Þetta veikti stöðu Bandaríkjadollars gagnvart öðram myntum og gengi hans fór lækkandi. Framan af árinu í ár var gengi dollars nokkuð stöðugt, en eftir mitt ár gætti vaxandi ókyrrðar á gjaldeyrismarkaði og gengi hans tók að falla á ný. Vaxandi verðbólga í Bandaríkjunum - og raunar víða um heim - virðist hafa grafið undan trausti manna á dollamum. Bandaríkjadollar er al- þjóðleg varasjóðsmynt, þ. e. mörg ríki og alþjóðleg fyrirtæki eiga sjóði í dolluram, og það getur leitt til þess, að t. d. vaxandi óvissa í efnahagsmálum valdi mun meiri sveiflum á gengi Bandaríkjadollars á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði en beinlínis verði skýrt með hagþróun í Bandaríkjunum. Þessi lækkun á gengi dollars frá því í fyrrahaust hefur neikvæð áhrif á viðskiptakjör íslendinga, þar sem meiri hluti útflutningstekna er í dolluram en stærstur hluti greiðslna fyrir innflutning er í Evrópumyntum. 1 spám ýmissa alþjóðastofnana (t. d. OECD) á fyrri hluta ársins var talið, að hagvöxtur yrði svipaður eða heldur hægari í ár en síðustu tvö árin, en hins vegar gæti verðbólga aukizt. Þetta átti einkum við um Bandaríkin. í síðustu spám er reiknað með, að hagvöxtur í ár og á næsta ári verði minni en áður var talið líklegt og því minni en hann hefur verið undanfarin þrjú ár. Ástæðan er meðal annars sú, að í Bandaríkjunum hefur dregið fyrr og meira úr hagvexti en áður var búizt við, auk þess sem áhrif mikillar olíuverðshækkunar í ár hafa lamandi áhrif á heimsbú- skapinn. í desember 1978 ákváðu OPEC-ríkin að hækka verð á hráolíu um samtals 14% í nokkram áföngum á árinu 1979. Stöðvun olíuútflutnings frá íran olli síðan miklu umróti á olíumarkaði og hækkuðu þá mörg olíuframleiðsluríki útflutningsverð á hráolíu og OPEC-ríkin fylgdu því eftir með sameiginlegri verð-

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.